Kom, fylg mér 2024
11.–17. mars: „Dásemdarverk og undur.“ 2. Nefí 26–30


„11.–17. mars: ‚Dásemdarverk og undur.‘ 2. Nefí 26–30,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„11.–17. mars. 2. Nefí 26–30,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Jesús liðsinnir konu

Hann mun leiða þig sér við hönd, eftir Sandra Rast

11.–17. mars: „Dásemdarverk og undur“

2. Nefí 26–30

„Ég spái fyrir yður um hina síðustu daga,“ ritaði Nefí (2. Nefí 26:14). Hann var sem sagt að rita um okkar tíma. Það er ástæða fyrir því að huga að því sem hann sá: Fólk afneitar mætti og kraftaverkum Guðs; öfund og ágreiningur verða almenn. Auk þessara síðari daga „[myrkraverka]“ (2. Nefí 26:10, 22) óvinarins, ræddi Nefí líka um „dásemdarverk og undur“ Guðs sjálfs (2. Nefí 27:26). Miðpunktur þess verks yrði bók – bók sem afhjúpaði lygar Satans og safnaði saman hinum réttlátu. Sú bók er Mormónsbók, dásemdarverkið er starf kirkju Drottins á síðari dögum og undrið er – að minnsta kosti að hluta til – að Guð býður okkur öllum að taka þátt í samansöfnuninni, þrátt fyrir veikleika okkar.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

2. Nefí 26–27; 29–30

Guð fyrirbjó Mormónsbók fyrir okkar tíma.

Í 2. Nefí 26–27 vitnar Nefí í áður gefinn spádóm Jesaja (sjá Jesaja 29) og tengir hann fólki sinu og heimild þess – Mormónsbók. Hann vissi með opinberun, jafnvel áður en ritverki Mormónsbókar lauk, að hún myndi dag einn „hafa mikið gildi fyrir mannanna börn“ (2. Nefí 28:2). Af hverju hefur Mormónsbók mikið gildi fyrir ykkur? Ígrundið þessa spurningu við lestur 2. Nefí 29–30. Hvaða „dásemdarverk“ (2. Nefí 27:26) er Guð að vinna í heiminum og í lífi ykkar fyrir tilverknað Mormónsbókar?

Sjá einnig Joseph Smith – Saga 1:62–65.

2. Nefí 26:23–33

Ljósmynd
trúarskólatákn
Jesús Kristur býður okkur öllum að koma til sín.

Það eru mörg dásamleg sannindi til að hugleiða í 2. Nefí 26:23–24. Dæmi: Þið gætuð hugsað um það sem Jesús Kristur hefur gert „heiminum til góðs“ – og ykkur sjálfum. Hvernig „[dregur hann] alla menn“ – og ykkur – „til sín“? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að endurgjalda kærleikstjáningu hans?

Haldið áfram að lesa og gæta að sannleika um frelsarann í versum 25–33. Gætið sérstaklega að boðum hans. Hvernig mynduð þið draga saman boðskap Jesú Krists til ykkar í eina setningu? Sálmur eins og „Kom þú til Jesú“ (Sálmar, nr. 39) gæti lokið upp huga ykkar fyrir frekari hughrifum.

Hugleiðið hvernig þessi vers gætu haft áhrif á það hvernig þið hafið samskipti við aðra og bjóðið þeim að koma til Krists. Þið gætuð fundið einhverjar hugmyndir í boðskap öldungs D. Todds Christofferson, „Kenningin að tilheyra“ (aðalráðstefna, október 2022).

Sjá einnig 3. Nefí 18:30–32; Dallin H. Oaks, „Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?,“ aðalráðstefna, apríl 2021; Gospel Topics, „Belonging in the Church of Jesus Christ,“ Gospel Library.

Ekki hræðast þögn. Það tekur tíma að svara góðum spurningum. Þær krefjast ígrundunar, könnunar og innblásturs. Sá tími sem þið verjið í að bíða eftir svari við spurningu, getur verið helgur tími ígrundunar. Forðist þá freistingu að ljúka þessum tíma of snemma með því að fara áfram í eitthvað annað.

2. Nefí 28

Satan reynir að blekkja.

Margar lygar og aðferðir Satans eru afhjúpaðar í 2. Nefí 28. Gætið að þeim í versum 6, 8, 21–23, 29. Af hverju þurfið þið að vita af lygum Satans? Hvað gerið þið þegar óvinurinn reynir að blekkja ykkur?

Hér á eftir eru ritningarvers sem hafna lygum Satans. Athugið hvort þið getið tengt saman hina sönnu kenningu og falskenninguna sem Nefí varar okkur við í 2. Nefí 28:

Sjá Gary E. Stevenson, „Ekki skaltu blekkja mig,“ aðalráðstefna, október 2019.

2. Nefí 28:27–3129

Guð veitir börnum sínum áfram leiðsögn með opinberun.

Sem Síðari daga heilög, erum við ríkulega blessuð með orði Guðs. Nefí varaði okkur samt við því að okkur mætti aldrei finnast að við „höfum nóg!“ Þegar þið lesið aðvaranirnar í 2. Nefí 28:27–31 og 2. Nefí 29, hugleiðið þá spurningar eins og þessar:

  • Hvernig vill Guð að ég upplifi og bregðist við orði hans?

  • Af hverju fyllist fólk stundum „reiði“ þegar aukinn sannleikur berst frá Guði? (2. Nefí 28:28). Líður mér einhvern tíma þannig? Hvernig get ég breyst, ef svo er?

  • Hvað felst í því að taka á móti orði Guðs? Hvernig get ég sýnt honum að ég vilji taka á móti fleiri orðum hans?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

2. Nefí 26:23–28, 33

Jesús Kristur vill að allir komi til sín.

  • Til að kenna börnum ykkar um boð frelsarans í þessum versum, gætuð þið rætt við þau um þau skipti sem þau hafa boðið fólki á sérstakan viðburð, eins og í afmælisveislu. Þið gætuð síðan lesið saman 2. Nefí 26:23–28 og fundið út hvað Jesús er að bjóða okkur að gera. Börnin ykkar gætu viljað búa til kort sem býður einhverjum að koma til Jesú Krists. Hvetjið þau til að nota orðtak í þessum versum í boði sínu.

  • Málverkið aftast í þessum lexíudrögum sýnir fólk með ólíkan bakgrunn. Börn ykkar gætu ef til vill skoðað þá mynd er þið lesið 2. Nefí 26:33. Þið gætuð endurtekið orðtakið „Jesús býður öllum að koma til sín“ þegar börn ykkar benda á hvern einstakling á myndinni – og síðan á sig sjálf. Hvernig komum við til Jesú?

  • Söngur um að elska alla menn, svo sem „Ég geng með þér“ (Barnasöngbókin, 78), gæti hjálpað ykkur að kenna boðskapinn í 2. Nefí 26:33.

2. Nefí 28:2; 29:7–11; 30:3–6

Mormónsbók er blessun.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skynja að Mormónsbók hafi „mikið gildi“ (2. Nefí 28:2), gætuð þið pakkað inn eintaki sem gjöf væri og leyft þeim að giska á innihaldið. Þau gætu leitað vísbendinga í 2. Nefí 30:3–6. Segið börnum ykkar ástæður þess að Mormónsbók hafi mikið gildi fyrir ykkur og leyfið þeim líka að miðla eigin tilfinningum.

  • Íhugið að biðja börn ykkar að ímynda sér að vinur segði: „Ég þarf ekki að lesa Mormónsbók. Ég hef þegar lesið Biblíuna.“ Hvað gætum við sagt við þann vin? Lesið saman 2. Nefí 29:7–11 til að komast að ástæðu þess að Guð vill að við höfum báðar bækur.

2. Nefí 28:30–31

Himneskur faðir kennir mér smám saman.

  • Þið gætuð ef til vill hugsað um sýnikennslu sem hjálpar börnum ykkar að skilja merkingu þess að læra „setning á setning ofan.“ Dæmi: Þau gætu sett saman púsl eða smíðað eitthvað úr kubbum, einu stykki í einu. Þið gætuð líka þess í stað kennt þeim eitthvað skref fyrir skref, eins og að binda slaufu eða teikna mynd. Þið gætuð síðan lesið 2. Nefí 28:30 og rætt hvernig himneskur faðir kennir okkur ein sannindi í einu.

  • Önnur hugmynd gæti verið að velja orðtak í 2. Nefí 28:30 og skiptast á að skrifa það, orð fyrir orð. Hvernig er þetta líkt því hvernig Guð veitir okkur sannleika? Af hverju opinberar Guð okkur sannleikann „orð á orð ofan og setning á setning ofan“ í stað alls í einu? Hvernig getum við sýnt Guði að við viljum meðtaka meiri sannleika frá honum?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Jesús Kristur mitt í mannfjölda

Kristur meðal vor, eftir Judith Mehr