Kom, fylg mér 2024
25.–31. mars: „Hann [mun] rísa … með lækningarmátt í vængjum sínum.“ Páskar


„25.–31. mars: ‚Hann [mun] rísa … með lækningarmátt í vængjum sínum.‘ Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„25.–31. mars. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
upprisinn Kristur með postulum sínum

Kristur og postularnir, eftir Del Parson

25.–31. mars: „Hann [mun] rísa … með lækningarmátt í vængjum sínum“

Páskar

Hinir fornu postular voru hugdjarfir í vitnisburði sínum um Jesú Krist og upprisu hans (sjá Postulasagan 4:33). Milljónir trúa á Jesú Krist og reyna að fylgja honum, vegna orða þeirra sem skráð eru í Biblíunni. Sumir gætu þó velt fyrir sér: Af hverju voru sjónarvottar hans einungis takmarkaður hópur örfárra hræða á einu afmörkuðu svæði, þar sem Jesús er frelsari alls heimsins?

Mormónsbók er annað, sannfærandi vitni um að Jesús er frelsari heimsins, „er opinberar sig öllum þjóðum“ (titilsíða Mormónsbókar) og býður öllum hjálpræði sem til hans koma. Auk þess útskýrir þetta annað vitni greinilega merkingu sáluhjálpar. Það er ástæða þess að Nefí, Jakob, Mormón og allir spámennirnir unnu svo „ötullega að því að letra þessi orð á töflurnar“ – til að greina kynslóðum framtíðar frá því að þeir „[þekktu líka] til Krists og [lifðu] í von um dýrð hans“ (Jakob 4:3–4). Ígrundið þessa páska vitnisburðina í Mormónsbók um að kraftur friðþægingar Krists er bæði altækur og persónulegur – að hann endurleysir allan heiminn sem og ykkur sjálf.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég mun rísa upp vegna Jesú Krists.

Á páskum er hefðbundið að hugleiða upprisu Jesú Krists, en hvað felst í raun í því að vera upprisin? Hvaða skilning veitir Mormónsbók á upprisu? Þið gætuð ef til vill á þessum páskum skráð sannleika um upprisu er finna má í 2. Nefí 9:6–15, 22; Alma 11:42–45; 40:21–25; og 3. Nefí 26:4–5.

Þið gætuð líka skráð hvernig þessi sannleikur um upprisu hefur áhrif á verk ykkar og lífshætti. Dæmi: Íhugið hvernig þið mynduð ljúka þessum setningum: Ef ég vissi ekki þessa hluti … og Vegna þess að ég veit þessa hluti …

Sálmur eins og „Ég veit minn lifir lausnarinn“ (Sálmar, nr. 36) gæti hjálpað ykkur að íhuga hvers vegna upprisa frelsarans er ykkur mikilvæg. Þegar þið syngið, hlustið á eða lesið sálminn, gætuð þið spurt ykkur sjálf: „Hvernig er líf mitt öðruvísi vegna þess að Jesús Kristur var reistur upp?“

Í Gospel Library er safn af páskamyndböndum sem gætu verið mikilvægur hluti af námi ykkar. Þið gætuð ef til vill horft á eitt eða fleiri þessara myndbanda og hugleitt hvernig þau auka skilning ykkar á eða þakklæti fyrir upprisu frelsarans.

Sjá einnig Lúkas 24:36–43; Postulasagan 24:15; 1. Korintubréf 15:12–23; Reyna I. Aburto, „Gröfin sigrar ekki,“ aðalráðstefna, apríl 2021; Leiðarvísir að ritningunum, „Upprisa,“ Gospel Library; „Death, Grieving, and Loss“ í safninu „Life Help“ í Gospel Library.

Jesús Kristur tók á sig syndir mínar, sársauka og veikleika.

Biblían kennir skýrt að Jesús Kristur friðþægði fyrir syndir okkar. Mormónsbók veitir okkur aukinn og mikilvægan skilning á fórn og þjáningum Krists. Þið getið fundið sumar þessara kenninga í Mósía 3:7; 15:5–9; og Alma 7:11–13. Eftir lestur þessara ritningarversa, íhugið þá að skrá það sem þið uppgötvið í töflu eins og hér er:

Hverjar voru þjáningar frelsarans?

Af hverju þjáðist frelsarinn?

Hver er merking þess fyrir mig?

Hér er önnur leið til að læra þessa ritningarhluta: Gætið að sálmum sem ykkur finnst passa við boðskapinn. Atriðaskráin „Ritningarvers,“ aftast í sálmabókinni, getur hjálpað. Hvaða orðtök í sálmunum og ritningarversunum hjálpa ykkur að skilja betur fórn frelsarans?

Sjá einnig Jesaja 53; Hebreabréfið 4:14–16; Gérald Caussé, „Lifandi vitni um lifandi Krist,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Jesús Kristur getur hreinsað mig og gert mér kleift að fullkomnast.

Hægt væri að segja að Mormónsbók væri frásögn um fólk sem breyttist sökum friðþægingar Jesú Krists. Þið getið lesið sumar þessara upplifana í Mósía 5:1–2; 27:8–28; og Alma 15:3–12; 24:7–19. Þið gætuð líka íhugað önnur dæmi til að læra. Hvað sjáið þið sameiginlegt með þessum upplifunum? Hver er munurinn þar á milli? Hvað kenna þessar upplifanir ykkur um það hvernig frelsarinn getur breytt ykkur?

Sjá einnig Alma 5:6–14; 13:11–12; 19:1–16; 22:1–26; 36:16–21; Eter 12:27; Moróní 10:32–33.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Þar sem þessi sunnudagur er fimmti sunnudagur mánaðarins, eru Barnafélagskennarar hvattir til að nota námsverkefnin í „Viðauki B: Búa börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs.“

Vegna upprisu Jesú Krists, mun ég líka rísa upp.

  • Þið getið notað „kafla 53: Jesús krossfestur“ og „kafla 54: Jesús upprisinn“ (í Sögur úr Nýja testamentinu, 136–38, 139–44) til að segja börnum ykkar frá upprisu Jesú Krists. Eða þið getið beðið börn ykkar að segja ykkur söguna með því að nota myndirnar í þessum köflum.

  • Heimsókn hins upprisna frelsara til Ameríku er máttugt vitni um upprisu hans. Íhugið að segja börnum ykkar söguna með því að nota 3. Nefí 1117; sönginn „Hósanna páskar“ (Líahóna, apríl 2003); eða síðasta stefið í „Sögur Mormónsbókar“ (Barnasöngbókin, 62). Hvetjið börn ykkar til að ímynda sér hvernig það hefði verið að þreifa á sárum Jesú (sjá 3. Nefí 11:14–15) eða vera eitt barnanna sem hann blessaði (sjá 3. Nefí 17:21). Miðlið hvert öðru tilfinningum ykkar varðandi Jesú Krist og upprisu hans.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að uppgötva hvað Mormónsbók kennir um upprisu, gætuð þið boðið þeim að láta eins og þið vitið ekkert um hana og beðið þau um að útskýra hana fyrir ykkur. Hjálpið þeim að kanna 2. Nefí 9:10–15; Alma 11:41–45; og Alma 40:21–23 til að finna svör við spurningum sem þessum: Hvað þýðir það að vera reist upp? Hverjir verða reistir upp? Bjóðið þeim líka að gefa vitnisburð sinn um upprisu frelsarans, sem hluta af svarinu.

Jesús Kristur veit hvernig á að hughreysta mig.

  • Mósía 3:7 og Alma 7:11 lýsa nokkru af því sem frelsarinn gekk í gegnum sem hluta af friðþægingu sinni. Þið gætuð lesið eitt þessara versa fyrir börn ykkar og beðið þau að hlusta eftir orðum sem segja þeim hvernig Jesús þjáðist fyrir okkur. Þið gætuð síðan lesið Alma 7:12 til að komast að ástæðu þess að hann þjáðist þannig. Berið vitni um að Jesús Kristur hafi upplifað allan okkar sársauka og alla sjúkdóma, svo hann gæti huggað okkur.

  • Eiga börn ykkar sér eftirlætissálm eða söng um Jesú Krist og friðþægingu hans? Þið gætuð sungið hann saman – eða lært nýjan. Ræðið orð eða orðtök í textanum sem kenna ykkur um huggunina og friðinn sem frelsarinn býður okkur.

Ljósmynd
Kristur biðst fyrir í Getsemanegarðinum

Getsemane, eftir Michael T. Malm

Jesús Kristur getur hreinsað mig og hjálpað mér að breytast.

  • Í Mormónsbók eru fjölmörg dæmi um fólk sem breyttist vegna friðþægingar Jesú Krists. Börn ykkar gætu ef til vill valið sér eitt þeirra til að læra af, svo sem Enos (sjá Enos 1:2–8), Alma yngri (sjá Mósía 27:8–24) eða Antí-Nefí-Lehítana (sjá Alma 24:7–19). Hvernig breyttist þessi einstaklingur eða hópur vegna friðþægingar Jesú Krists? Hvernig getum við fylgt fordæmi þeirra?

  • Þið og börn ykkar gætuð líka borið saman eitthvað hreint og eitthvað óhreint og rætt hvernig hið óhreina er hreinsað. Lesið saman Alma 13:11–13. Hvað gerði Jesús svo við getum hreinsast frá syndum okkar? Hvernig fær þetta okkur til að líða gagnvart synd? Hvernig fær þetta okkur til að líða gagnvart frelsaranum?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Lifið verðug leiðsagnar andans. Andinn er hinn raunverulegi kennari. Þegar þið leitið leiðsagnar hans og lifið verðuglega, mun hann veita ykkur hugsanir og hughrif um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem þið kennið.

Ljósmynd
Kristur heilsar Nefítunum

Teikning af Kristi með Nefítunum, eftir Ben Sowards