2021
Sigrast á andstöðu
Júlí 2021


Kom, fylg mér

Sigrast á andstöðu

Kenning og sáttmálar 71–75

28. júní – 4. júlí

Ljósmynd
people gathered on a street corner with Church leader and missionaries

Teikning eftir Dan Burr

Opinberunin í Kenningu og sáttmálum 71 býður að Joseph Smith og Sidney Rigdon fari og prédiki í þeirri viðleitni að draga úr óvinsamlegum tilfinningum sem höfðu vaknað gagnvart kirkjunni vegna gagnrýni meðlima sem höfðu misst trúna. Yfir 100 árum síðar upplifði öldungur Spencer W. Kimball í Tólfpostulasveitinni álíka reynslu af prédikun til varnar kirkjunni.

Heimsókn öldungs Kimballs til Ekvador

Í heimsókn sinni til Otavalo í Ekvador árið 1965, sagði öldungur Kimball trúboðunum þar að kynna hinum innfæddu Otavalo-búum Mormónsbók. Trúboðarnir mættu hins vegar andstöðu þegar Otavalo-búar tóku að dreifa lygum um þá í nálægum þorpum og trúboðarnir áttu erfitt með að vinna bug á lygunum.

Tveimur árum síðar átti öldungur Kimball samfund með nokkrum meðlimum og trúboðum nálægt strætóstoppistöð. Þegar íbúar á staðnum fóru út úr vögnunum buðu trúboðar þeim að hlusta á lifandi postula Jesú Krists. Fljótlega komu þar saman um 20 manns. Þegar trúboðarnir hófu samfundinn var mannfjöldinn orðinn yfir 100 manns.

Öldungur Kimball tók síðan til máls. Hann sagði frá komu Jesú Krists til Ameríku. Hann benti til himins og ræddi um hljóða, kyrrláta rödd sem barst frá himni og tilkynnti um komu sonar Guðs, eins og finna má í Mormónsbók. Öldungur Kimball rifjaði upp: „Hvert auga fylgdi hreyfingu minni til himins, eins og frelsarinn væri í raun að koma í gegnum þunn skýin.“1

Eftir þetta héldu trúboðar áfram að reyna að kenna Otavalo-búum. Systurtrúboðar kenndu manni að nafni Rafael Tabango, sem var skírður 14. júlí 1968 – fyrsti innfæddi Otavalo-búinn sem varð Síðari daga heilagur. Eiginkona hans, Teresa, gekk einnig í kirkjuna. Tæpum 15 árum síðar var stika stofnuð í Otavalo og bróðir Tabango var kallaður fyrsti patríarkinn.

Ljósmynd
article on overcoming opposition

Heimildir

  1. Dagbók Spencers W. Kimball, 29. maí 1967, eins og vitnað er í „Preaching in Peguche,“ history.ChurchofJesusChrist.org/GlobalHistories.