2021
Komdu endilega aftur
Júlí 2021


Frá Síðari daga heilögum

Komdu endilega aftur

Þegar við höfðum eignast þrjú börn sagði Vanessa: „Við þurfum trúarbrögð í þessu húsi.“

Ljósmynd
a father helping his son with his shirt sleeve

Þegar ég var 12 ára kom elsti bróðir minn heim með fastatrúboða sem kynntu okkur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Fljótlega tók mamma að fara með bræður mína tvo, systur mína og mig í kirkjuna. Áður en langt um leið vorum við öll skírð.

Smátt og smátt hættum við þó að mæta. Mér líkaði alltaf við kirkjuna, en þegar ég var 17 ára beindu hlutir í lífi mínu mér inn á aðra braut. Ég reyndi að vera góð manneskja og mér hugnaðist aldrei að gera illt Ég villtist þó af leið og tók að lifa eftir leiðum heimsins. Án þess að ég vissi af eða mér varð það ljóst hafði heimurinn náð tökum á mér.

Svo kynntist ég Vanessu. Einn daginn eftir að við höfðum verið saman um hríð sagði hún: „Við þurfum trúarbrögð í þessu húsi.“ Við áttum þá þrjú börn.

Með heiminn eins og hann er, höfðum við áhyggjur af því hvaða andlegu leiðsögn við ættum að veita börnunum okkar. Ég hugsaði að ef ég snéri mér aftur að trúarbrögðum, myndi ég fara aftur í kirkjuna mína. Ég mundi að hún var staður með góðu fólki.

Ég talaði við meðlim kirkjunnar og sagði honum að ég væri að hugsa um að snúa aftur til kirkjunnar.

„Komdu endilega aftur!“ sagði hann.

Mitt mesta áhyggjuefni var að börnunum mínum myndi þykja kirkjan leiðinleg og að hún höfðaði ekki til þeirra, en hún gerði það. Þegar við héldum áfram að fara í kirkju, ákvað Vanessa að ekkert væri áhrifaríkara en kirkjan til að hjálpa fjölskyldum að vaxa saman. Hún var einmitt það sem hún var að leita að. Ég og Vanessa giftum okkur og hún og börnin okkar skírðust.

Við göngum nú veg fagnaðarerindisins sem fjölskylda. Markmið okkar er að innsiglast í musterinu.

Meðan á byggingu musterisins í Brasilíu í Rio de Janeiro stóð gekk ég framhjá því næstum daglega. Ég sagði við vini mína: „Einn daginn ætla ég að gifta mig í þessari byggingu.“

„Þú segir það sama á hverjum degi!“ sögðu þeir.

Ég sagði það á hverjum degi, vegna þess að ég vissi að musterið var við það að verða fullbyggt og vildi hafa hugfast að gera hið rétta, svo að fjölskyldan okkar gæti verið innsigluð. Þetta er þrá hjarta míns.

Ég veit að börnin mín munu byrja að læra meira um heiminn og fara í gegnum það sama og ég gerði. En þegar ég segi þeim frá reynslu minni, segi ég: „Komið ekki nálægt því sem ég gerði, því það er alls ekki þess virði.“

Ég hvet börnin mín til að læra fagnaðarerindi Jesú Krists og einbeita sér að því að vera trúboðar núna, svo þau geti blessað aðra. Þau skilja ekki allt, en þau eru að læra. Þetta er það sem ég óska þeim.