2021
Hvernig við getum tekist á við misnotkun
Júlí 2021


Hvernig við getum tekist á við misnotkun

Hér eru nokkrar ábendingar fyrir þolendur misnotkunar, kirkjuleiðtoga þeirra og fjölskyldur.

Ljósmynd
sad boy looking out window

Ljósmynd frá Getty Images

Frelsarinn talaði af miklum alvarleika um misnotkun: „En hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem á mig trúa, væri betra að vera sökkt í sjávardjúp með mylnustein hengdan um háls“ (Matteus 18:6; sjá einnig Markús 9:42; Lúkas 17:2).

Ofbeldi er misnotkun eða vanræksla annara (svo sem barna, maka, aldraðra eða fatlaðra) á þann hátt sem veldur líkamlegum, tilfinningalegum eða kynferðislegum skaða. Afstaða kirkjunnar er sú að ekki megi umbera misnotkun á nokkurn hátt.

Eftirfarandi hugmyndir geta hjálpað, hvort sem þið eruð þolendur misnotkunar, kirkjuleiðtogi eða foreldri.

Til þolandans

Sem þolandi 1 misnotkunar, þá berð þú ekki ábyrgð á þeirri misnotkun sem þú hefur orðið fyrir og þú þarft heldur ekki að hljóta fyrirgefningu fyrir atferli einhvers annars gegn þér. Þú gætir velt fyrir þér hvernig frelsarinn getur hjálpað við lækningu þína. Þú gætir haldið að friðþægingarfórn frelsarans sé aðeins fyrir þá sem syndga og þurfa að iðrast.

Hvernig hjálpar frelsarinn þér? Sökum friðþægingar hans, þá skilur hann þig. Frelsarinn býr að guðlegri samúð. Þótt við vitum kannski ekki nákvæmlega hvernig frelsarinn gat upplifað allan okkar sársauka, getum við trúað að hann skilji fullkomlega hvern karl, konu og barn (sjá 2. Nefí 9:21). Hann getur veitt frið og styrk til að komast frá þessu.2

Með friðþægingu sinni hjálpar frelsarinn þeim sem hafa verið særðir. Hann getur hjálpað „með því að lækna og bæta upp fyrir allar þjáningar sem við líðum saklaus.“3

Óháð því hvenær eða hvernig brotaaðili er dreginn til ábyrgðar, getur þú „verið viss um að hinn fullkomni dómari, Jesús Kristur, með fullkomna þekkingu á hverju smáatriði, mun gera alla þá sem iðka misnotkun ábyrga fyrir öllum sínum ranglátu verkum.“4 Vertu líka fullviss um að þeir „sem misnota maka eða afkvæmi … munu einhvern tíma gerðir ábyrgir frammi fyrir Guði.“5

Til kirkjuleiðtoga

Ljósmynd
priesthood leader talking to a young man

Öllum leiðtogum og kennurum sem þjóna ungmennum og börnum er skylt að fara í netþjálfunina „Protecting Children and Youth [Verndun barna og ungmenna].“6

Enginn leiðtogi kirkjunnar ætti nokkru sinni að leiða hjá sér tilkynningu um misnotkun eða ráða meðlim frá því að tilkynna um glæpsamlegt athæfi.7 Kirkjuleiðtogar og meðlimir ættu að uppfylla allar lagaskyldur um að tilkynna misnotkun til borgaralegra yfirvalda. Tilkynningarlög eru þó mismunandi eftir svæðum. Á sumum svæðum þurfa prestar að hafa samband við löggæslu en á öðrum svæðum er það óheimilt.

Mikilvægt er fyrir leiðtoga að skilja að fórnarlömb misnotkunar geta átt erfitt með að treysta öðrum – einkum þeim sem eru í valdastöðum. Aðstæður geta verið tilfinningalega krefjandi; erfiðleikar fórnarlambsins við að tala um misnotkun hafa kannski ekkert með ykkur persónulega að gera. Fundur með leiðtogum undir fjögur augu gæti fyllt þolendur misnotkunar ótta. Þolendur geta boðið traustverðugum fullorðnum einstaklingi að vera með sér þegar þeir hitta prestdæmisleiðtoga.8

Allir geta notið góðs af stuðningi og faglegri aðstoð, burt séð frá því hvenær einhver var beittur ofbeldi. Flestir þolendur læknast best þegar tilfinningar þeirra eru metnar, þeim finnst þeir öruggir og verndaðir, að einhver trúi þeim og skilji hvaða áhrif misnotkunin hefur haft á þá. Stuðningur getur hjálpað þeim að finna frið og rofið einmanaleika þegar reynt er að leita sér lækningar.9

Að standa gegn misnotkun óháð því hver á í hlut, ætti að vera meginreglan. Þegar þeir sem brjóta af sér eru í valdastöðum og þeir njóta trausts er misnotkun því alvarlegri og getur verið enn skaðlegri fyrir þolandann. Þeir sem njóta trausts og misnota aðra iðka alvarlegra athæfi, því þeir hafa brotið traust fórnarlambsins. Kirkjan hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem iðka misnotkun og það á sérlega við um þá sem gegna trúnaðar- og valdastöðum.

Til foreldra

Þó frásagnir af misnotkun einhvers í valdastöðu fái meiri athygli í fréttum, eru þolendur oftast misnotaðir af einhverjum sem þeir þekkja. Brotaaðili getur verið fjölskyldumeðlimur, skyldmenni eða nágranni. Brotaaðili getur verið á öllum aldri. Brotaaðili er sjaldan algjörlega ókunnugur.10

Það eru samt nokkrar vísbendingar um misnotkun sem við getum kennt börnum okkar til að hjálpa þeim að þekkja og forðast hana. Kennið börnum ykkar að ef einhver biður þau um að gera eitthvað sem þau vita að sé rangt, geti þau sagt nei. Hér eru nokkur dæmi um hvernig þeir sem brjóta á öðrum gætu þvingað, hótað eða tælt fórnarlömb sín:

  • Gerendur nota stöðu sína, vald, aldur, stærð eða þekkingu til að þvinga þolandann til að koma vilja sínum fram.

  • Þeir segjast ekki vilja vera vinur þolandans nema þolandinn geri það sem þeir segja.

  • Þeir taka eitthvað og munu ekki gefa það aftur nema þolandinn geri það sem þeir segja.

  • Þeir hóta að dreifa lygum um þolandann nema þolandinn láti undan.

  • Þeir bjóða gjafir, greiðvikni eða aðra umbun til að fá það sem þeir vilja.

  • Þeir segja þolendum sínum að enginn muni trúa þeim og þeir lendi í vandræðum ef þeir segja einhverjum frá misnotkuninni.

  • Þeir hóta að særa þolandann eða ástvini hans, ef þolandinn gerir ekki það sem þeir segja.11

Að takast á við misnotkun, er flókið mál. Það er ekkert einfalt svar, en við getum fundið mikla huggun í þessum orðum öldungs Davids A. Bednar í Tólfpostulasveitinni: „Það er enginn líkamlegur sársauki, engin andleg þjáning, engin sálarkvöl eða sorg, enginn vanmáttur eða veikleiki sem við höfum upplifað í jarðlífinu, sem frelsarinn hefur ekki upplifað á undan okkur. Á veikleikastundu getum við hrópað: ‚Enginn veit hvernig þetta er. Enginn fær skilið það.‘ Sonur Guðs fær samt algjörlega skilið og þekkt, því hann hefur upplifað og borið byrðar okkar. Vegna hinnar óendanlegu og eilífu fórnar hans (sjá Alma 34:14), hefur hann fullkomna samhyggð og megnar að rétta okkur miskunnararm sinn. Hann megnar að ná til okkar, snerta, lækna og styrkja okkur, svo úr okkur verði meira en við hefðum sjálf getað gert, og hjálpa okkur að gera það sem við hefðum aldrei getað gert með því að reiða okkur aðeins á okkur sjálf.“12

Ljósmynd
Savior in Gethsemane

Ó, faðir minn, eftir Simon Dewey

Megum við snúa okkur til Friðarhöfðingjans og finna hjá honum von og lækningu.

Heimildir

  1. Sumir einstaklingar vilja fremur nota hugtakið þolandi en fórnarlamb.

  2. Sjá „How Can the Savior Help Me as a Victim of Abuse?“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.

  3. D. Todd Christofferson, „Endurlausn,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

  4. Að lækna hörmulegar afleiðingar ofbeldis,“ Richard G. Scott, aðalráðstefna, apríl 2008.

  5. „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.is, Frá leiðtogum/Yfirlýsingar.

  6. Sjá „Protecting Children and Youth,“ ChurchofJesusChrist.org/callings/church-safety-and-health/training-and-video-resources/youth-protection.

  7. Sjá „Protecting Members and Reporting Abuse,“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.

  8. Sjá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 31.1.1, ChurchofJesusChrist.org.

  9. Sjá „Should I Get Professional Help?“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.

  10. Sjá „Recognizing Patterns of Abuse,“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.

  11. Sjá „Talking to Children about Abuse,“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.

  12. David A. Bednar, „Bera byrðar þeirra léttilega,“ aðalráðstefna, apríl 2014.

  13. Sjá „Talking to Children about Abuse,“ abuse.ChurchofJesusChrist.org.