2021
Himneskur faðir okkar vill að við séum hamingjusöm
Júlí 2021


Helstu trúarreglur

Himneskur faðir okkar vill að við séum hamingjusöm

Þegar við minnumst sæluáætlunar Guðs, getum við fundið frið, jafnvel þótt lífið sé erfitt.

Ljósmynd
family looking at tree

Öll listaverk, nema lengst til hægri, eru eftir J. Kirk Richards

Áður en við fæddumst á jörðu, dvöldum við öll hjá himneskum föður sem andabörn hans. Hann kynnti áætlun til að hjálpa börnum sínum að læra og vaxa. Fyrir tilverknað þessarar áætlunar getum við orðið líkari honum og verðug þess að njóta eilífs lífs. Þessi áætlun er möguleg af því að sonur Guðs, Jesús Kristur, kom til jarðar til að þjást fyrir syndir okkar í fórn sem kölluð er friðþægingarfórn.

Áætlun himnesks föður er nefnd áætlun:

Eins og þessi og fleiri ritningarvers sýna, þá vill himneskur faðir að við snúum aftur til hans og séum sannlega hamingjusöm (sjá HDP Móse 1:39).

Við komum til jarðar til að læra og vaxa

Ljósmynd
globe

Guð sendi okkur til jarðar, þar sem við gætum haft efnislíkama (sjá 1. Mósebók 1:26–27). Við þurfum líkama til að geta upplifað jarðlífið.

Guð vissi að við myndum ekki verða hamingjusöm hverja stund. Við myndum upplifa vonbrigði, sársauka og jafnvel dauða. Himneskur faðir hjálpar okkur þó að læra og vaxa í gegnum áskoranir lífsins.

Guð gaf okkur líka sjálfræði, eiginleikann til að velja á milli góðs og ills. Hann leyfir okkur að velja sjálf hvað við hugsum og gerum. Hann hefur gefið okkur ritningar og lifandi spámenn til að hjálpa okkur að læra að velja hið rétta (sjá Abraham 3:25).

Reyna að líkjast Jesú Kristi

Guð sendi okkur ekki til jarðar án þess að við hefðum fordæmi til að fylgja (sjá Jóhannes 13:15). Hann sendi son sin, Jesú Krist, til að vísa okkur leiðina. Til að læra að fylgja honum, getum við lesið ritningarnar til að þekkja hann og hvað hann gerði í jarðlífi sínu. Við getum líka gert okkar besta til að líkjast Kristi með því að hlýða Guði og elska aðra.

Þegar við gerum mistök, biðjumst við fyrirgefningar og notum kraft friðþægingar Jesú Krists til að hjálpa okkur að breytast. Við getum verið hamingjusöm þegar við reynum dag hvern að verða líkari honum.

Dauðinn er ekki endalok

Ljósmynd
Mary Magdalene and Jesus

Þegar við deyjum fer andi okkar í andaheiminn. Þar höldum við áfram að læra er við búum okkur undir upprisuna.

Í upprisunni munu líkami okkar og andi sameinast aftur. Líkami okkar verður fullkominn og við munum aldrei aftur upplifa dauða og sjúkdóma. (Sjá Alma 11:44–45.) Á sama hátt og Jesús Kristur dó og varð aftur lifandi, getum við lifað aftur.

Þegar Guð dæmir okkur, mun hann ígrunda verk okkar og þrár. Ef við höfum reynt að halda boðorðin og loforð okkar við himneskan föður, þá getum við lifað hjá honum aftur.

Lífið hjá Guði og fjölskyldum okkar á himnum

Í himneska ríkinu munum við lifa hjá Guði og Jesú Kristi. Við getum líka lifað þar ævarandi með fjölskyldum okkar ef við erum innsigluð þeim. Við munum finna frið, hamingju og hvíld (sjá Mósía 2:41).

Líf okkar á jörðunni getur stundum verið erfitt, en ef við fylgjum Jesú Kristi, getum við fundið gleði hér og eilífa hamingju í komandi lífi.

Hvað segja ritningarnar um sæluáætlunina?

Ljósmynd
woman reading scriptures

Hvernig við lifum lífi okkar er mikilvægt. Guð mun dæma og umbuna okkur samkvæmt hugsunum og verkum okkar. (Sjá Alma 41:3)

Satan er óvinur hamingju okkar. Hann freistar okkar til að misnota líf okkar á jörðunni og syndga. Hann vill að við verðum jafn vansæl honum. (Sjá 2. Nefí 2:27).

Þegar við höfum trú á áætlun Guðs fyrir okkur, getum við fundið frið, hverjar sem þrengingar okkar eru. Við getum vænst þess að lifa að eilífu hjá Guði. (Sjá Kenning og sáttmálar 59:23.)