2022
Hvernig hlýðið þið á hann?
Mars 2022


„Hvernig hlýðið þið á hann?“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Lokaorð

Hvernig hlýðið þið á hann?

Ljósmynd
púsluspil
Ljósmynd
fólk með púsluspil þar sem vantar púsl

Myndskreytingar eftir Oksana Grivina

Samfara þeirri hljóðlátri leiðbeiningu sem við hljótum af og til frá heilögum anda, staðfestir Guð okkur á sterkan og einkar persónulegan hátt að hann þekkir og elskar okkur. Síðan, á erfiðleikatímum, lætur frelsarinn okkur minnast þessarar reynslu.

Íhugið eigið líf. Þessar upplifanir geta átt sér stað á vendipunktum í lífi okkar eða þær virðast í fyrstu lítilvægir atburðir. Þessi andlegu augnablik verða til á mismunandi tímum á mismunandi hátt, einstaklingsmiðuð fyrir sérhvert okkar.

Joseph Smith útskýrði að hjá okkur geta „hugmyndir skyndilega vaknað“ og af og til hljótum við flæði hreinna vitsmuna.1

Dallin H. Oaks forseti veitti manni leiðsögn, sem fullyrti að hann hefði aldrei orðið fyrir slíkri reynslu: „Ef til vill hefur bænum þínum verið svarað aftur og aftur, en þú hefur einblínt á ákveðið tákn eða svo háværa rödd, að þú heldur að þú hafir ekki hlotið neitt svar.“2

Nýlega höfum við heyrt Russell M. Nelson forseta segja: „Ég býð ykkur að íhuga vandlega og oft þessa lykilspurningu: Hvernig hlýðið þið á hann? Ég býð ykkur einnig að gera ráðstafanir til að hlýða á hann betur og oftar.“3

Heimildir

  1. Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 132.

  2. Dallin H. Oaks, Life’s Lessons Learned: Personal Reflections (2011), 116.

  3. Russell M. Nelson, „,How Do You #HearHim?‘ A Special Invitation,“ 26. feb. 2020, blog.ChurchofJesusChrist.org.

Prenta