2022
Rödd Linaheis
Mars 2022


„Rödd Linaheis,“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Rödd Linaheis

Linahei notar rödd sína til góðs, allt frá tónlist til ættarsögu.

Ljósmynd
stúlka á ströndu

Ljósmyndir eftir Stephane Sayeb; Myndskreyting eftir Claire Lock

Linahei D. frá Tahítí veit hvernig nota á röddina til að blessa aðra – á fleiri en einn hátt. Hún er t.d. að læra að verða talmeinafræðingur. „Ég vil hjálpa börnum með stafsetningu eða hvernig þau tala,“ segir hún.

Það er þó aðeins byrjunin. Linahei fæddist í hæfileikaríka fjölskyldu tónlistarfólks og 14 ára gefast henni mörg tækifæri til að nota rödd sína í söng. „Ég og bróðir minn njótum þess að syngja saman. Hann syngur yfirleitt hærri nóturnar og ég þær lægri!“

Fjölskyldan okkar er líka heil hljómsveit. „Mamma spilar á píanó til að kenna okkur að syngja og pabbi spilar á gítar og úkúlele. Hvað er fjölskylduhljómsveit án einhvers ásláttarhljóðfæris. „Ég og pabbi njótum þess að spila to‘ere, sem er hefðbundin tromma í Pólýnesíu.“

Ljósmynd
stúlka spilar á úkúlele

Hún nýtur stuðnings heillrar hljómsveitar og fjölskylda hennar hjálpar henni við meira en tónlistina. „Foreldrar mínir hvetja mig alltaf áfram í náminu og faðir minn veitir mér prestdæmisblessun. Þegar erfiðir tímar koma veit hún að hún getur líka leitað til himnesks föður síns. „Ég veit hvað Drottinn elskar mig mikið og að hann er alltaf til staðar fyrir börnin sín.

Ljósmynd
fjölskyldusöngur og tónlistarspilun

Linahei notar ekki aðeins rödd sína til tónlistar og bæna, heldur talar hún líka um að hjálpa skyldmennum sínum hinum megin hulunnar.

Rödd kærleika fyrir skyldmenni handan hulunnar

„Mig dreymdi eina nótt að ég sæi hundruð manns, en enginn þeirra gat átt samskipti sín á milli,“ segir hún. „Ég hélt að ég þekkti þau, en ég var ekki viss.

Í fyrstu vissi Linahei ekki hvað hún átti að gera við drauminn. Hún fékk síðan spennandi hugdettu: „Fyrir lokun Kóvid-19 hafði ég framkvæmt yfir 100 skírnir fyrir áa mína – fólkið í draumnum mínum gæti táknað þessi skyldmenni!

Ljósmynd
ung kona með ljósmynd af áa

Spenntari fyrir ættarsögu en nokkru sinni áður, gerði Linahei allt sem hún gat til að senda nöfn þeirra í musterið til að þau gætu tekið á móti fleiri helgiathöfnum. Skömmu síðar voru Linahei og móðir hennar kallaðar sem leiðbeinendur í ættarsögu í deild þeirra.

„Við hjálpuðum konu í deildinni okkar að fá aðgang að FamilySearch. Þegar hún sá ættartréð sitt var hún afar glöð – það var í fyrsta sinn sem hún sá alla áa sína!

Ljósmynd
stúlka og móðir vinna við ættarsögu

„Ég var kvíðin fyrir því að fara til fólks í deildinni minni,“ viðurkennir Linahei. „Nú þegar ég er með mömmu, er ég öruggari með að kenna fólki um ættarsögu.

Hefjið upp rödd ykkar

Ljósmynd
stúlka

Nú hlakkar Linahei til að hjálpa fólki að læra um áa sína. „Ég elska að sjá hve fólk gleðst þegar það vinnur að ættarsögu sinni. Ég held að áar okkar séu ánægðir með að við sýnum þeim áhuga og að framkvæma helgiathafnir þeirra.

Í köllun sinni sem leiðbeinandi í ættarsögu, skipulagði Linahei nýlega viðburð fyrir stúlkur deildarinnar. Hún hjálpaði þeim ekki aðeins að finna nöfn skyldmenna til að fara með í musterið, heldur líka Barnafélagsbörnum að stofna aðgang, svo þau gætu tekið þátt.

„Við förum bráðlega í musterið,“ segir hún.

Ljósmynd
stúlka og móðir við musteri

Viljið þið vera jafn svöl og Linahei? Hafið ekki áhyggjur, það er örugglega hægt. „Ungt fólk getur flýtt fyrir erindi Guðs með því að nota tæknina,“ segir Linahei. „Allt sem hjálpar okkur að hugsa um áa okkar er dásamlegt. Ég veit að ættarsaga mun veita öllum meiri gleði í lífinu. Ættaraga hefur fært mig nær áum mínum og jafnframt Kristi.“

Með allri sinni vinnu í þágu áa sinna, þá er eitt víst: Ættmenni Linahei eru vissulega ekki bara saga!

Prenta