2022
Í Cagayan á Filippseyjum
Mars 2022


„Í Cagayan á Fillipseyjum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Þannig tilbiðjum við

Í Cagayan á Filippseyjum

Ljósmynd
viti á ströndu

Ljósmynd frá Getty Images

Magandang araw! Kamusta?
(Það þýðir „góðan daginn! Hvernig hefur þú það? á Tagalog.)

Ljósmynd
stúlka

Ég heiti Agravaine L.

Ljósmynd
fjölskylda

Ég er frá litlum bæ í Cagayan á Filippseyjum. Ég bý með langömmu og langafa mínum, ömmu, mömmu og tveimur systrum mínum. Já, fjölskylda mín er sannlega fjölmenn! Það er nokkuð almennt hér á Filippseyjum. Filippseyingar eru þekktir fyrir sterk fjölskyldubönd. Það finnst mér best við að búa hér. Hitabeltisveðráttan er svo bara bónus!

Ljósmynd
kort

Eftirlætis tómstundaiðja mín er að lesa tímarit og hlusta á hlaðvarpsþætti og tónlist. Mér finnst líka gaman að skrifa bréf til sjálfrar mín, eiginmanns míns og barna í framtíðinni!

Læra og miðla

Það sem mér finnst best við að vera meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er vitneskjan um að ég er í hinni sönnu kirkju Krists. Ég elska að sækja musterið heim, miðla fagnaðarerindinu og fara í trúarskólann með vinum mínum. Ég læri svo mikið af þessum upplifunum.

Ljósmynd
stúlka við musteri

Ég á stundum erfitt með að standast allt til enda. Ég geri samt mitt besta við að læra ritningarnar á hverju kvöldi. Kom, fylg mér auðveldar mér sjálfsnámið mikið! Ég nýt þess líka að lesa frásagnir annarra ungmenna í kirkjutímaritunum. Ég nota smáforritið Gospel Library, svo ég geti haft andlegan boðskap í vasanum, hvar sem ég er stödd.

Flestir skólavina minna eru kirkjumeðlimir. Ég taldi áður að þá gæfist mér ekki tækifæri til að miðla fagnaðarerindinu. Mér hefur þó lærst að ekki þarf að vera með fólki af annarri trú til að miðla fagnaðarerindinu. Ég nýt þess að gefa besta vini mínum í skóla vitnisburð minn og hún er líka meðlimur!

Hvíldardagurinn

Húsið okkar er langt frá kirkjubyggingunni, svo ég og systir mín verðum að skipuleggja með fyrirvara hvernig komast á tímanlega á samkomur (eða vonandi á undan áætlun)!

Við vöknum klukkan 4 að morgni og göngum að húsi frænku minnar, sem er á leiðinni að kirkjubyggingunni. Þar höfum við fataskipti og klæðumst kjólum. Síðan göngum við aftur í um 30 mínútur til kirkju (eða stundum 25 mínútur, ef við göngum verulega hratt). Við erum aldrei seinar, því við búum okkur undir sunnudagana með fyrirvara. Jæja, næstum aldrei. Vegirnir verða afar forugir þegar rignir. Eitt skiptið rigndi svo mikið að ég sat föst í forinni og fékk mig ekki hreyft!

Ljósmynd
fjölskylda í kirkju

Það var þó allt þess virði þegar við komum í kirkju. Ég finn frið og gleði í því að tala um fagnaðarerindið og útbreiða hinum góðu tíðindum um frelsara okkar. Ég nýt þess að miðla vitnisburði mínum á hverri föstu- og vitnisburðarsamkomu! Námsbekkur sunnudagaskólans er líka góður staður til að miðla hugsunum mínum um fagnaðarerindi Jesú Krists og líka læra af öðrum.