2022
Prestdæmiskraftur í faraldrinum
Mars 2022


„Prestdæmiskraftur í faraldrinum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Þemað og ég

Ungmenni miðla því hvernig þau lifa eftir þema Stúlknafélagsins og þema Aronsprestdæmissveita

Prestdæmiskraftur í faraldrinum

„Ég mun elska Guð … og nota prestdæmi hans til að þjóna öðrum og byrja á eigin heimili.“

Ljósmynd
brauð og vatn

Ljósmynd frá Getty Images

Þegar við byrjuðum á því að hafa kirkju heima, vegna Kóvid-19 faraldursins, hjálpaði ég til við að færa fjölskyldu minni sakramentið. Það var gott að geta gert það á eigin heimili og mér varð ljóst hversu þakklátur ég var fyrir sakramentið. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað tekist á við þennan tíma með því að hafa kirkju heima.

Einn nágranni okkar þurfti einhvern til að færa henni sakramentið. Það var enginn á heimili hennar sem gat undirbúið eða blessað sakramentið, því eiginmaður hennar hafði dáið fyrir nokkrum árum. Hún var líka varfærin varðandi gesti vegna faraldursins. Ég og pabbi erum hirðisþjónar hennar, svo við buðumst til að færa henni sakramentið með því að hafa grímur og gera aðrar varúðarráðstafanir til að gæta að öryggi hennar.

Hún var afar þakklát fyrir að við kæmum til hennar. Ég var svolítið sorgmæddur yfir að hún var einmana, því hún bjó ein í húsinu sínu í faraldrinum. Ég var þó líka glaður yfir að geta fært henni nokkuð svona mikilvægt til að gleðja hana. Það var gott að geta þjónað henni. Það gladdi mig að ég og pabbi gátum þjónað nágranna okkar.

Ég er þakklátur fyrir að hafa prestdæmið, því það er ekki bara sjálfum mér til góðs, heldur líka öðru fólki. Það hjálpar mér að verða betri manneskja og að vita hvernig ég get þjónað öðrum. Það lauk upp augum mínum að útdeila sakramentinu á heimili mínu og færa það nágranna mínum. Ég þarf að nýta þau tækifæri sem gefast við að útdeila sakramentinu og þjóna fólki sem getur ekki gert það sjálft. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað notað prestdæmið til að blessa aðra og fjölskyldu mína.

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.