Trúarskóli eldri og yngri deildar
Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu


„Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna á heimilinu og í kirkjunni (2022)

„Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu,“ Kenna að hætti frelsarans

Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu

Ástkæru bræður og systur,

hve dásamlegt tækifæri sem ykkur býðst til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists! Hvort sem þið hafið hlotið ákveðna köllun til að kenna eða ekki, þá eruð þið kennarar. Sem lærisveinar meistarakennarans Jesú Krists, hafið þið tækifæri til að miðla ljósi hans hvert sem þið farið – á heimilinu, í kirkju, er þið þjónið öðrum og meðal vina ykkar. Það er heilagt hlutverk að kenna fagnaðarerindið. Það er nauðsynlegur þáttur í verki Drottins og það virkar best ef það er gert að hans hætti.

Við bjóðum ykkur að læra meira um Jesú Krist og hvernig hann kenndi fagnaðarerindið. Nemið orð hans með bæn í huga, gjörðir hans og eiginleika og leggið ykkur fram um að fylgja honum enn betur. Kenna að hætti frelsarans getur verið ykkur leiðarvísir.

Æðsta forsætisráðið