Trúarskóli eldri og yngri deildar
Hjálpa nemendum að koma til Jesú Krists


„Hjálpa nemendum að koma til Jesú Krists,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna á heimilinu og í kirkjunni (2022)

„Hjálpa nemendum að koma til Jesú Krists,“ Kenna að hætti frelsarans

Ljósmynd
Jesús situr með börnum

Sem kennarar fagnaðarerindis Jesú Krists, hjálpum við öðrum að skilja og treysta á kenningar hans, kraft og kærleika.

Hjálpa nemendum að koma til Jesú Krists

Ekkert sem þið gerið sem kennarar mun blessa nemendurna meira en að hjálpa þeim að kynnast himneskum föður og Jesú Kristi og skynja elsku þeirra (sjá Jóhannes 17:3). Hugsið um reynslu sem hefur hjálpað ykkur að þekkja og elska himneskan föður og Jesú Krist. Hvað hafið þið gert til að læra um eiginleika þeirra, kraft og kærleika? Hvernig hefur elska ykkar gagnvart himneskum föður og Jesú Kristi fært ykkur gleði? Hugsið síðan um það hvað kærleikur þeirra og kraftur getur gert fyrir hvern þann einstakling sem þið kennið. (Sjá Alma 26:16; HDP Móse 5:11.)

Megin markið okkar í þessu lífi er að verða líkari himneskum föður og snúa aftur til hans. Við náum því markmiði með því að koma til Jesú Krists (sjá Jóhannes 14:6). Þess vegna kenndi spámaðurinn Nefí: „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi“ (2. Nefí 25:26).

Hvert barn Guðs þarfnast ljóssins og þess sannleika sem kemur frá frelsaranum og getur valið að bregðast við því. Að vera kennarar fagnaðarerindis Jesú Krists, þýðir að við hjálpum öðrum að skilja og treysta á kenningar hans, kraft og kærleika. Hugleiðið hvernig eftirfarandi hugmyndir geta hjálpað ykkur að innblása aðra að þekkja Jesú Kristi betur og fylgja honum.

Hjálpa nemendum að bera kennsl á elsku Drottins, kraft og miskunn í lífi þeirra

Það er gott að vita um elsku frelsarans, kraft og miskunn, en við þurfum einnig að upplifa það. Það að sjá hvernig hann blessaði og læknaði fólk í ritningunum hjálpar okkur að þróa með okkur meiri trú á að hann geti blessað okkur og læknað. Það er t.d. ekki nægilegt að læra um reynslu Daníels ef það blæs okkur ekki í brjóst að treysta Drottni þegar við stöndum frammi fyrir okkar óeiginlegu ljónagryfju.

Þegar þið hjálpið nemendunum að bera kennsl á „milda miskunn“ (1. Nefí 1:20) Drottins, bæði í ritningunum og í þeirra eigin reynslu, munu þeir upplifa og kannast við að Drottinn er með þeim og mun styðja þá (sjá Kenning og sáttmálar 68:6). Þeir munu sjá og skynja raunveruleika kærleika Drottins og miskunn í persónulegum þörfum þeirra og aðstæðum.

Ljósmynd
Jesús flytur fjallræðuna

Kennarar geta hjálpað nemendum að upplifa kærleika, kraft og miskunn frelsarans.

Hjálpa nemendum að styrkja samband þeirra við himneskan föður og Jesú Krist

Tilgangur þess að kenna og læra um Jesú Krist, er að hjálpa hverjum einstaklingi að koma nær honum og himneskum föður okkar. Hjálpið fólkinu sem þið kennið að missa aldrei sjónar á þeim tilgangi. Hvetjið það til að styrkja samband sitt við himneskan föður og Jesú Krist með því að læra í ritningunum, iðrast sífellt, tala við föðurinn í bæn og bera vitni um föðurinn og soninn. Kennið nemendum í orði og verki hvernig það að gera og halda sáttmála bindur okkur við þá. Hjálpið þeim að vita hve dýrmæt og ástkær við eru þeim. Styrkið trú þeirra á að Jesú Kristur sé eina leiðin til baka til föður okkar, fyrir kraft hinnar fullkomnu friðþægingar hans. Veitið nemendum tækifæri til að meðtaka vitnisburð frá heilögum anda, „sem ber vitni um föðurinn og soninn“ (HDP Móse 5:9).

Hjálpa nemendum að stefna ákveðið að því að verða líkari Jesú Kristi

Lærdómur um Jesú Krist hvetur okkur að lokum til að verða líkari honum. Að verða eins og hann gerist einungis ef við sýnum trú í verki, bæði innan og utan kennslustundar, með því að taka meðvitað ákvarðanir um að fylgja fordæmi hans og meðtaka af náð hans. Bjóðið nemendum að leita liðsinnis heilags anda til að bera kennsl á leiðir til að verða líkari frelsaranum. Bjóðið leiðsögn og stuðning er nemendur gera það að lífstíðarverkefnið að keppa að því að verða eins og hann er.

Jakob kenndi að „allt, sem Guð hefur gefið manninum frá upphafi veraldar“ getur kennt okkur um Jesú Krist (2. Nefí 11:4). Kennsla ykkar getur verið einn þessara hluta. Hafið Jesú Krist ávallt sem kjarna allrar kennslu og lærdómsreynslu. Þegar þið og nemendurnir „[talið] um Krist, … [fagnið] í Kristi, … [prédikið] um Krist“ (2. Nefí 25:26), getur heilagur andi gróðursett vitni um frelsarann djúpt í hjarta og huga hverrar persónu. Þegar þið hjálpið nemendunum að þekkja himneskan föður og Jesú Krist persónulega, verða þeir líklegri til að snúa sér til þeirra í leit að hjálp, von og lækningu allt sitt líf.