„Fyrir leiðtoga – Stefnumörkun og stuðningur við kennara,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna heima eða í kirkju (2022)
„Stefnumörkun og stuðningur við kennara,“ Kenna að hætti frelsarans
Fyrir leiðtoga – Stefnumörkun og stuðningur við kennara
Ábyrgð ykkar sem leiðtoga er að „koma saman með nýkölluðum kennurum“ í samtökum ykkar og „hjálpa þeim að búa sig undir köllun sína“ (Almenn handbók, 17.3, Gospel Library). Þessir fundir eru tækifæri til að kynna nýja kennara fyrir helgri köllun sinni og innblása þá með sýn á það hvað það þýðir að kenna að hætti frelsarans. Sem leiðtogar, getið þið hjálpað nýjum kennurum að þjóna með því að gera eftirfarandi:
-
Tjá trú ykkar á að frelsarinn muni hjálpa þeim í köllun þeirra (sjá Kenning og sáttmálar 88:78).
-
Gefa nýjum kennurum eintak af þessari handbók og hvetja þá til að leita leiða til að beita reglum hennar í kennslu sinni.
-
Miðla nýjum kennurum hverju því sem gæti verið gagnlegt fyrir þá að vita um samtökin sín.
-
Segja kennurum hvaða stofu þeir muni kenna í og hvaða lexíu þeir byrji á, eins og þörf krefur. Veita allar þær upplýsingar sem þeir þurfa um námsbekk sinn og meðlimi bekkjarins.
-
Útskýra fyrir nýjum kennurum að þið getið hjálpað þeim með köllun þeirra. Bjóða stuðning i kennslustundinni og aðgang að kennslugögnum, ef þörf krefur.
-
Bjóðast til að fylgjast með kennslu öðru hverju og veita endurgjöf eins og andinn hvetur til.
-
Bjóða kennurum að taka þátt í kennararáðsfundum ársfjórðungslega.
Haldið reglubundnum samskiptum áfram við kennara meðan á þjónustu þeirra stendur, til að veita áframhaldandi stuðning. Dæmi: Þið gætuð átt stuttar viðræður við kennara fyrir eða eftir kennslustund, til að ræða reglur í Kenna að hætti frelsarans. Spyrjið kennarann að því hvað honum finnst hann gera vel og hvernig hann vill bæta sig. Hvetjið hann með góðvild og þakklæti fyrir þjónustu hans.
Þið gætuð undirbúið þessar viðræður með því að vera viðstödd kennslu kennarans. Leitist við að skilja styrkleika kennarans og ígrundið hvernig þið getið veitt stuðning. Að byggja á styrkleika kennarans, er jafn mikilvægt og að bera kennsl á tækifæri til úrbóta.