Kenna að hætti frelsarans
Kennararáðsfundir – Fyrir foreldra og kallaða kennara


„Kennararáðsfundir – Fyrir foreldra og kallaða kennara,“ Kenna að hætti frelsarans: Fyrir alla sem kenna heima og í kirkju (2022)

„Kennararáðsfundir,“ Kenna að hætti frelsarans

Sunnudagaskólabekkur

Kennararáðsfundir – Fyrir foreldra og kallaða kennara

Hver deild ætti að halda kennararáðsfundi ársfjórðungslega, bæði fyrir foreldra og kallaða kennara í deildinni. Á þessum fundum geta foreldrar og aðrir kennarar átt samráð um reglur kristilegrar kennslu (sjá Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 13.4, 13.5, 17.4, 17.5, Gospel Library).

Báðir þessir kennararáðsfundir eru haldnir einu sinni ársfjórðungslega í 50 mínútna kennslustund á sunnudögum.

Kennararáðsfundur fyrir foreldra

Hverjir leiða þessa fundi? Vanalega leiðir einhver úr forsætisráði sunnudagaskólans kennararáðsfundi. Biskupsráð getur þó öðru hverju falið öðrum deildarmeðlimum að leiða fundi.

Deildarráðið, með aðstoð frá forsætisráði sunnudagaskólans, hefur yfirumsjón með kennararáðsfundum. Það á samráð um þarfir foreldra og fjölskyldna og vinnur saman við að ákveða hvaða reglur úr Kenna að hætti frelsarans henti best þeim þörfum.

Hverjir ættu að mæta? Kennararáðið ákveður hvort bjóða eigi ákveðnum foreldrum eða að hafa mætingu opna fyrir alla þá sem vilja taka þátt.

Hvenær ætti að halda þessa fundi? Kennararáðsfundir fyrir foreldra má hafa hvaða sunnudag sem er, eins og deildarráð ákveður.

Kennararáðsfundir fyrir kallaða kennara

Hverjir leiða þessa fundi? Vanalega leiðir einhver úr forsætisráði sunnudagaskólans kennararáðsfundi fyrir kallaða kennara. Biskupsráð getur þó öðru hverju falið öðrum deildarmeðlimum að leiða fundi.

Deildarráðið, með aðstoð frá forsætisráði sunnudagaskólans, hefur yfirumsjón með kennararáðsfundum. Það á samráð um þarfir kennara og nemenda og vinnur saman við að ákveða hvaða reglur úr Kenna að hætti frelsarans henti best þeim þörfum.

Hverjir ættu að mæta? Allir sem kenna sveit eða bekk í deild ættu að mæta á kennararáðsfundi. Meðlimum forsætisráða sveita og samtaka er einnig boðið.

Hvenær ætti að halda þessa fundi? Kennarar mæta á samráðsfundi kennara á sunnudögum þegar þeir eru ekki að kenna sinn venjulega bekk.

  • Kennarar prestdæmis, Líknarfélags og Stúlknafélags geta komið á fund, hvort heldur á fyrsta eða þriðja sunnudegi, eins og staðarleiðtogar ákveða.

  • Kennarar sunnudagaskólans geta komið saman á fund, hvort heldur á öðrum eða fjórða sunnudegi, eins og staðarleiðtogar ákveða.

  • Kennarar Barnafélagsins geta komið saman á hvaða sunnudegi sem er, eins og forsætisráð Barnafélags og sunnudagaskóla ákveða. Ef þess er óskað, þá geta Barnafélagskennarar hist aðskilið öðrum kennurum er þeir ræða um sérstakar kennsluþarfir barna. Þetta má vera á 20 mínútna söngstundinni á undan eða eftir venjulegum sunnudagssamkomum eða á öðrum degi vikunnar. Halda má fleiri en einn kennararáðsfund ársfjórðungslega fyrir kennara Barnafélags svo það þeir missi ekki allir af kennslustundum Barnafélagsins í sömu viku. (Athugið: Forsætisráð Barnafélags skipuleggur afleysingarkennslu að þörf, sameinar bekki eða gerir aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að leyfa Barnafélagskennurum að mæta á kennararáðsfundi.)

Fyrirkomulag fundanna

Kennararáðsfundir – Bæði fyrir foreldra og kallaða kennara – eru með þessu fyrirkomulagi:

  1. Miðlið og eigið samráð (um 20 mínútur). Bjóðið foreldrum eða kennurum að miðla því sem virkar vel þegar þau kenna fagnaðarerindið heima eða í bekknum sínum. Þau gætu líka miðlað áskorunum sem þau takast á við eða hlutum sem þau myndu vilja bæta.

  2. Lærið saman (um 15 mínútur). Ræðið við foreldra eða kennara um eina af reglunum í Kenna að hætti frelsarans. Kom, fylg mér gæti líka verið notað sem úrræði fyrir slíkar umræður.

  3. Skipuleggið og bjóðið (um 10 mínútur). Bjóðið foreldrum eða kennurum að miðla því sem þau lærðu á fundinum og hvernig þau hyggjast hagnýta sér það.

6:15