Nýja testamentið 2023
11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14: „Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins“


„11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14: „Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús stendur mitt í stjörnuþyrpingu

Samsett list eftir Eric Johnson: Stórþingið, eftir Robert T. Barrett; stjörnuþyrping með leyfi Geimferðastofnunar Evrópu

11.–17. desember

Opinberunarbókin 6–14

„Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins“

Boyd K. Packer forseti leiðbeindi: „Ef málfar ritninganna virðist framandi til að byrja með, haldið þá áfram að lesa. Þið munuð brátt greina fegurðina og kraftinn sem finna má á þessum síðum“ („Lykillinn að andlegri vernd,“ aðalráðstefna, október 2013).

Skráið hughrif ykkar

Sjáið fyrir ykkur konu sem er „þunguð og [hljóðar] í jóðsótt með hörðum hríðum.“ Sjáið síðan fyrir ykkur að „mikill dreki rauður er [með] sjö höfuð og tíu horn“ á sveimi yfir konunni, í þann mund að „gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt“ (Opinberunarbókin 12:2–4). Til að skilja þessi vers opinberunar Jóhannesar, hafið þá hugfast að þessar myndlíkingar tákna kirkjuna og ríki Guðs og hætturnar sem tekist er á við. Hvað hina heilögu varðar, sem upplifðu miklar ofsóknir á tíma Jóhannesar, þá virtist sigur yfir hinu illa ekki líklegur. Það getur líka verið erfitt á tíma eins og okkar að sjá fyrir að sigur vinnist, þegar óvinurinn háir „stríð við hina heilögu“ og er gefið „vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð“ (Opinberunarbókin 13:7). Í lok hinar dýrðlegu opinberunar Jóhannesar, kemur þó fram að hið góða mun sigra hið illa. Babýlon mun falla. Hinir heilögu munu koma úr „þrengingunni miklu“ með hvítþvegnar skikkjur – ekki af því að skikkjur þeirra hafi aldrei verið flekklausar, heldur af því að þeir „hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins“ (Opinberunarbókin 7:14).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Opinberunarbókin 6–11

Jóhannes sá marga atburði í sögu jarðar, einkum þá sem eiga sér stað á síðari dögum.

Í þessum kapítulum munið þið lesa um bók með sjö innsiglum. Ef þið veltið fyrir ykkur merkingu þess, þá eruð þið ekki ein um það. Spámaðurinn Joseph Smith gerði það líka. Drottinn opinberaði Joseph að bók þessi og innsigli hennar, táknuðu söguframvindu „stundlegrar tilveru“ jarðarinnar, þar sem hvert innsigli stæði fyrir þúsund ár (sjá Kenning og sáttmálar 77:6–7). Ykkur gæti þótt fróðlegt að vita að greint er frá atburðum fyrstu fjögurra innsiglanna í sýn Jóhannesar í einungis átta versum (Opinberunarbókin 6:1–8). Í næstu þremur versum er greint frá fimmta innsiglinu (vers 9–11). Atburðir síðustu tveggja innsiglananna taka mestan hluta þess sem eftir er af Opinberunarbókinni. Með öðrum orðum, þá fjallar sýn Jóhannesar aðallega um síðustu dagana – okkar tíma. Er þið lesið, íhugið þá af hverju dýrmætt er að vita það sem Jóhannes ritaði um hina síðustu daga.

Þegar þið lesið um atburðina sem Jóhannes spáði fyrir um, íhugið þá eftirfarandi ábendingar og spurningar:

Opinberunarbókin 12–13

Stríðið á himnum geisar áfram á jörðu.

Við vitum ekki margt um stríðið á himnum, en það er þó lifandi en stutt lýsing á því í Opinberunarbókinni 12:7–11. Þegar þið lesið þessi vers, ímyndið ykkur þá að þið takið þátt í þessum átökum fortilverunnar. Hvað lærið þið um það hvernig Satan er sigraður? (sjá vers 11).

Stríðið sem hófst á himnum geisar enn á jörðu, er Satan reynir að „heyja stríð við … þá er … hafa vitnisburð Jesú“ (Opinberunarbókin 12:17). Hvað lærið þið af Opinberunarbókinni 13 um aðferðir hans í þessu stríði á okkar tíma? Hvernig njótið þið hjálpar „blóð lambsins“ og „orðs vitnisburðar [ykkar]“ (Opinberunarbókin 12:11) í þessu stríði?

Sjá einnig 1. Nefí 14:12–14; Moróní 7:12–13; HDP Móse 4:1–4; Kenning og sáttmálar 29:36–37; Leiðarvísir að ritningunum, „Stríð á himni,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Opinberunarbókin 14:6–7

Ég sá annan engil … [sem] hélt á eilífum fagnaðarboðskap.“

Einn hluti uppfyllingar spádómsins í þessum versum átti sér stað þegar Moróní vitjaði Josephs Smith og leiddi hann að heimildunum sem hann þýddi og gaf út sem Mormónsbók. Sú bók hefur að geyma hinn „eilífa fagnaðarboðskap“ sem við berum ábyrgð á að boða „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“ (Opinberunarbókin 14:6).

Til að læra um fleiri engla sem hafa tekið þátt í endurreisn hins ævarandi fagnaðarerindis, sjá þá Kenningu og sáttmála 13; 27:5–13; 110:11–16; 128:20–21.

Sjá einnig „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp/Grunngögn).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Opinberunarbókin 7:9, 13–15.Hvað geta þessi vers kennt ykkur um ástæðu þess að við klæðumst hvítu við skírn og helgiathafnir musterisins?

Opinberunarbókin 7:14–17.Íhugið að bjóða fjölskyldumeðlimum að segja frá tilfinningum sínum um loforð Drottins í þessum versum. Hvernig geta loforð hans hjálpað okkur þegar við erum í „miklum þrengingum“? (sjá vers 14).

Opinberunarbókin 12:7–11; 14:6.Einhverjir fjölskyldumeðlimir gætu haft gaman að því að teikna myndir af sýnunum sem sagt er frá í Opinberunarbókinni. Það gæti t.d. vakið umræður um stríðið á himnum (sjá vers 7–11) að teikna myndir af því sem greint er frá í Opinberunarbókinni 12. Myndir um efnið í Opinberunarbókinni 14:6 gætu vakið umræður um endurreisn fagnaðarerindisins.

Eftir að hafa lesið saman Opinberunarbókina 14:6, íhugið þá að sýna myndir af englinum Moróní og öðrum englum sem áttu þátt í endurreisn fagnaðarerindisins á okkar tíma (sjá myndir aftast í þessum lexíudrögum). Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir skipst á við að halda myndunum á lofti og segja frá ástæðum þess að þeir eru þakklátir fyrir að englar komu með „[eilífan] fagnaðarboðskap til að boða [okkur].“

Opinberunarbókin 12:11.Hver gæti verið merking orðtaksins „orð vitnisburðar“? Hvernig hjálpa vitnisburðir um Jesú Krist okkur og öðrum að sigra Satan?

Opinberunarbókin 13:11–14.Hvaða hugsanir hafið þið og fjölskylda ykkar um dýrið sem leiðir afvega? Hvernig getum við þekkt og forðast blekkingarnar sem við sjáum í heimi nútímans?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hetja vil ég vera,“ Barnasöngbókin, 85.

Bæta persónulegt nám

Sökkvið ykkur niður í ritningarnar. Russell M. Nelson forseti kenndi: „Dagleg ígrundun orðs Guðs, er nauðsynleg til andlegrar afkomu, einkum á þessum tíma aukins umróts“ („Hlýð þú á hann,“ aðalráðstefna, apríl 2020). Hver finnst ykkur vera merking orðanna „dagleg ígrundun orðs Guðs“?

Ljósmynd
Kristur knýr dyra

Efst frá hægri til vinstri: Moróní afhentir gulltöflurnar, eftir Gary L. Kapp; Ykkur, samþjónum mínum veiti ég, eftir Lindu Curley Christensen og Michael T. Malm (Jóhannes skírari veitir Joseph Smith Aronsprestdæmið); Lyklar ríkisins, eftir Lindu Curley Christensen og Michael T. Malm (Pétur, Jakob og Jóhannes veita Joseph Smith Melkísedeksprestdæmið); Sýn í Kirtland musterinu, eftir Gary E. Smith (Móse, Elías og Elía birtast Joseph Smith og Sidney Rigdon).