Nýja testamentið 2023
25.–31. desember. Opinberunarbókin 15–22: „Sá er sigrar mun erfa [alla hluti]“


„25.–31. desember. Opinberunarbókin 15–22: ‚Sá er sigrar mun erfa [alla hluti],“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„25.–31. desember. Opinberunarbókin 15–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús Kristur heilsar fólki við síðari komu sína

Hin eilífa borg, eftir Keith Larson

25.–31. desember

Opinberunarbókin 15–22

„Sá er sigrar mun erfa [alla hluti]“

Stundum göngum við út frá því að við þörfnumst ekki lærdóms og það er okkar stærsta hindrun við að læra – við teljum okkur vita nú þegar. Verið opin við lestur ritninganna, fyrir nýjum skilningi sem Drottinn vill veita ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Eins og þið gætuð vitað, þá hefst Opinberunarbókin á yfirlýsingu frelsarans um að hann sé „Alfa og Ómega“ (Opinberunarbókin 1:8). Viðeigandi er að henni ljúki með svipuðum orðum: „Ég er … upphafið og endirinn (Opinberunarbókin 22:13). Hvað þýðir þetta? Upphaf og endir hvers? Opinberunarbókin er áhrifamikill vitnisburður um að Jesús sé upphaf og endir alls – hins mikla og víðfema sjónleiks mannlegrar tilveru og sáluhjálpar. Hann er „[lambið sem slátrað var frá grundvöllun veraldar]“ (Opinberunarbókin 13:8). Hann er einnig konungur konunganna, sem bindur enda á ranglætið, sorgina og jafnvel sjálfan dauðann og innleiðir „nýjan himin og nýja jörð“ (Opinberunarbókin 21:1).

Áður en þessi nýi himinn og nýja jörð verða innleidd, þurfum við þó að sigrast á mörgu: Plágum, stríðum, hömlulausu ranglæti – sem öllu er glögglega lýst í Opinberunarbókinni. Jesús Kristur er þó líka með okkur í þessum hluta. Hann er „stjarnan skínandi, morgunstjarnan“ sem skín á myrku himinhvolfi, sem fyrirheit um skjóta dagrenningu (Opinberunarbókin 22:16). Hún kemur vissulega skjótt. Hann er að koma. Hann býður okkur: „Komið til mín“ (Matteus 11:28) og kemur líka til okkar. „Ég kem skjótt,“ eru orð hans. Við, sem höfum verið fáguð í eldi síðari daga mótlætis, munum svara á móti: „Amen. Kom þú, Drottinn Jesús!“ (Opinberunarbókin 22:20).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Opinberunarbókin 16–18; 21–22

Drottinn býður mér að flýja Babýlon og erfa „borgina helgu.“

Eftir að hafa séð eyðileggingu og ógnir hinna síðustu daga, sá Jóhannes framtíðardag, sem verður lýsandi fyrir þessi orð Drottins: „Sjá, ég geri alla hluti nýja“ (Opinberunarbókin 21:5). Ein leið til að skilja hvað í þessu felst, er að bera saman lýsingu Jóhannesar á Babýlon, tákns veraldarhyggju og ranglætis (sjá Opinberunarbókin 16–18) og lýsingu hinnar nýju Jerúsalem, tákns himneskrar dýrðar í návist Guðs (sjá Opinberunarbókin 21–22). Taflan hér að neðan gæti verið gagnleg:

Babýlon

Nýja Jerúsalem

Babýlon

Opinberunarbókin 16:3–6

Nýja Jerúsalem

Opinberunarbókin 21:6; 22:1–2, 17

Babýlon

Opinberunarbókin16:10; 18:23

Nýja Jerúsalem

Opinberunarbókin 21:23–24; 22:5

Babýlon

Opinberunarbókin 17:1–5

Nýja Jerúsalem

Opinberunarbókin 21:2

Babýlon

Opinberunarbókin 18:11, 15

Nýja Jerúsalem

Opinberunarbókin 21:4

Babýlon

Opinberunarbókin 18:12–14

Nýja Jerúsalem

Opinberunarbókin 21:18–21; 22:1–2

Hvað annað ólíkt er að finna?

Þið gætuð velt fyrir ykkur merkingunni „forðið yður úr borginni“ Babýlon (Opinberunarbókin 18:4). Hvað finnið þið í Opinberunarbókinni 21–22 sem hvetur ykkur til að gera það?

Ljósmynd
Jesús með fólk í ljósi sér á hægri hönd og fólk í myrkri sér á vinstri hönd

Lokadómur, eftir John Scott

Opinberunarbókin 20:12–15; 21:1–4

Öll börn Guðs munu dæmd samkvæmt bók lífsins.

Ímyndið ykkur að höfundur byðist til að skrifa bók um líf ykkar. Hvaða atburði og upplifanir mynduð þið vilja hafa þar með? Hvernig mynduð þið haga lífi ykkar öðruvísi, ef þið vissuð að verk ykkar í framtíð yrðu líka skráð? Íhugið það við lestur Opinberunarbókarinnar 20:12–15. Hvað vonið þið að verði skrifað um ykkur í bók lífsins? Hvernig mynduð þið lýsa hlutverki frelsarans í ykkar bók lífsins? Af hverju, að ykkar áliti, er mikilvægt að hún sé kölluð „lífsins bók, bók lambsins“? (Opinberunarbókin 21:27).

Ef sú hugsun að standa frammi fyrir Guði til dóms er óþægileg, íhugið þá að lesa Opinberunarbókina 21:1–4. Öldungur Dieter F. Uchtdorf vísaði í þessi vers og sagði:

„Dagur dómsins mun verða dagur miskunnar og kærleika – er brostin hjörtu verða grædd, er sorgartár breytast í þakklætistár og allt mun fært til rétts vegar. Já, það verður djúp sorg yfir synd. Já, við munum fyllast eftirsjá og jafnvel angist yfir mistökum okkar, heimsku og þrákelkni, sem leiddu til þess að við glötuðum tækifærum til enn glæstari framtíðar.

Ég er hins vegar viss um að við munum ekki aðeins verða ánægð með dóm Guðs, heldur bergnuminn og gagntekinn af hinni óendanlegu náð, miskunn, örlæti og elsku í garð okkar, barna hans“ („Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!,“ aðalráðstefna, október 2016).

Hvernig hafa þessi sannindi áhrif á viðhorf ykkar til lokadómsins? Á hvaða hátt hvetja þessi sannindi ykkur til að breyta lífi ykkar?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Lífsins bók.“

Opinberunarbókin 22:18–19

Merkja þessi vers að það geta engar aðrar ritningar verið nema Biblían?

Sumir hafa vitnað í Opinberunarbókina 22:18–19 sem ástæðu til að hafna Mormónsbók og öðrum síðari daga ritningum. Þið getið fundið svör við þessu efni í boðskap öldungs Jeffreys R. Holland „Verk mín eru óendanleg, og … orð mín … taka aldrei enda“ (aðalráðstefna, apríl 2008).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Opinberunarbókin 15:2–4.Þegar fjölskylda ykkar ræðir þessi vers, sem vísa til „sigursöngva Ísraels“ og „söngs lambsins,“ gætuð þið lesið sigursöngva Ísraels í 2. Mósebók 15:1–19 og líka aðra söngva í ritningunum, t.d. í Kenningu og sáttmálum 84:98–102. Af hverju gæti þeim sem sem hafa „unnið sigur á dýrinu“ (Opinberunarbókin 15:2) langað að syngja slíka söngva? Ef til vill gæti fjölskylda ykkar sungið lofgjörðarsálm eða barnasöng.

Opinberunarbókin 19:7–9.Ef til vill gætuð þið skoðað brúðkaupsmyndir í ættarsögu ykkar eða rætt þegar fjölskylda ykkar fór í brúðkaupsveislu. Af hverju er hjónaband góð samlíking fyrir sáttmála Drottins við kirkju sína? (Sjá einnig Matteus 22:1–14.)

Opinberunarbókin 20:2–3.Hvernig hjálpar 1. Nefí 22:26 okkur að skilja hvað það gæti þýtt fyrir Satan að vera „bundinn“?

Opinberunarbókin 22:1–4.Hvað gæti þýtt að hafa nafn frelsarans „á ennum [okkar]“? (Opinberunarbókin 22:4; sjá einnig 2. Mósebók 28:36–38; Mósía 5:7–9; Alma 5:14; Moróní 4:3; Kenning og sáttmálar 109:22; David A. Bednar, „Heiðarlega halda nafni og stöðu,” aðalráðstefna, apríl 2009).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Þegar hann kemur aftur,“ Barnasöngbókin, 46.

Bæta kennslu okkar

Fylgið eftir boðum um að láta verkin tala. „Þegar þið fylgið eftir boðum um að bregðast við, sýnið þið [fjölskyldumeðlimum] elsku og látið ykkur skipta hvernig fagnaðarerindið blessar líf þeirra. Þið veitið þeim líka tækifæri til að segja frá reynslu sinni“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]35).

Ljósmynd
Jesús Kristur ríður á hesti niður frá himni við síðari komu sína

Kristur í rauðum kyrtli, sitjandi á hvítum hesti.