Nýja testamentið 2023
27. nóvember–3. desember. 1–3 Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið: „Guð er kærleikur“


„27. nóvember–3. desember. 1–3 Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið: ‚Guð er kærleikur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„27. nóvember–3. desember. 1–3 Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús Kristur brosir og situr með brosandi börnum

Fullkomin elska, eftir Del Parson

27. nóvember–3. desember

1–3 Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið

„Guð er kærleikur“

Þegar þið lesið Jóhannesarbréfin og Júdasarbréfið, leitið þá innblásturs um hvernig þið getið sýnt Guði elsku ykkar. Skráið þessi hughrif og breytið samkvæmt þeim.

Skráið hughrif ykkar

Þegar Jóhannes og Júdas rituðu bréfin sín, höfðu margir hinna heilögu þegar orðið fráhverfir sökum falskenninga. Sumir falskennarar drógu jafnvel í efa hvort Jesús Kristur hefði í raun birst „sem maður“ (sjá t.d. 1. Jóhannesarbréf 4:1–3; 2. Jóhannesarbréf 1:7). Hvað myndi kirkjuleiðtogi geta í slíkum aðstæðum? Jóhannes postuli brást við með því að gefa vitnisburð sinn um frelsarann: „Þetta er vitnisburðurinn sem við gefum um það sem var frá upphafi, það sem við höfum heyrt, það sem við höfum séð með augunum, það sem við horfðum á og hendurnar þreifuðu á, það er orð lífsins“ 1. Jóhannesarbréf 1:1 [í 1. Jóhannesarbréfi 1:1, neðanmálstilvísun a]). Jóhannes kenndi síðan um elsku – elsku Guðs til okkar og elskuna sem við ættum að hafa til hans og barna hans. Jóhannes var jú vitni um hana líka. Hann hafði persónulega upplifað elsku frelsarans (sjá Jóhannes 13:23; 20:2) og hann vildi að hinir heilögu upplifðu hana líka. Það er jafn mikil þörf fyrir vitnisburð og kenningar Jóhannesar í dag, þegar trú á Jesú Krist er dregin í efa og margar falskenningar eru á lofti. Lestur bréfa Jóhannesar getur hjálpað okkur að takast á við mótlæti af hugrekki, því „ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann“ (1. Jóhannesarbréf 4:18).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Jóhannesarbréf; 2. Jóhannesarbréf

Guð er ljós og Guð er kærleikur.

Hvaða orð mynduð þið velja, ef þið ættuð að velja eitt eða tvö orð til að lýsa Guði? Í bréfum sínum notar Jóhannes oft orðin „ljós“ og „elska“ (sjá t.d. 1. Jóhannesarbréf 1:5; 2:8–11; 3:16, 23–24; 4:7–21). Þegar þið lesið fyrstu tvö bréf Jóhannesar, íhugið þá upplifanir Jóhannesar af ljósi og elsku frelsarans. Íhugið t.d. hvað Jóhannes lærði af kenningum Jesú í Jóhannes 3:16–17; 12:35–36, 46; 15:9–14; 19:25–27. Sjáið þið eitthvað líkt með þessum kenningum og því sem 1. Jóhannesarbréf kennir um ljós og elsku Guðs? Hvaða upplifanir hafa kennt ykkur að Guð er ljós og elska?

1. Jóhannesarbréf 2–4; 2. Jóhannesarbréf

„Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur.“

Þið munið endurtekið finna orðtök eins og „við erum í honum og hann í okkur.“ Gætið að álíka orðtökum við lestur 1. Jóhannesarbréfs 2–4 og 2. Jóhannesarbréfs. Hver finnst ykkur vera merking þess að „eiga Guð“ og vera „í kenningu Krists“? (sjá 2. Jóhannesarbréf 1:9). Hver finnst ykkur vera merking þess að Guð er í okkur?

1. Jóhannesarbréf 2:243:3

Ég get orðið eins og Jesús Kristur.

Hefur ykkur einhvern tíma fundist markmiðið um að verða eins Kristur of langsótt? Íhugið hina hughreystandi leiðsögn Jóhannesar: „Börnin mín, lifið í samfélagi við hann til þess að við getum, þegar hann birtist, átt djörfung, … [og] þá verðum við honum lík“ (1. Jóhannesarbréf 2:28; 3:2). Hvað finnið þið í 1. Jóhannesarbréfi 2:243:3 sem veitir ykkur djörfung og huggun sem lærisveina Jesú Krists? Þegar þið lærið bréf Jóhannesar, gætið þá að fleiri reglum eða leiðsögn sem getur hjálpað ykkur í þeirri viðleitni að líkast meira Kristi.

Sjá einnig Moróní 7:48; Kenning og sáttmálar 88:67–68; Scott D. Whiting, „Verða eins og hann er,“ aðalráðstefna, október 2020.

1. Jóhannesarbréf 4:12

Hefur „enginn [maður] nokkurn tíma séð Guð?

Þýðing Josephs Smith á 1. Jóhannesarbréfi 4:12 útskýrir að „enginn maður hefur nokkurn tíma séð Guð, nema þeir sem trúa“ (í 1. Jóhannesarbréfi 4:12, neðanmálstilvísun a; sjá einnig Jóhannes 6:46; 3. Jóhannesarbréf 1:11). Í ritningunum er sagt frá nokkrum tilvikum þar sem Guð faðirinn hefur birst trúföstum einstaklingum, þar á meðal Jóhannesi (sjá Opinberunarbókin 4; sjá einnig Postulasagan 7:55–56; 1. Nefí 1:8; Kenning og sáttmálar 76:23; Joseph Smith – Saga 1:16–17).

1. Jóhannesarbréf 5

Þegar ég iðka trú á Jesú Krist og fæðist aftur, get ég sigrað heiminn.

Þegar þið lesið 1. Jóhannesarbréf 5, gætið þá að því sem gera þarf til að sigra heiminn og öðlast eilíft líf. Hvernig finnst ykkur að líf ykkar myndi líta út ef þið sigruðuð heiminn? Þið gætuð líka fundið svör og skilning í boðskap öldungs Neils L. Andersen „Sigrast á heiminum“ (aðalráðstefna, apríl 2017).

Júdasarbréfið 1

„Byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar.“

Hvað kennir Júdasarbréfið 1:10–19 um þá sem berjast á móti Guði og verki hans? Hvað lærið þið af versum 20–25 um hvernig þið viðhaldið sterkri trú á Jesú Krist?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Jóhannesarbréf 2:8–11.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að hugleiða kenningar Jóhannesar, komið þá saman í myrku herbergi, svo fjölskyldumeðlimir geti upplifað muninn á því að vera „í myrkrinu“ og „í ljósinu.“ Hvernig veldur óvild því að við göngum í myrkri og hrösum? Hvernig færir það ljós í líf okkar að elska hvert annað?

1. Jóhannesarbréf 3:21–22.Hvað í þessum versum eykur „djörfung“ okkar í Guði og getu okkar til að hljóta svör við bænum okkar?

Ljósmynd
fjölskylda krýpur saman í bæn

Að halda boðorð Guðs, hjálpar okkur að sigrast á heiminum.

1. Jóhannesarbréf 5:2–3.Eru einhvern boðorð sem okkur finnst „þung“ eða erfitt að halda? Hvernig breytir elska okkar til Guðs viðhorfi okkar til boðorða hans?

3. Jóhannesarbréf 1:4.Hvað merkir að „hlýða sannleikanum“? Þið gætuð gripið þetta tækifæri til að segja fjölskyldumeðlimum hvernig þið hafið fylgst með þeim hlýða sannleikanum og rætt gleði þess. Fjölskyldumeðlimir gætu notið þess að skrifa um eða teikna sannleika sem þau hafa lært á pappírsfótspor og notað þau til að búa til stíg sem fjölskylda ykkar getur gengið saman.

Júdasarbréfið 1:3–4.Eru einhverjar andlegar hættur sem hafa „laumast inn“ í líf okkar og fjölskyldu? (Júdasarbréfið 1:4). Hvernig getum við farið að áminningu Júdasar um að „berjast fyrir … trú“ og sporna gegn þessum hættum? (Júdasarbréfið 1:3). Hvað getum við gert til að tryggja að „friður og kærleiki margfaldist“ í fjölskyldu okkar? (Júdasarbréfið 1:2).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hvar ást er,“ Barnasöngbókin, 76.

Bæta persónulegt nám

Finnið elsku Guðs. M. Russell Ballard forseti kenndi: „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi elsku – elsku til Guðs og elsku til hver annars“ („God’s Love for His Children,“ Ensign, maí 1988, 59). Þegar þið lesið ritningarnar, gætið þá að vísbendingum um elsku Guðs.

Ljósmynd
Kristur á gangi á vatnsströnd

Verið með mér, eftir Greg K. Olsen