Kenning og sáttmálar 2021
11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“


„11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Moróní birtist Joseph Smith

Hann nefndi mig með nafni, eftir Michael Malm

11.–17. janúar

Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65

„Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“

Heilagur andi getur kennt ykkur í hvert sinn sem þið lesið ritningarnar – jafnvel við lestur ritningarversa sem þið hafið oft lesið áður. Verið því opin fyrir nýjum skilningi og innblæstri.

Skráið hughrif ykkar

Þrjú ár voru liðin frá því að Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, birtust Joseph Smith í lundinum og Joseph hafði enga opinberun hlotið frá þeim tíma. Hann tók að efast um stöðu sína frammi fyrir Drottni. Hann, líkt og við öll, hafði gert mistök og fannst þau sakfella sig. Guð hafði þó enn verk fyrir hann að vinna. Það verk sem Joseph var kallaður til að vinna tengist því sem Guð væntir af okkur. Joseph átti að leiða fram Mormónsbók. Hvað hefur okkur verið boðið að gera við hana? Joseph átti að taka á móti prestdæmislyklum til að snúa hjörtum barnanna til feðra sinna. Hvernig erum við að snúa hjörtum okkar til feðra okkar? Joseph var greint frá spádómum sem innan skamms myndu uppfyllast. Hvert er hlutverk okkar við uppfyllingu þeirra spádóma? Þegar við tökum þátt í verki Guðs, getum við vænst andstöðu og jafnvel ofsóknum, eins og spámaðurinn varð fyrir. Við getum líka haft trú á að Drottinn muni gera okkur að verkfæri í höndum sínum, eins og hann gerði með Joseph.

Sjá einnig Heilagir, 1:20–48.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Joseph Smith – Saga 1:27–33

Guð ætlar mér verk að vinna.

Þegar þið lesið Joseph Smith – Saga 1:27–33, hugleiðið þá að Guð ætlar ykkur verk að vinna, eins og hann ætlaðist til af Joseph Smith. Ígrundið þetta boð frá Russell M. Nelson forseta: „Spyrjið föður ykkar á himnum, í nafni Jesú Krists, hvað honum finnist um ykkur og hlutverk ykkar hér á jörðu. Ef þið spyrjið af hjartans einlægni, mun andinn með tíð og tíma hvísla þeim lífsbreytandi sannleika að ykkur. … Ég lofa ykkur, að þegar þið takið að skilja örlítið hvaða augum himneskur faðir lítur ykkur og hvers hann væntir af ykkur, þá verður líf ykkar aldrei samt aftur!“ („Becoming True Millennials“ [heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk, 10. jan. 2016], broadcasts.ChurchofJesusChrist.org).

Ykkur gæti stundum liðið líkt og Joseph í versum 28–29. Hvað getið þið lært af fordæmi Josephs um hvernig bregðast skuli við þegar breytni okkar samræmist ekki því verki sem Guð hefur kallað okkur til?

Joseph Smith – Saga 1:34–65

Mormónsbók geymir „fyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis.“

Þegar þið lesið Joseph Smith – Saga 1:34–65, hugleiðið þá hvaða efni í þessum versum gæti höfðað til ykkar, ef þið hefðuð aldrei áður heyrt getið um Mormónsbók. Af hverju er þessi frásögn mikilvæg vitnisburði ykkar um Mormónsbók?

Ígrundið hvernig Mormónsbók uppfyllir spádómana í Jesaja 29:4, 11–18.

Joseph Smith – Saga 1:36–41

Endurreisn fagnaðarerindisins uppfyllti forna spádóma.

Moróní vitnaði fyrir Joseph í nokkra spádóma í Nýja og Gamla testamentinu, svo sem í Jesaja 11; Postulasögunni 3:22–23; og Jóel 2:28–32. Af hverju gæti hafa verið mikilvægt fyrir Joseph að þekkja þessa spádóma? Af hverju er ykkur mikilvægt að þekkja þá?

Kenning og sáttmálar 2

Hvað endurreisti Elía?

Henry B. Eyring forseti sagði: „Mikilvægt er að vita hvers vegna Drottinn lofaði að senda Elía. Elía var mikill spámaður og Guð hafði veitt honum mikinn kraft. Hann hafði hlotið þann mesta kraft sem Guð veitir börnum sínum: Innsiglunarkraftinn, til að binda á jörðu og á himni.“ („Samtengd hjörtu,“ aðalráðstefna apríl 2005).

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 110:13–16; David A. Bednar, „Lát reisa þetta hús nafni mínu,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Ljósmynd
Palmyra-musterið, New York, að hausti

Palmyra-musterið, New York. Fjölskyldur eru innsiglaðar í musterinu með kraftinum sem endurreistur var fyrir milligöngu Elía.

Kenning og sáttmálar 2

Elía kom til að snúa hjarta mínu til áa minna.

Hvað lærið þið af orðum eins og „gróðursetja,“ „hjörtu“ og „snúa“ í þessum kafla um hlutverk Elía og blessanir prestdæmislyklanna sem hann endurreisti? Hvernig hafið þið fundið hjarta ykkar snúast að áum ykkar? Hugleiðið á hvaða hátt þið gætuð oftar upplifað slíkar tilfinningar. Þið gætuð kannski beðið ættmenni um að segja ykkur sögu um einn áa ykkar – og enn betra væri ef þið skráðuð hana. Þið gætuð kannski borið kennsl á látinn ættingja sem hefur ekki tekið á móti helgiathöfnum fagnaðarerindisins og síðan unnið það verk í musterinu.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Joseph Smith – Saga 1:28–29.Hvernig leið Joseph Smith yfir mistökum sínum? Hvernig brást hann við þessum tilfinningum? Hvað lærum við af honum um hvernig bregðast skuli við þegar við gerum mistök?

Joseph Smith – Saga 1:33–54.Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlim að lesa upphátt hluta af eða allan boðskap Morónís í Joseph Smith – Saga 1:33–42 fjórum sinnum (því Moróní endurtók boðskap sinn fjórum sinnum). Biðjið hina í fjölskyldunni að rifja upp boðskapinn eftir hvern lestur, án þess að líta í ritningarnar. Af hverju teljið þið að Drottinn endurtaki mikilvægan boðskap nokkrum sinnum? Á hvaða annan hátt kennir Drottinn okkur með endurtekningu?

Kenning og sáttmálar 2:2.Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að skilja orðin „fyrirheitin sem feðrunum voru gefin“ með því að lesa saman Abraham 2:9–11 eða horfa á myndbandið „Special Witnesses of Christ – President Russell M. Nelson [Sérstakt vitni Guðs – Russell M. Nelson forseti]“ (ChurchofJesusChrist.org). Auðkennið loforðin sem Guð gaf í tengslum við sáttmála hans við Abraham. Hvernig „gróðursetjum“ við þessi loforð í hjörtu okkar?

Kenning og sáttmálar 2:2–3.Þið gætuð beðið fjölskyldu ykkar um að kynna sér áa, til að hjálpa þeim að snúa hjörtum sínum að forfeðrum sínum (eða áum), og síðan að miðla hinum því sem þau lærðu. Af hverju vill Drottinn að við lærum um ættmenni okkar og framkvæmum helgiathafnir fyrir þau í musterinu? Hvernig erum við blessuð þegar við vinnum ættarsögu og tökum þátt í musterisverki? (sjá Dale G. Renlund, „Ættarsaga og musterisverk: Innsiglun og lækning,“ aðalráðstefna apríl 2018).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ættarskráin mín,“ Barnasöngbókin, 100.

Bæta persónulegt nám

Notið hjálpartæki ritningarnáms. Hjálpartæki eins og neðanmálstilvísanir, Topical Guide, Bible Dictionary, Leiðarvísi að ritningunum og ChurchofJesusChrist.org geta hjálpað ykkur að skilja betur fólk, viðburði og orðtök í ritningunum.

Ljósmynd
Moróní afhendir Joseph Smith gulltöflurnar

Joseph fær töflurnar í hendur, eftir Gary E. Smith