2010–2019
Ættarsaga og musterisverk: Innsiglun og lækning
Apríl 2018


Ættarsaga og musterisverk: Innsiglun og lækning

Þegar við setjum saman ættarsögu okkar og förum til musterisins fyrir hönd forfeðra okkar þá uppfyllir Guð blessanir beggja vegna hulunnar á sama tíma.

Fjölskyldusambönd geta verið ein sú mest gefandi reynsla sem við tökumst á við og jafnframt stærsta áskorunin. Mörg okkar höfum staðið frammi fyrir einhverskonar brestum innan fjölskyldna okkar. Slíkir brestir þróuðust á milli tveggja hetja endurreisnar kirkju Jesú Krists á þessum síðari dögum. Parley og Orson Pratt voru bræður, komu snemma inn í kirkjuna og voru vígðir postular. Hvor um sig tókst á við trúarreynslu en komst í gegnum það með óbilandi vitnisburð. Báðir fórnuðu miklu og lögðu mikið fram fyrir málstað sannleikans.

Ljósmynd
Parley Pratt

Á meðan á Nauvoo-tímabilinu stóð þá varð samband þeirra stirt og náði hámarki í háværum og opinberum ágreiningi árið 1846. Djúpt og langvarandi missætti þróaðist. Parley skrifaði Orson upphaflega til að leysa þessa sundrung, en Orson svaraði honum ekki. Parley gafst upp, fannst að samskiptum þeirra væri lokið að eilífu, nema að Orson myndi taka af skarið.1

Ljósmynd
Orson Pratt

Þó nokkrum árum seinna, í mars 1853, frétti Orson af verkefni þar sem gefa átti út bók afkomenda William Pratt, fyrsta forföður bræðarana í Ameríku. Orson fór að gráta „eins og lítið barn“ er hann gerði sér grein fyrir þessum ættarsögufjársjóði. Hjarta hans mildaðist og hann ákvað að laga gjánna á milli þeirra bræðra.

Orson skrifaði Parley: „Kæri bróðir, það er enginn á meðal allra afkomenda forföður okkar, William Pratt liðsforingja, sem hefur eins djúpstæðan áhuga á því að leita forfeðra sinna eins og við.“ Orson var einn þeirra fyrstu til að skilja að Síðari daga heilögum ber skylda til að rannsaka og safna saman ættarsögum svo að hægt væri að framkvæma staðgengilsathafnir fyrir áa okkar. Bréf hans hélt áfram: „Við vitum að Guð feðra okkar hefur átt hönd í þessu öllu. … Ég bið þig fyrirgefningar á því að hafa verið svona seinn til að skrifa þér. … Ég vona að þú munir fyrir gefa mér.“2 Þrátt fyrir óhagganlegan vitnisburð þeirra þá var það kærleikur þeirra til forfeðra sinna sem var hvatinn að því að græða ágreininginn, lækna sárin og leitast eftir og bjóða fram fyrirgefningu.3

Þegar Guð leiðir okkur til að gera eitt þá hefur hann oft margþættan tilgang í huga. Ættarsaga og musterisverk er ekki einungis fyrir hina látnu heldur blessar líf hinna lifandi einnig. Hvað varðar Orson og Parley þá snéri það hjörtum þeirra saman. Ættarsaga og musterisverk var uppspretta kraftar til að lækna það sem þurfti að græða.

Sem þegnar kirkjunnar þá ber okkur guðleg skylda til að leita áa okkar og setja saman ættarsögu okkar. Þetta er talsvert meira en hvetjandi áhugamál, því þessar helgiathafnir sáluhjálpar eru nauðsynlegar öllum börnum Guðs.4 Við þurfum að bera kennsl á forfeður okkar sem létust án þess að hafa meðtekið helgiathafnir sáluhjálpar. Við getum framkvæmt staðgengilsathafnirnar í musterum og áar okkar gætu valið að meðtaka helgiathafnirnar.5 Við erum einnig hvött til að aðstoða deildar og stikumeðlimi með nöfn áa þeirra. Það er einstaklega undravert að í gegnum ættarsögu og musterisverk getum við hjálpað til við að endurleysa hina dánu.

Er við tökum þátt í ættarsögu og musterisverki í dag þá gerum við einnig kröfu á „læknandi“ blessanir sem spámenn og postular hafa lofað.6 Þessar blessanir eru einnig einstaklega undraverðar vegna umfangs þeirra og afleiðinga í jarðlífi. Á þessum langa lista má meðal annars finna þessar blessanir:

  • Aukinn skilningur á frelsaranum og friðþægingarfórn hans.

  • Aukin áhrif heilags anda7 til að finna styrk og leiðsögn í okkar eigin lífi.

  • Aukin trú svo að viðsnúningurinn til frelsarans verði djúpur og varanlegur.

  • Aukin geta og hvatning til að læra og iðrast8, vegna skilnings á því hver við erum, hvaðan við komum og skýrari sýn á það hvert við erum að fara.

  • Aukin fágun, helgun og mildandi áhrif á hjörtu okkar.

  • Aukin gleði með vaxandi getu til að skynja elsku Drottins.

  • Auknar fjölskyldublessanir, sama hverjar núverandi, fyrrverandi eða framtíðar aðstæður fjölskyldu okkar eru eða hve ófullkomið ættartréð okkar kann að vera.

  • Aukinn kærleikur og þakklæti til áa okkar og lifandi ættingja, svo að við skynjum okkur ekki lengur ein.

  • Aukinn kraftur til að greina það sem þarfnast lækningar og á þann hátt að þjóna öðrum með hjálp Drottins.

  • Aukin vernd frá freistingum og stigmagnandi áhrifum andstæðingsins.

  • Aukin aðstoð við að græða mædd, brostin eða kvíðin hjörtu og að gera hið særða heilt.9

Ef þið hafið beðið fyrir einhverjum þessara blessana, takið þá þátt í ættarsögu og musterisverki. Er þið gerið það mun bænum ykkar verða svarað. Þegar helgiathafnir eru framkvæmdar fyrir hönd hinna látnu þá læknast börn Guðs á jörðu. Það er ekkert skrítið að Russel M. Nelson forseti hafi lýst því yfir í sínum fyrstu skilaboðum sem forseti kirkjunnar: „Tilbeiðsla ykkar í musterunum og þjónusta ykkar þar fyrir áa ykkar, mun blessa ykkur með auknum persónulegum opinberunum og friði og mun styrkja ykkur í ásetningi ykkar um að halda ykkur á sáttmálsleiðinni.“10

Forn spámaður sá þessar blessanir einnig fyrir, bæði fyrir hina lifandi og látna.11 Himneskur sendiboði sýndi Esekíel musteri í sýn, þar sem vatn streymdi út úr því. Esekíel var sagt:

Þetta vatn rennur út … og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið … , verður vatnið í því heilnæmt.

Og allar lifandi skepnur, allt sem hrærist, fær nýtt fjör alls staðar þar sem fljótið kemur, … verður vatnið í því heilnæmt, og allt lifnar við, þar sem fljótið kemur.”12

Tvö einkenni vatnsins eru athyglisverð. Í fyrsta lagi, þó að hinn litli lækur hafi ekki haft neinar aðrennslisár þá óx hann upp í stórt fljót og varð breiðari og dýpri því lengra sem hann flæddi. Eitthvað álíka gerist með þær blessanir sem flæða frá musterinu er einstaklingar eru innsiglaðir sem fjölskyldur. Mikilvægur vöxtur verður, fram og aftur í gegnum ættliðina, er innsigunarathafnir skeyta fjölskyldum saman.

Í öðru lagi þá lifnaði allt við sem fljótið snerti. Á sama hátt hafa blessanir musterisins undraverða hæfni til að græða. Musterisblessanir geta læknað hjörtu, líf og fjölskyldur.

Ljósmynd
Todd, sonur Betty

Ég skal útskýra þetta betur. Árið 1999 féll ungur maður, Todd að nafni, niður með sprungna æð í heilanum. Þó að fjölskylda Todds og hann væru þegnar kirkjunnar þá höfðu þau verið lítið virk og enginn þeirra hafði upplifað blessanir musterisins. Á síðasta degi lífs hans sat móðir Todds, Betty, við hlið hans og strauk hendi hans og sagði: „Todd, ef þú þarft nauðsynlega að fara þá lofa ég því að ég skal sjá til þess að musterisverk þín verði gerð.“ Næsta morgun var Todd lýstur heiladauður. Skurðlæknar fluttu hjarta Todds yfir í sjúkling minn, einstakan mann að nafni Rod.

Nokkrum mánuðum eftir ígræðsluna þá komst Rod að því hver fjölskylda líffæragjafa hans væri og hóf samskipti við þau. Um tveim árum seinna bauð Betty, móðir Todds, Rod að vera viðstaddur er hún fór í musterið í fyrsta sinn. Rod og Betty hittust í fyrsta sinn í himneska herberginu í musterinu í St. George, Utah.

Skömmu síðar dó faðir Todds, eiginmaður Betty. Nokkrum árum seinna bauð Betty Rod að vera staðgengill hins látna sonar hennar í að meðtaka musterisathafnir hans. Rod gerði það og staðgengilsverkið náði hámarki í innsiglunarherberginu í musterinu í St. George, Utah. Betty var innsigluð látnum eiginmanni sínum og kraup við altarið á móti barnabarni sínu sem þjónaði sem staðgengill hans. Er tárin streymdu niður vanga hennar, veifaði hún Rod til að sameinast þeim við altarið. Rod kraup við hlið þeirra og þjónaði sem staðgengill sonar hennar, Todds, með hjarta hans enn að slá í brjósti sér. Todd, líffæragjafi Rods, var því næst innsiglaður foreldrum sínum um tíma og alla eilífð. Móðir Todds hafði haldi loforðið sem hún gaf syni sínum á dánarbeði hans þessum árum áður.

Ljósmynd
Rod og Kim á brúðkaupsdeginum sínum

Sagan endar ekki þar. Fimmtán árum eftir að hann fékk hjartaígræðsluna, trúlofaðist Rod og bað mig að framkvæma innsiglunarathöfnina í Provo musterinu í Utah. Á brúðkaupsdaginn hitti ég Rod og yndislega brúði hans, Kim, í herbergi beint á móti innsiglunarherberginu þar sem fjölskyldan og nánustu vinirnir biðu. Eftir stuttan fund með Rod og Kim þá spurði ég hvort þau hefðu einhverjar spurningar.

Rod svaraði því játandi. „Fjölskylda líffæragjafa míns er hér og langar að hitta þig.“

Þetta kom mér á óvart og ég spurði: „Ertu að segja að þau séu hér? Akkúrat núna?“

Rod svaraði: „Já.“

Ég gekk fyrir hornið og kallaði fjölskylduna út úr innsiglunarherberginu. Betty, dóttir hennar og tengdasonur komu til okkar. Rod heilsaði Betty með faðmlagði, þakkaði henni fyrir að koma og kynnti okkur svo. „Betty, þetta er öldungur Renlund,“ sagði Rod. Hann var læknirinn sem annaðist hjarta sonar þíns í svo mörg ár. Hún gekk yfir herbergið og faðmaði mig. Næstu mínúturnar voru undirlagðar í faðmlögum og fagnaðartárum.

Eftir að við jöfnuðum okkur fórum við inn í innsiglunarherbergið þar sem Rod og Kim voru innsigluð um tíma og eilífð. Rod, Kim, Betty og ég getum borið vitni um að himnarnir voru mjög nærri, að það voru aðrir með okkur þennan dag sem höfðu áður farið yfir hulu dauðans.

Guð innsiglar og læknar einstaklinga og fjölskyldur með óendanlegri getu sinni, þrátt fyrir harmleiki, missi og erfiðleika. Við líkjum stundum tilfinningunum sem við upplifum í musterinu saman við það að hafa fengið að kíkja inn í himnaríki. 13 Þennan dag í Provo musterinu þá ómaði þessi setning frá C. S. Lewis fyrir mér: „[Dauðlegir menn] segja stundum um stundlegar þjáningar: ‚Engin framtíð getur bætt það upp,‘ ekki vitandi að þegar við komumst til himna, þá munu himnarnir virka aftur á bak og snúa jafnvel þeim sársauka í dýrð. Hinir blessuðu munu segja: ‚Við höfum hvergi lifað nema á himnum.‘“14

Guð mun styrkja okkur, hjálpa okkur og styðja okkur;15 og hjálp hans mun verða okkur til farsældar.16 Þegar við setjum saman ættarsögu okkar og förum til musterisins fyrir hönd forfeðra okkar þá uppfyllir Guð margar af þessum blessunum beggja vegna hulunnar á sama tíma. Á sama hátt erum við blessuð þegar við hjálpum öðrum í deildum okkar og stikum að gera slíkt hið sama. Meðlimir sem lifa ekki nálægt musteri geta einnig öðlast þessar blessanir með því að taka þátt í Ættarsöguverki, safna saman nöfnum áa þeirra svo hægt sé að vinna musterisverk þeirra.

Hins vegar varaði Russel M. Nelson forseti okkur við: „Við getum fengið innblástur allan daginn varðandi musteris- og ættarsögureynslu sem aðrir hafa upplifað. Við verðum hins vegar að gera eitthvað til að upplifa gleðina sjálf.“ Hann hélt áfram: „Ég býð ykkur að íhuga með bæn í huga, hvernig fórn, vonandi fórn tímans, þið getið fært til að vinna meira að musteris- og ættarsöguverki.“17 Þegar þið takið áskorun Nelsons forseta þá munið þið uppgötva, safna saman og tengja ættmenni ykkar. Þá munu blessanir flæða til ykkar og ættmenna ykkar, eins og áin sem Esekíel talaði um. Þið munið finna lækningu fyrir því sem þarfnast lækningar.

Orson og Parley Pratt upplifðu lækningar og innsiglunaráhrif ættarsögu og musterisverks snemma á þessum ráðstöfunartíma. Betty, fjölskyldan hennar og Rod upplifðu það. Þið getið það líka. Í gegnum friðþægingarfórn hans þá býður Jesú Kristur öllum þessar blessanir, bæði lifandi og látnum. Vegna þessara blessana þá finnum við „á myndrænan hátt“ að við höfum „aldrei búið annarstaðar en … á himnum.“18 Um það ber ég vitni í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Parley P. Pratt til Orson Pratt, 25. maí, 1853, Orson Pratt Family Collection, Church History Library, Salt Lake City; í Terryl L. Givens og Matthew J. Grow, Parley P. Pratt: The Apostle Paul of Mormonism (2011), 319.

  2. Orson Pratt til Parley P. Pratt, 10. mars, 1853, Parley P. Pratt Collection, Church History Library, Salt Lake City; í Givens and Grow, Parley P. Pratt, 319.

  3. Athyglisvert er að Orson Pratt aðstoðaði ekki einungis við að gefa bókina um afkomendur William Pratt út, heldur framkvæmdu hann og fjölskylda hans yfir 2.600 staðgengilsskírnir nokkrum árum seinna, eða árið 1870, fyrir einstaklingana í bókinni í Endowment House í Salt Lake City (sjá Breck England, The Life and Thought of Orson Pratt [1985], 247).

  4. Sjá Joseph Smith, History of the Church, 6:312–13.

  5. Sjá “Names Submitted for Temple Ordinances,” bréf frá Æðsta forsætisráðinu, 29. feb. 2012. Skyldleiki ætti að vera á milli þeirra nafna sem send eru til staðgengilsathafna og þess sem sendir nöfnin inn. Undantekningarlaust þá mega kirkjuþegnar ekki senda inn nöfn frá hópum án heimildar, svo sem frægs fólks eða fórnarlamba Helfarar Gyðinga.

  6. Sjá Dallin H. Oaks, “In Wisdom and Order,” Tambuli, dec. 1989, 18–23; D. Todd Christofferson, “The Redemption of the Dead and the Testimony of Jesus,” Liahona, jan. 2001, 10–13; Boyd K. Packer, “Your Family History: Getting Started,” Liahona, ág. 2003, 12–17; Thomas S. Monson, “Constant Truths for Changing Times,” Liahona, maí 2005, 19–22; Henry B. Eyring, “Hearts Bound Together,” Liahona, maí 2005, 77–80; M. Russell Ballard, “Faith, Family, Facts, and Fruits,” Liahona, nóv. 2007, 25–27; Russell M. Nelson, “Salvation and Exaltation,” Liahona, maí 2008, 7–10; Russell M. Nelson, “Generations Linked in Love,” Liahona, maí 2010, 91–94; David A. Bednar, “The Hearts of the Children Shall Turn,” Liahona, nov. 2011, 24–27; Richard G. Scott, “The Joy of Redeeming the Dead,” Liahona, nóv. 2012, 93–95; Quentin L. Cook, “Roots and Branches,” Liahona, maí 2014, 44–48; Thomas S. Monson, “Hastening the Work,” Liahona, júní 2014, 4–5; Henry B. Eyring, “The Promise of Hearts Turning,” Liahona, júlí 2014, 4–5; David A. Bednar, “Missionary, Family History, and Temple Work,” Liahona, okt. 2014, 14–19; Neil L. Andersen, “‘My Days’ of Temples and Technology,” Liahona, feb. 2015, 26–33; Neil L. Andersen, “Sharing the Temple Challenge,” Family Discovery Day, feb. 2015, LDS.org; Quentin L. Cook, “The Joy of Family History Work,” Liahona, feb. 2016, 22–27; Gary E. Stevenson, “Where Are the Keys and Authority of the Priesthood? Liahona, maí 2016, 29–32; Dieter F. Uchtdorf, “In Praise of Those Who Save,” Liahona, maí 2016, 77–80; Quentin L. Cook, “See Yourself in the Temple,” Liahona, maí 2016, 97–101; Dale G. Renlund, Ruth L. Renlund, and Ashley R. Renlund, “Family History and Temple Blessings,” Liahona, feb. 2017, 34–39; Dallin H. Oaks and Kristen M. Oaks, “Connected to Eternal Families,” Family Discovery Day, mar. 2018, LDS.org.

  7. Sjá Kenning og sáttmálar 109:15.

  8. Sjá Kenning og sáttmálar 109:21.

  9. Sjá Boyd K. Packer, “Balm of Gilead,” Ensign, v. nóv 1987, 16–18; Jermía 8:22; 51:8.

  10. Russell M. Nelson, “As We Go Forward Together,” Liahona, apr. 2018, 7.

  11. Sjá Esekíel 40–47; Bible Dictionary, “Esekíel.”

  12. Esekíel 47:8-9

  13. Sjá Spencer W. Kimball, “Glimpses of Heaven,” Ensign, des. 1971, 36–37.

  14. C. S. Lewis, The Great Divorce: A Dream (2001), 69.

  15. Sjá Jes 41:10.

  16. Sjá “How Firm a Foundation,” Hymns, nr. 85.

  17. Russell M. Nelson and Wendy W. Nelson, “Open the Heavens through Temple and Family History Work,” Liahona, okt. 2017, 19.

  18. Lewis, The Great Divorce, 69.