„24.–30. nóvember: ‚Hann „hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“: Kenning og sáttmálar 135–136.“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 135–136,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Carthage-fangelsið
24.–30. nóvember „Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“
Kenning og sáttmálar 135–136
Síðdegis þann 27. júní 1844, voru Joseph og Hyrum Smith aftur í fangelsi, ásamt John Taylor og Willard Richards. Þeir töldu sig saklausa af öllum glæpum, en gengust við handtöku í þeirri von að tryggja hinum heilögu í Nauvoo öryggi. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem óvinir kirkjunnar höfðu varpað spámanninum Joseph í fangelsi, en í þetta sinn virtist hann vita að hann ætti ekki afturkvæmt. Hann og vinir hans reyndu að hughreysta hver annan, með því að lesa í Mormónsbók og syngja sálma. Síðan heyrðust byssuskot og innan skamms lauk jarðnesku lífi Josephs Smith og Hyrums bróður hans.
Það batt þó ekki enda á hinn guðlega málstað sem þeir höfðu helgað sig. Þetta var heldur ekki endir endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists. Það var meira verk sem vinna þurfti og fleiri opinberanir sem berast þurftu, til að leiða kirkjuna áfram. Endalok lífs spámannsins urðu ekki endalok verks Guðs.
Sjá Heilagir, 1:521–52.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Kenning og sáttmálar 135; 136:37–39
Joseph og Hyrum Smith innsigluðu vitnisburð sinn með blóði sínu.
Ímyndið ykkur hvernig ykkur hefði liðið, ef þið hefðuð átt heima í Nauvoo þegar Joseph og Hyrum voru myrtir (sjá Heilagir, 1:554–55). Hvernig hefðuð þið fengið botn í þennan hörmungaratburð? Kenning og sáttmálar 135, gefin út þremur mánuðum síðar, gæti hafa hjálpað. Þegar þið kannið þennan kafla, hugleiðið þá hvað hefði fært ykkur skilning og fullvissu. Hvað mynduð þið segja við einhvern sem spyrði: „Af hverju myndi Guð leyfa að spámaður hans væri myrtur?“ (sjá Kenning og sáttmálar 136:37–39).
Þið gætuð einnig leitað í kafla 135 eftir orðum eða orðtökum sem innblása ykkur til að vera trúföst Kristi allt til enda, eins og Joseph og Hyrum voru.
Sjá einnig Kenningu og sáttmála 5:21–22; „Remembering the Martyrdom,“ í Revelations in Context, 299–306; Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2011), 522–23, 529–40; „Testimony of the Book of Mormon“ (myndband), Gospel Library.
Testimony of the Book of Mormon
Joseph Smith var spámaður og vitni um Jesú Krist.
Kenning og sáttmálar 135:3 greinir frá sumu af því sem Joseph Smith fékk áorkað „á aðeins tuttugu ára tímabili.“ Hvernig hefur það haft áhrif á ykkur og samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist? Hvernig mynduð þið ljúka svona setningu: Vegna þess sem Drottinn áorkaði með Joseph Smith, get ég … Þið gætuð einnig skráð og miðlað öðrum vitnisburði ykkar um Joseph Smith.
Önnur leið til að læra um hlutverk Josephs Smith er að skrifa stutta minningargrein eða minningarorð um hann. Hvað mynduð þið segja til að byggja upp trú á Krist og hið endurreista fagnaðarerindi hans? Þið gætuð viljað telja upp mikilvæga atburði eða afrek sem finna má í Kenningu og sáttmálum 135 eða það sem finna má í neðangreindum heimildum.
Jesús Kristur opinberaði mikinn sannleik um sig sjálfan og friðþægingu sína fyrir tilstuðlan Josephs Smith. Hugleiðið að ígrunda þá reynslu sem þið hafið öðlast við að lesa Kenningu og sáttmála þetta árið. Hvaða sannleiksorð hafa staðið upp úr í huga ykkar? Þið gætuð viljað miðla fjölskyldu ykkar þessum hlutum, námsbekk eða sveitarmeðlimum eða öðrum er þið lesið þessa vikuna. Hvernig hjálpar þessi sannleikur okkur að skilja frelsarann og finna meiri nálægð við hann?
Sjá einnig „Joseph Smith: The Prophet of the Restoration“ (myndband), Gospel Library; Tad R. Callister, „Joseph Smith: Spámaður endurreisnarinnar,“ aðalráðstefna, okt. 2009; „Lofsyngið honum,“ Sálmar, nr. 11; Topics and Questions, „Joseph Smith,“ Gospel Library.
Joseph Smith: The Prophet of the Restoration
Efnistengd tónlist
Að syngja eftirfarandi sálma eða horfa á myndböndin, gæti laðað að heilagan anda eða hvatt til umræðna um starf spámannsins Josephs Smith og fórnir hinna heilögu sem á eftir honum komu.
„Sorgmæddi förumaðurinn“ (Sálmar, nr. 12). John Taylor söng þennan sálm í Charthage-fangelsinu.
„Lof syngið honum“ (Sálmar, nr. 11; sjá einnig myndband). Textinn við þennan sálm var saminn til heiðurs Josephs Smith.
Praise to the Man – The Tabernacle Choir at Temple Square
„Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit“ (Sálmar, nr. 13; sjá einnig myndband).
Come, Come, Ye Saints - Mormon Tabernacle Choir
„Trú við hvert fótmál“ (sjá myndband)
Faith in Every Footstep - Mormon Tabernacle Choir
Ég get komið vilja Drottins til leiðar með því að fylgja leiðsögn hans.
Eftir að Joseph Smith lést, voru hinir heilögu hraktir frá Nauvoo. Þeir stóðu frammi fyrir 2100 km ferð í gegnum hrjóstrugar óbyggðir. Brigham Young, forseti Tólfpostulasveitarinnar, hafði áhyggjur af því hvernig hinir heilögu kæmust af í þessari ferð. Í bráðabirgðastöðvum, sem voru nefndar Vetrarstöðvarnar, baðst hann fyrir um leiðsögn. Svar Drottins er skráð í kafla 136. Með því að minna hina heilögu á að framferði þeirra í ferðinni væri jafn mikilvæg og ákvörðunarstaður þeirra, varð þessi opinberun til að breyta vesturförinni úr illri nauðsyn í mikilvæga, sameiginlega andlega reynslu“ („This Shall Be Our Covenant,“ Revelations in Context 308).
Hafið þetta í huga þegar þið lærið kafla 136. Hvaða leiðsögn finnið þið sem gæti breytt erfiðum tíma lífs ykkar „í mikilvæga … andlega reynslu“? Þið gætuð ígrundað hvernig þessi leiðsögn getur hjálpað ykkur að framfylgja vilja Drottins í lífi ykkar, eins og hún hjálpaði hinum fyrri heilögu á ferðum þeirra.
Sjá einnig „This Shall Be Our Covenant,“ í Revelations in Context, 307–14; „Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,” Sálmar, nr. 13; Church History Topics, „Succession of Church Leadership,2 Gospel Library.
Hluti af verkinu Vetrarstöðvar, eftir Greg Olsen
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Kenning og sáttmálar 135:1–2, 4–5
Joseph og Hyrum Smith gáfu líf sitt fyrir Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.
-
Dragið saman Kenningu og sáttmála 135:1 fyrir börn ykkar eða miðlið „Kafla 57: Spámaðurinn er drepinn“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 201–5 eða í samsvarandi myndbandi í Gospel Library). Þetta gæti verið gott tækifæri fyrir ykkur og börn ykkar að miðla tilfinningum ykkar varðandi fórn Josephs og Hyrums fyrir frelsarann og fagnaðarerindi hans.
3:21Chapter 57: The Prophet Is Killed: June 1844
-
Kenning og sáttmálar 135:4–5 segir að Hyrum Smith hafi lesið kafla úr Mormónsbók áður en hann fór í Carthage-fangelsið. Þið og börn ykkar gætuð lesið þennan hluta saman (sjá Eter 12:36–38). Hvernig hefðu þessi vers getað hughreyst Hyrum? Þið gætuð einnig miðlað ritiningargreinum sem veita ykkur huggun þegar þið eruð áhyggjufull eða leið.
-
Þið og börn ykkar gætuð skoðað myndir af spámönnum (sjá Trúarmyndabók, nr. 7, 14, 67). Hverju fórnuðu þessir spámenn fyrir frelsarann?
Á heimilinu er lærdómurinn og lífið óaðskiljanlegt. „Fagnaðarerindið skiptir strax máli á heimilinu. Þar er fólkið sem lærir með ykkur um fagnaðarerindið, fólkið sem þið lifið það með – daglega. Í raun lærum við fagnaðarerindið oftast þegar við lifum það (Kenna að hætti frelsarans, 31).
Joseph Smith var spámaður og vitni um Jesú Krist.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að muna og meta hvernig Drottinn hefur blessað okkur fyrir tilstilli hlutverks Josephs Smith, þá ættuð þið að sýna hluti sem tákna það sem Joseph gerði, eins og Mormónsbók, Kenningu og sáttmála eða mynd af musteri (sjá einnig verkefnasíðu þessarar viku.) Þá gætu börn ykkar leitað í Kenningu og sáttmálum 135:3 að einhverju sem Joseph Smith gerði til að hjálpa okkur að koma nær himneskum föður og Jesú Kristi. Bjóðið börnum ykkar að miðla því hvers vegna þau eru þakklát fyrir þessa hluti.
Bandarískur spámaður, eftir Del Parson
Drottinn getur blessað mig þegar ég á erfitt.
-
Hugleiðið að setja mynd af Nauvoo-musterinu til hliðar í herberginu og búa síðan til einfalt skýli hinu megin. Bjóðið börnum ykkar að koma saman nálægt myndinni og segið þeim frá hinum heilögu sem urðu að yfirgefa Nauvoo eftir að Joseph Smith dó (sjá kaflar 58, 60, og 62 í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 206–8, 211–16, 222–24, samsvarandi myndbandi í Gospel Library). Leggið áherslu á þá trú sem þessir heilögu höfðu á Jesú Krist og bjóðið börnum ykkar að ganga að skýlinu til að tákna ferðina til Vetrarstöðvanna. Þau gætu sungið lag eins og „Að vera frumherji“ (Barnasöngbókin, 138) er þau ganga.
1:31Chapter 58: A New Leader for the Church: July–August 1844
3:51Chapter 60: The Saints Leave Nauvoo: September 1845–September 1846
2:29Chapter 62: The Saints Establish Winter Quarters: 1846–1847
-
Útskýrið að í Kenningu og sáttmálum 136, gaf Drottinn leiðsögn til að hjálpa hinum heilögu á ferð þeirra til Salt Lake-dalsins. Hjálpið börnum ykkar að finna eitthvað í þessari opinberun sem gæti veitt þeim hugrekki á þessari ferð (sjá vers 4, 10–11, 18–30). Hvernig getur þessi leiðsögn hjálpað okkur með erfiðleikana sem við tökumst á við í dag?
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.
Enginn á meiri kærleik, eftir Casey Childs