Kom, fylg mér
27. október – 2. nóvember: „Nafni mínu hús“: Kenning og sáttmálar 124


„27. október – 2. nóvember: ‚Nafni mínu hús‘: Kenning og sáttmálar 124,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 124,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Málverk af Nauvoo, Illinois

Nauvoo hin fagra, eftir Larry Winbo.rg Höfundaréttur 2023

27. október – 2. nóvember: „Nafni mínu hús“

Kenning og sáttmálar 124

Eins erfið og síðustu sex ár höfðu verið fyrir hina heilögu, þá tók að rætast betur úr hlutunum vorið 1839: Hinir landflótta heilögu höfðu fundið samúð meðal íbúanna í Quincy, Illinois. Verðir höfðu leyft Joseph Smith og öðrum leiðtogum kirkjunnar að flýja ánauðina í Missouri. Kirkjan hafði nýlega keypt land í Illinois þar sem hinir heilögu gátu safnast saman aftur. Þetta var jú mýrlendi fyllt moskítóflugum, en í samanburði við fyrri áskoranir hinna heilögu, virtist þetta sennilega viðráðanlegt. Þeir þurrkuðu upp mýrina og sömdu stofnskrá að nýrri borg, sem þeir nefndu Nauvoo. Nauvoo þýðir „falleg“ á hebresku, sem í upphafi var fremur trúarleg skírskotun, en nákvæm lýsing á staðnum. Samhliða þessu vakti Drottinn knýjandi tilfinningu hjá spámanni sínum. Hann var með meiri sannleika og fleiri helgiathafnir að endurreisa og þarfnaðist heilags musteris þar sem hann gæti „[krýnt þá] heiðri, ódauðleika og eilífu lífi“ (Kenning og sáttmálar 124:55). Að mörgu leyti eru þessar sömu trúarlegu og knýjandi tilfinningar sjáanlegar í verki Drottins á okkar tíma.

Sjá Heilagir, 1:399–427; „Organizing the Church in Nauvoo,“ í Revelations in Context, 264–71.

Lærið meira um sögustaði kirkjunnar í Illinois.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 124:2–11

Ég get boðið öðrum að koma til Krists.

Drottinn sagði spámanninum Joseph Smith að „gefa úr hátíðlega yfirlýsingu um fagnaðarerindi [hans]“ til „[allra konunga] heims“ (sjá Kenning og sáttmálar 124:2–11). Ef þið hefðuð fengið þessu verkefnið úthlutað, hvað myndi yfirlýsing ykkar segja um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans? Ígrundið einnig hvernig þið getið miðlað fólki sem þið eigið dagleg samskipti við, vitni ykkar á eðlilegan og óheftan máta.

Sjá einnig „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins“ Gospel Library.

Kenning og sáttmálar 124:12–21

Ég get verið lærisveinn sem Drottinn treystir.

Hugleiðið að miðla öðrum, eins og frelsarinn gerði í Kenningu og sáttmálum 124:12–21, hinum kristilegu eiginleikum sem þið sjáið í þeim. Hvernig hefur hann tjáð ykkur elsku sína og traust?

Sjá einnig Richard J. Maynes, „Ávinna sér traust Drottins og fjölskyldunnar,“ aðalráðstefna, okt. 2017.

Kenning og sáttmálar 124:22–24, 60–61

Drottinn vill að ég taki öðrum fegins hendi og lyndi við þá.

Þegar þið ígrundið leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 124:22–24, 60–61, hugleiðið þá hvernig þið getið gert heimili ykkar og kirkjudeild að stað eins og Drottinn hafði séð fyrir sér í Nauvoo.

Sjá einnig „A Friend to All“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

4:1

A Friend to All

Nauvoo-musterið í byggingu

Hluti af Joseph Smith við Nauvoo-musterið, eftir Gary E. Smith

Kenning og sáttmálar 124:25–45, 55.

Við byggjum musteri til heiðurs Drottni til að meðtaka helgiathafnir.

Hvers vegna haldið þið að Drottinn hafi „ætíð boðið“ fólki sínu „að reisa [musteri] heilögu nafni [hans]? Hugleiðið að gera lista yfir ástæður sem þið finnið í Kenningu og sáttmálum 124:25–45, 55. Þið gætuð fundið aðrar í sálmi eins og „Þitt hús við elskum öll“ (Sálmar, nr. 95) eða í myndbandinu „What Is a Temple?“ (Gospel Library). Hvernig er bygging mustera merki um elsku Drottins til ykkar?

5:41

What Is a Temple?

Frá byggingu Nauvoo-musterisins á fimmta áratug nítjándu aldar, hafa yfir 300 musteri verið byggð eða eru í bígerð. Russell M. Nelson forseti kenndi: „Við vitum að tími okkar í musterinu er það sem ræður úrslitum varðandi sáluhjálp okkar og upphafningu, bæði fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. … árásir andstæðingsins aukast gífurlega, bæði að styrk og fjölbreytni. Þörf okkar á því að fara reglulega í musterið hefur aldrei verið meiri“ („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018). Hvernig hefur musterið hjálpað ykkur að standast „árásir andstæðingsins“? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að fylgja leiðsögn Nelsons forseta?

Sjá einnig „Why Latter-day Saints Build Temples,“ temples.ChurchofJesusChrist.org

Kenning og sáttmálar 124:45–55

Drottinn blessar það fólk sem reynir sitt besta við að hlýða boðorðum hans.

Hinum heilögu hafði verið boðið að reisa musteri í Jackson-sýslu, Missouri, en þeir voru „hindraðir … af óvinum sínum (Kenning og sáttmálar 124:51). Vers 49–55 innihalda hughreystandi boðskap fyrir þá sem vilja hlýða boðorðum Guð en er haldið frá því af fjölskyldu eða af öðrum ástæðum. Hvaða leiðsögn finnið þið í þessum versum sem gæti hjálpað einhverjum í slíkum aðstæðum?

Kenning og sáttmálar 124:91–92

trúarskólatákn
Drottinn getur leiðbeint mér gegnum patríarkablessun mína.

Stuttu eftir að faðir spámannsins, Joseph Smith eldri, lést, kallaði Drottinn Hyrum Smith til köllunar sem faðir hans hafði þjónað í – sem partríarka kirkjunnar. Þið getið lesið um þetta í Kenningu og sáttmálum 124:91–92.

Til að læra meira um sögu partríarka og patríarkablessana, smellið hér.

Hvernig mynduð þið lýsa patríarkablessun fyrir einhverjum sem hefur aldrei heyrt um hana? Hvað mynduð þið segja til að hvetja einhvern til að fá hana? Leitið svara við þessum spurningum í boðskap öldungs Randall K. Bennett „Patríarkablessunin ykkar – innblásin leiðsögn frá himneskum föður“ (aðalráðstefna, apríl 2023) eða Topics and Questions, „Patriarchal Blessings“ (Gospel Library).

Byggt á því sem þið hafið lært og upplifað, hugleiðið þá hvernig þið mynduð ljúka þessari setningu: „Patríarkablessun er eins og .“ Hvers vegna vill himneskur faðir að börn hans hljóti patríarkablessun?

Hvað getið þið gert til að búa ykkur undir patríarkablessun, ef þið hafið ekki hlotið hana? Hvernig getið þið sýnt Guði að þið metið þessa gjöf, ef þið hafið hlotið patríarkablessun?

Sjá einnig Kazuhiko Yamashita, „Hvenær skal meðtaka eigin patríarkablessun,“ aðalráðstefna, apríl 2023: Almenn handbók, 18,17, Gospel Library.

Kenna frá hjartanu. Kennsla er þýðingamest þegar hún felur í sér persónulega reynslu og vitnisburð. Dæmi: Ef þið hafið hlotið patríarkablessun, lesið hana þá er þið búið ykkur undir að kenna um þessar sérstöku blessanir. Af hverju eruð þið þakklát fyrir blessanir ykkar? Hvernig getið þið innblásið aðra til að búa sig undir að meðtaka eða læra oftar um patríarkablessun sína?

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 124:15, 20

Jesús Kristur elskar heilindi.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að muna hvað þau lærðu úr Kenningu og sáttmálum 124:15, 25, gætuð þið hjálpað þeim að teikna eða klippa út pappírshjörtu. Á hjörtun gætuð þið hjálpað þeim að skrifa lykilsetningar úr þessum versum. Söngur eins og „Velja rétta veginn“ (Barnasöngbókin, 82) gæti lagt áherslu á orð Drottins.

  • Eftir að hafa lesið saman í Kenningu og sáttmálum 124:15, 20, gætuð þið kannski hjálpað börnum ykkar að finna út hvað það merkir að lifa í ráðvendni á bls. 31 í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum. Hvað nákvæmlega sagði Drottinn um George Miller í versi 20 „vegna einlægni hjarta [George]“? Þið gætuð einnið miðlað persónulegum dæmum af börnum að sýna ráðvendni eða úr tímaritinu Barnavinur. Bjóðið börnum ykkar að setja markmið að sýna ráðvendni þessa vikuna og segja ykkur frá því hvernig þeim leið er þau gerðu það.

Kenning og sáttmálar 124:28–29, 39.

Jesús býður fólki sínu að reisa musteri.

  • Börn ykkar gætu notið þess að skoða myndir af musterum, þar með töldum fornum musterum og musteri nærri heimili þeirra (sjá ChurchofJesusChrist.org/temples/list Þið gætuð notað þessar myndir og Kenningu og sáttmála 124:39 til að útskýra að Jesús Kristur hefur ávallt boðið fólki sínu að byggja musteri – til forna og á okkar tíma (sjá einnig verkefnasíðu þessar viku).

  • Ef þið búið nægilega nærri musteri, hugleiðið að fara með börn ykkar þangað og ganga lotningarfull á musterislóðinni. Bjóðið þeim að finna orðið „Heilagleiki til Drottins – hús Drottins“ utan á musterinu. Talið við börn ykkar um merkingu þessara orða.

  • Hugleiðið að nota hugmyndir úr „Skírast og staðfestast fyrir áa“ í Viðauka A til að hjálpa börnum ykkar að hlakka til þess dags er þau geta farið sjálf í musterið (sjá einnig „Musterið og sæluáætlunin“ í Viðauka B).

Musteri Salómons

Musteri Salómons, eftir Sam Lawlor

Kenning og sáttmálar 124:91–92

Drottinn mun blessa mig með patríarkablessun minni.

  • Þegar þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 124:91–92, hjálpið börnum ykkar að finna það sem Drottinn kallaði Hyrum Smith til. Talið um það hvað patríarkablessun sé: Sérstök blessun þar sem Drottinn kennir okkur um okkur sjálf og það sem hann vill að við gerum og verðum. Hugleiðið að nota þennan kafla „Hljóta patríarkablessun“ í Viðauka A til að hjálpa börnum ykkar að búa sig undir að hljóta patríarkablessun.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

málverk af Nauvoo-musterinu

Nauvoo-musterið, eftir George D. Durrant

verkefnasíða fyrir börn