Kom, fylg mér
3.–9. nóvember: „Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu“: Kenning og sáttmálar 125–128


„3.–9. nóvember: ‚Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu‘: Kenning og sáttmálar 125–128,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 125–128,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

málverk af fjölskyldu með áum í andaheiminum

Við með þeim og þau með okkur, eftir Caitlin Connolly

3.–9. nóvember: „Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu“

Kenning og sáttmálar 125–128

Í ágúst 1840 hlýddi hin syrgjandi Jane Neyman á spámanninn Joseph tala í jarðarför vinar hans, Seymour Brunson. Cyrus, sonur Jane á unglingsaldri, hafði einnig látið lífið nýlega. Það jók enn á sorg hennar að Cyrus hafði aldrei verið skírður og Jane hafði áhyggjur af því hvað það gæti þýtt fyrir ódauðlega sál hans. Joseph hafði hugleitt það sama um Alvin, ástkæran bróður sinn, sem einnig lést áður en hann var skírður. Spámaðurinn ákvað því að deila með öllum í jarðarförinni því sem Drottinn hafði opinberað honum um fólk sem hafði látist án þess að hafa hlotið helgiathafnir fagnaðarerindisins og hvað við getum gert til að hjálpa því.

Kenningin um skírn fyrir hina dánu hreif hina heilögu. Hugsanir þeirra beindust samstundis að látnum fjölskyldumeðlimum. Nú áttu þau von! Joseph deildi gleði þeirra og í bréfi þar sem hann kenndi þessa kenningu, notaði hann gleðiríkt og grípandi mál til að tjá það sem Drottinn kenndi honum um sáluhjálp hinna dánu: „Lát fjöllin óma af gleði og alla dali hrópa hátt, og allt haf og þurrlendi segi frá undrum eilífs konungs yðar!“ (Kenning og sáttmálar 128:23).

Sjá Heilagir, 1:415–27; „Letters on Baptism for the Dead,“ í Revelations in Context, 272–76.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 126

Drottinn vill að ég annist fjölskyldu mína.

Eftir að hafa snúið heim af trúboði í Englandi – einu af mörgum trúboðum sem hann þjónaði í – meðtók Brigham Young aðra mikilvæga köllun frá Drottni. Hann var beðinn um að „og annast fjölskyldu [sína] sérstaklega“ (vers 3), sem hafði þjáðst í fjarveru hans. Þegar þið lesið í þessum kafla, hugleiðið þá hvers vegna Drottinn krefst stundum fórna í þjónustu okkar. Hvað gerið þið til að annast fjölskyldur ykkar?

Sjá einnig „Take Special Care of Your Family,“ í Revelations in Context, 242–49.

Kenning og sáttmálar 127:2–4

Ég get reitt mig á Drottin á erfiðum tímum.

Falskar ásakanir og handtökuhótanir urðu aftur til þess að Joseph Smith neyddist til að fara í felur í ágúst 1842. Þó eru orðin sem hann skrifaði til hinna heilögu á þessum tíma (nú Kenning og sáttmálar 127) fyllt jákvæðni og gleði. Hvað kenna vers 2–4 ykkur um Guð? um það að takast á við háð og mótlæti? Hvaða orðtök í þessum versum gætu hjálpað ykkur þegar þið upplifið ofsóknir? Íhugið að skrá hvernig Drottinn styður ykkur í „djúpa vatninu“ í lífi ykkar.

Kenning og sáttmálar 127:5–8.; 128:1–8

„Hvað sem þér skráið á jörðu [verður] skráð á himni“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 127:5-8; 128:1–8, gætið þá að ástæðunum fyrir því að Drottinn gaf Joseph Smith svo nákvæmar leiðbeiningar um skráningu skírna fyrir hina dánu. Hvað kennir þetta ykkur um Drottin og verk hans? Hvernig finnst ykkur að þessi leiðsögn gæti átt við ykkar eigin fjölskylduheimildir, eins og persónulegar dagbækur?

piltur vinnur við ættarsögu

Musterisþjónusta fyrir áa okkar tengir hjörtu okkar þeim.

Kenning og sáttmálar 128:5–25

trúarskólatákn
Sáluhjálp áa minna er nauðsynleg minni eigin sáluhjálp.

Það er greinilegt af því sem Guð opinberaði Joseph Smith, hvers vegna áar okkar, sem ekki skírðust, þarfnast okkar. Við skírumst fyrir þeirra hönd svo að þau geti valið hvort þau meðtaki eða hafni þessari helgiathöfn. Spámaðurinn kenndi hinsvegar líka að sáluhjálp áa okkar er „nauðsynleg og óhjákvæmileg fyrir vora sáluhjálp.“ Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 128:15–18, hugsið þá um hvers vegna svo er.

Vers 5 kennir að helgiathöfn skírnar fyrir dána hafi verið fyrirbúin „áður en grundvöllur veraldar var lagður.“ Hvað kennir þessi sannleikur ykkur um Guð og áætlun hans? Hverju bætir boðskapur öldungs Dale G. Renlund „Ættarsaga og musterisverk: Innsiglun og lækning“ við skilning ykkar? (aðalráðstefna, apríl 2018).

Joseph Smith notar hugtök líkt og „bindingarvald,“ „hlekkur,“ og „fullkomin eining,“ þegar hann kennir um helgiathafnir prestdæmisins og skírn fyrir hina dánu. Leitið eftir þessum hugtökum og öðrum svipuðum þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 128:5–25. Getið þið hugsað um einhverja hluti sem þið gætuð notað til að tákna þessi orðtök, eins og keðju eða reipi? Hvers vegna eru þetta góð orðtök til að lýsa þessari kenningu?

Það gæti hjálpað ykkur við nám ykkar á þessum versum að hugleiða eftirfarandi:

  • Að ykkar mati, hvers vegna ætti skírn fyrir dána að vera álitin „dýrðlegast alls, sem tilheyrir hinu ævarandi fagnaðarerindi“? (vers 17). Hvaða reynsla hefur hjálpað ykkur að líða þannig?

  • Á hvaða hátt gæti jörðin verið fordæmd, ef ekki myndast einhvers konar „hlekkur milli feðra og barna“? (vers 18).

  • Hvað vekur athygli ykkar við orð Josephs Smith í versum 19–25? Hvernig hafa þessi vers áhrif á tilfinningar ykkar til Jesú Krists? Varðandi musterisþjónustu fyrir áa ykkar? (sjá einnig „Þitt hús við elskum öll,“ Sálmar, nr. 95).

Eftir að hafa lesið þessi vers gætuð þið fyllst innblæstri til að gera eitthvað fyrir áa ykkar. Hugmyndirnar á FamilySearch.org gætu hjálpað.

Inspirational Videos“ í „Temple and Family History“ safninu í Gospel Library gætu veitt ykkur hagnýta aðstoð, hvetjandi sögur og boðskap frá leiðtogum um ættarsögu.

Notið tengt kirkjuefni. Hlekkir í lexíudrögum Kom, fylg mér veita auðveldan aðgang að gagnlegu efni sem getur hjálpað ykkur að skilja og tileinka ykkur sannleika fagnaðarerindisins eða fylgja eftir innblæstri sem þið hljótið. Dæmi: Hlekkur FamilySearch hér að ofan leiðir ykkur að verkefnum eins og að búa til ykkar eigið ættartré, finna áa sem þarfnast helgiathafna musterisins, sjá hvaðan áar ykkar komu eða að hlaða upp ættarsögu.

Sjá einnig Kevin R. Duncan, „Gleðiraust!,“ aðalráðstefna, apríl 2023.

„Dýrðleg og undursamleg ráðstöfun“

Gordon B. Hinckley forseti sagði:

„Friðþæging Jesú í þágu allra sýnir mikla staðgengilsfórn. Hann hóf ferli, þar sem hann gerðist staðgengill fyrir allt mannkyn. Þetta ferli, þar sem einn maður getur starfað í þágu annars, heldur áfram í helgiathöfnunum í húsi Drottins. Þar þjónum við í þágu þeirra sem dáið hafa án þekkingar á fagnaðarerindinu. Þeirra er valið að meðtaka eða hafna helgiathöfninni sem framkvæmd er. Þeir eru komnir í sömu spor og þeir sem um jörðina ganga. Hinum dánu eru veitt sömu tækifæri og hinum lifandi. Enn á ný, hve dýrðlegt og undursamlegt fyrirkomulag sem almættið hefur komið á með opinberun þess til spámannsins“ („Það mikla sem Guð hefur opinberað,“ aðalráðstefna, apríl 2005).

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 126:3

Ég get aðstoðað við að annast fjölskyldu mína.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að læra að þjóna fjölskyldumeðlimum sínum, hugleiðið þá að miðla upplýsingunum um Brigham Young í „Kafla 50: Hinir heilögu í Nauvoo“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 184, eða samsvarandi myndbandi í Gospel Library). Doctrine and Covenants 126 með ykkar eigin orðum. Þið gætuð lagt áherslu á orðtakið „annast fjölskyldu þína sérstaklega“ (vers 3) og rætt við börn ykkar um hvað það merki að annast fjölskyldur okkar sérstaklega vel.

    1:33

    Chapter 50: The Saints in Nauvoo: January–July 1841

  • Það kann að vera gaman fyrir ykkur og börn ykkar að skoða fjölskyldumyndir (eða teikna myndir) er þið ræðið um það hvernig við getum hjálpað við að „annast“ meðlimi fjölskyldunnar. Þið gætuð einnig sungið lag eins og: „Heimilið er himni nær“ (Sálmar, nr. 111).

Kenning og sáttmálar 128:5, 12

Öll börn Guðs þarfnast tækifæris til að skírast.

  • Bjóðið börnum ykkar að uppgötva í Kenningu og sáttmálum 128:1 hvaða málefni voru ofarlega í huga Josephs Smith. Þau gætu einnig leitað í versi 17 til að komast að því hvaða málefni hann áleit „dýrðlegast.“ Leyfið þeim að miðla því sem þau finna og tala um hvers vegna þetta málefni er svo spennandi.

  • Til viðbótar við að hjálpa börnum ykkar að búa sig undir (og lifa eftir) eigin skírnarsáttmála, gætuð þið hjálpað þeim að vita hvernig hjálpa á fólki sem gerði ekki þessa sáttmála í lifanda lífi. Hugleiðið að segja börnum ykkar frá einhverjum sem þið þekktuð sem dó án þess að skírast. Síðan gætuð þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 128:5 og skoðað mynd af skírnarfonti musteris (eins og þá sem er aftast í þessum drögum). Segið börnum ykkar hvað ykkur finnst um að láta skírast í musterinu í þágu fólks sem er látið, svo að allir fái tækifæri til að gera sáttmála við himneskan föður.

Kenning og sáttmálar 128:18

Himneskur faðir vill að ég læri um ættarsögu mína.

  • Það gæti verið gaman fyrir ykkur og börn ykkar að búa til pappírskeðju með nöfnum foreldra, ömmum og öfum, langömmum langöfum og svo framvegis (sjá verkefnasíðu þessarar viku.) Síðan gætuð þið miðlað hvert öðru því sem þið vitið um þessa áa. Lesið saman Kenningu og sáttmála 128:18 til að komast að því hvað sú „samanhlekkjun“ er sem gerir ættarsögu okkar „[heila] og [algjöra].“ Þið gætuð einnig horft á myndbandið „Courage: I Think I Get It from Him“ (Gospel Library).

    1:38

    Courage: I Think I Get It From Him

  • Fleiri verkefni til að hjálpa börnum ykkar að taka þátt í ættarsögu, má finna í „Musterið og sæluáætlunin“ í Viðauka B eða í FamilySearch.org

móðir og dóttir búa til pappírskeðju

Helgiathafnir musterisins hjálpa okkur að sameina fjölskyldur eins og hlekki í keðju.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

skírnarfontur musteris

Skírnarfonturinn í Ogden-musterinu í Utah

verkefnasíða fyrir börn