„23.–29. júní: ‚Virði allra auðæfa jarðar‘: Kenning og sáttmálar 67–70,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 67–70,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
23.–29. júní: „Virði allra auðæfa jarðar“
Kenning og sáttmálar 67–70
Frá 1828 til 1831 hlaut spámaðurinn Joseph Smith margar opinberanir frá Drottni, þar með talið guðlega leiðsögn fyrir einstaklinga, fyrirmæli um stjórnun kirkjunnar, innblásnar vitranir um síðari daga og margan innblásinn sannleika um eilífðina. Margir hinna heilögu höfðu þó ekki lesið þær. Opinberanirnar höfðu enn ekki verið gefnar út og hin fáu fáanlegu eintök voru handskrifuð á laus blöð sem gengu á milli meðlima og trúboðar höfðu meðferðis.
Í nóvember 1831 boðaði Joseph kirkjuleiðtoga til fundar, til að ræða útgáfu opinberananna. Eftir að hafa leitað vilja Drottins, ráðgerðu þessir leiðtogar að gefa út Boðorðabókina – fyrirrennara Kenningar og sáttmála okkar tíma. Brátt gátu allir lesið orð Guðs sem opinberað var fyrir milligöngu lifandi spámanns, sem var skýr sönnun þess að „mönnum [var] enn á ný treyst fyrir lyklunum að leyndardómum ríkis frelsara okkar.“ Af þessum og ótal öðrum ástæðum, álíta hinir heilögu, fyrr og síðar, þessar opinberanir „virði allra auðæfa jarðar“ (sjá (Kenning og sáttmálar 70, kaflafyrirsögn).
Sjá Heilagir, 1:140–43.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Kenning og sáttmálar 67:1–9; 68:3–6
Þjónar Drottins mæla vilja hans þegar heilagur andi hvetur þá svo til.
Ákvörðunin um að gefa út opinberanirnar sem Joseph Smith hlaut virtist einföld, en sumir fyrritíðar kirkjuleiðtogar voru ekki sannfærðir um að það væri góð hugmynd. Eitt álitamál hafði að gera með málfarslegan ófullkomleika Josephs Smith við ritun opinberananna. Opinberunin í kafla 67 barst sem svar við því álitamáli. Hvað lærið þið um spámenn Drottins og opinberun af versum 1–9? Hvað annað lærið þið af 68:3–6?
Hvernig hafið þið öðlast þekkingu á að þær opinberanir sem Guð veitir þjónum sínum séu sannar? Þið gætuð einnig ígrundað reynslu þar sem ykkur fannst Drottinn tala til ykkar fyrir tilstuðlan þjóna sinna (sjá Kenning og sáttmálar 68:4). Hvenær hefur ykkur fundist „heilagur andi hvetja“ ykkur (vers 3) til að segja eitthvað. Hvenær „[stóð Drottinn] með“ ykkur? (vers 6).
Áður en Boðorðabókin var prentuð, undirrituðu nokkrir kirkjuleiðtogar skrifaðan vitnisburð um að opinberanirnar í bókinni væru sannar. Vitnisburð þeirra má sjá í „Testimony, circa 2 November 1831,“ Revelation Book 1, 121, josephsmithpapers.org.
„Halda áfram af þolgæði.“
Hvernig koma öfund, ótti og dramb í veg fyrir að við vöxum nær Drottni? Hvernig getum við sigrast á hinum „náttúrlega manni„ eða hinum „holdlega huga“ svo að við fáum að „sjá [hann] og vita það [að hann er]“? ( vers 12; sjá einnig Mósía 3:19). Hvað finnum við í þessum versum sem hvetur okkur til að „[halda] áfram af þolinmæði, þar til [við erum] fullkomnaðir“? (vers 13).
Ég get gert Jesú Krist að þungamiðju heimilis míns.
Orð Drottins í Kenningu og sáttmálum 68:25–31 eiga sérstaklega við um foreldra, en hvort sem þið eruð foreldrar eða ekki, þá getið þið notað leiðsögn hans til að gera kenningu Jesú Krists að þungamiðju heimilis ykkar. Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim reglum sem Drottinn segir að ætti að kenna á heimilinu. Hugleiðið hvernig þið getið gert hverja og eina þeirra að hluta af grunninum að Krists-miðuðu heimili – því heimili sem þið búið í núna eða framtíðar heimili ykkar. Efnið og spurningarnar sem sett eru fram geta verið hjálpleg.
-
Iðrun: Lesið Alma 36:17–20 og takið eftir því hve Alma var blessaður á mikilvægri stundu vegna þess að faðir hans hafði kennt honum um friðþægingarverk frelsarans. Hvernig getið þið lagt ykkar af mörkum við að innblása fjölskyldu ykkar í því að snúa sér til Jesú Krists og iðrast? (sjá einnig 2. Nefí 25:26).
-
Trú á Krist: Lesið fimm tillögur Russells M. Nelson forseta til að öðlast trú í „Kristur er risinn: Trú á hann mun færa fjöll úr stað“ (aðalráðstefna, apríl 2021). Ígrundið hvernig þessar tillögur gætu skapað trúarhefð í fjölskyldu ykkar.
-
Skírn: Lesið yfir skírnarsáttmálann eins og hann er settur fram í Mósía 18:8–10, 13. Hvernig getur viðleitni ykkar við að halda þennan sáttmála styrkt fjölskyldu ykkar?
-
Gjöf heilags anda: Lesið boðið á bls.17–19 í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum. Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að bjóða áhrifum heilags anda inn á heimili ykkar?
-
Bæn: Hvað lærið þið um kraft bænar á heimilinu í „Kærleikur talar hér“? (Barnasöngbókin, 102). Hvaða blessunum lofar frelsarinn í 3. Nefí 18:15–21?
-
Aðrar reglur sem finna má í Kenningu og sáttmálum 68:25–31.
Hvaða ráð mynduð þið gefa einhverjum sem fær ekki stuðning frá fjölskyldumeðlimum við að byggja upp trú á Krist?
Sjá einnig „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Gospel Library; Topics and Questions, „Parenting, „Gospel Library; Dieter F. Uchtdorf, „Jesús Kristur er styrkur foreldra,“ aðalráðstefna, apríl 2023.
„Sannur … og staðfastur“ vinur hjálpar mér að fylgja Jesú Kristi.
Hvers vegna haldið þið að það hafi verið „viturlegt [í Drottni]“ að einhver „sannur … og staðfastur“ fylgdi Oliver Cowdery í því verkefni sem talað er um í þessu versi? Hvernig á þessi regla við um ykkur?
Hjálpið nemendum að upplyfta hver annan. Hver einstaklingur í námsbekk ykkar eða fjölskyldu er auðugur að vitnisburði, skilningi og upplifunum af því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Bjóðið þeim að miðla og upplyfta hverju öðru.
Ég er ábyrg/ur gagnvart þeim opinberunum sem Drottinn hefur gefið.
Drottinn veitti ákveðnum öldungum þá ábyrgð að hafa umsjón með útgáfu opinberananna. Þótt sú sérstaka ábyrgð sé ekki ykkar, hver er þá ráðsmennska eða ábyrgð ykkar gagnvart „opinberunum … og boðum“? (vers 3).
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Kenning og sáttmálar kenna mér um Jesú Krist.
-
Segið börnum ykkar frá því hvernig opinberanir Josephs Smith voru prentaðar í bók (sjá „Kafla 23: Kenning og sáttmálar,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 90–92 eða samsvarandi myndband á Gospel Library). Hjálpið þeim að muna sumt af því sem þið hafið lært um Jesú Krist í Kenningu og sáttmálum fram að þessu á árinu. Þið gætuð líka miðlað hverju öðru sumum af eftirlætis ritningarversum ykkar í Kenningu og sáttmálum.
2:2Chapter 23: The Doctrine and Covenants: August–November 1831
-
Þið gætuð líka sýnt börnum ykkar Biblíuna, Mormónsbók, Kenningu og sáttmála og Hina dýrmætu perlu og rætt við þau um það hvernig þær eru ólíkar og hvernig þær eru líkar (sjá lýsingarnar á þessum bókum í Leiðarvísi að ritningunum). Hvernig getum við vitað að ritningarnar eru sannar? Hvað lærum víð í Kenningu og sáttmálum 67:4, 9 um þær opinberanir sem Drottinn veitti Joseph Smith?
Ég get skírst þegar ég verð átta ára.
-
Í Kenningu og sáttmálum 68:27 tekur Drottinn það fram hvað einstaklingur verður að vera gamall til að skírast. Hjálpið börnum ykkar að komast að því sem hann sagði. Af hverju vill Jesús að við látum skírast? Söngur eins og „Skírnin“ (Barnasöngbókin, 54) getur hjálpað. Hjálpið börnum ykkar að uppgötva það sem Drottinn vill að börn læri með því að nota myndir eða vers 25–31.
-
Lesið með börnum ykkar um það verkefni sem Drottinn gaf Oliver Cowdery í kaflafyrirsögn Kenningar og sáttmála 69. Hver var leiðsögn Drottins í versi 1? Af hverju er mikilvægt að vera með þeim „sem [er] sannur … og staðfastur“? Kannski gætu börn ykkar sagt frá einhverjum sem þau þekkja sem er „sannur … og staðfastur.“ Syngið saman söng sem hvetur börnin til að vera sönn og staðföst eins og frelsarinn er, líkt og „Mig langar að líkjast Jesú“ (Barnasöngbókin, 40). Hvernig getum við verið viss um að vera sönn og staðföst Drottni? Hvernig getur hann notað okkur til að blessa aðra þegar við erum sönn og staðföst?
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.