Kom, fylg mér
16.–22. júní: „Drottinn krefst hjartans og viljugs huga“: Kenning og sáttmálar 64–66


„16.–22. Júní: ‚Drottinn krefst hjartans og viljugs huga‘: Kenning og sáttmálar 64–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 64–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Daviess-sýsla, Missouri

Daviess-sýsla, Missouri

16.–22. júní: „Drottinn krefst hjartans og viljugs huga“

Kenning og sáttmálar 64–66

Í hinum þjakandi hita ágústmánaðar 1831 voru nokkrir öldungar á ferð heim til Kirtland frá landi Síonar í Missouri. Ferðalöngunum var heitt og þeir voru þreyttir og spenna þróaðist fljótlega yfir í deilur. Svo virtist sem uppbygging Síonar, borgar elsku, einingar og friðar, myndi taka langan tíma.

Uppbygging Síonar – í Missouri 1831 eða í hjörtum okkar, fjölskyldum og deildum í dag – gerir sem betur fer ekki kröfu um að við séum fullkomin. „En af yður er krafist, að þér fyrirgefið öllum mönnum,“ sagði Drottinn (Kenning og sáttmálar 64:10). Hann „krefst hjartans og viljugs huga“ (vers 34). Hann krefst líka þolgæðis og kostgæfnis, því Síon er byggð á undirstöðu hins „smáa,“ af þeim sem „[þreytast] ekki á að gjöra gott“ (vers 33).

Sjá einnig Heilagir, 1:133–34, 136–37.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 64:1–11

trúarskólatákn
„Fyrirgefið hver öðrum.“

Hugleiðið eftirfarandi við lestur Kenningar og sáttmála 64:1–11:

  • Hugsið um tíma þegar Drottinn fyrirgaf ykkur. Hvernig leið ykkur?

  • Þurfið þið að fyrirgefa einhverjum? Hvers vegna getur það verið svona erfitt að fyrirgefa öðrum? Hvað hjálpar ykkur að sigrast á þessum örðugleikum?

  • Hvaða sannleikur um fyrirgefningu í Kenningu og sáttmálum 64:1–11 virðist ykkur mikilvægur? Af hverju haldið þið að Drottinn bjóði okkur að „fyrirgefa öllum“? (vers 10).

Ef þið eigið erfitt með að fyrirgefa, íhugið þá að lesa boðskap öldungs Jeffreys R. Holland „Þjónusta sáttargjörðar“ (aðalráðstefna, október 2018) eða boðskap Kristinar M. Yee „Höfuðdjásn í stað ösku: Hinn læknandi vegur fyrirgefningar“ (aðalráðstefna, október 2022). Hvað lærið þið um það hvernig Kristur getur hjálpað ykkur við að fyrirgefa?

Fjölskyldusambönd geta veitt mörg tækifæri til fyrirgefningar. Hugsið til fjölskyldumeðlima ykkar. Hverjum þurfið þið að fyrirgefa? Hvernig er að okkur „þrengt“ (vers 8) þegar við fyrirgefum ekki öðrum? Hvernig myndi fyrirgefning hafa áhrif á fjölskyldusambönd ykkar?

Sjá einnig Topics and Questions, „Forgiveness,“ Gospel Library; Forgiveness: My Burden Was Made Light (myndband), Gospel Library.

8:24

Forgiveness: My Burden Was Made Light

faðir og sonur faðmast

„Þér eigið að fyrirgefa hver öðrum“ (Kenning og sáttmálar 64:9).

Kenning og sáttmálar 64:31–34

Drottinn krefst „hjartans og viljugs huga“ af mér.

„Þreytist“ þið einhvern tíma á öllu því sem þið reynið að koma til leiðar með því að „gjöra gott“? Leitið að boðskap Drottins fyrir ykkur í Kenningu og sáttmálum 64:31–34. Hvað vill himneskur faðir að þið gerið til að leiða fram hans „[mikla] verk“?

Hugsið um áþreifanlegt dæmi sem gæti táknað vers 33 – eitthvað stórt sem er samsett af minni hlutum, eins og mósaík eða múrsteinshús. Hvaða er það „smáa“ sem þið getið gert daglega til að „leggja grunninn að miklu verki“ Guðs? Hver eru nokkur dæmi um hið „[mikla verk]“ sem Drottinn hefur falið ykkur?

Kenning og sáttmálar 64:31–34

„Hjarta og viljugur hugur“

Öldungur Donald L. Hallstrom lagði til þessa mögulegu merkingu orðtaksins „hjarta og viljugur hugur“:

„Hjartað er táknrænt fyrir elsku og skuldbindingu. Við fórnum og berum byrðar fyrir þá sem við elskum, sem við myndum ekki gera af öðrum ástæðum. Ef elska væri ekki til, drægi úr skuldbindingu okkar. …

,Viljugur hugur‘ er að gera okkar besta í verki og hugsun og leita visku Guðs. Ég legg til að mikilvægasti lærdómur lífs okkar ætti að snúast um það sem er eilíft í eðli sínu. Í því felst að það verður að vera algjör samhljómur á milli þess að heyra orð Guðs og hlíta því („The Heart and a Willing Mind,“ Ensign, júní 2011, 31–32).

Kenning og sáttmálar 64:41–43

Síon verður „merki fyrir allar þjóðir.“

Merki er „fáni sem fólk þjappar sér saman um vegna sameiginlegs markmiðs eða til auðkennis“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Merki,“ Gospel Library). Hvernig hefur Síon – eða kirkja Drottins – verið ykkur sem merki? Skoðið fleiri dæmi um hluti sem haldið er á lofti, eins og merki, til að blessa fólkið: 4. Mósebók 21:6–9; Matteus 5:14–16; Alma 46:11–20. Gætið að öðrum lýsingum Drottins á Síon í Kenningu og sáttmálum 64:41–43.

Sjá einnig „Lát Síon Skarta skrautklæðum,“ sálmamappa, nr. 152.

Kenning og sáttmálar 65

Guðs ríki á jörðu býr heiminn undir endurkomu frelsarans.

Í Kenningu og sáttmálum 65 er innblásin lýsing á hlutverki kirkju Drottins á síðari dögum. Íhugið að leita í þessum kafla í leit að svörum við spurningum eins og þessum: Hverju vill Drottinn að ríki hans komi til leiðar á jörðunni? Hvað vill hann að ég geri til að hjálpa?

Sjá einnig „Prepare Today for the Second Coming“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

1:7

Prepare Today for the Second Coming

Kenning og sáttmálar 66

Drottinn þekkir hugsanir hjarta míns.

Stuttu eftir að William E. McLellin gekk í kirkjuna, bað hann Joseph Smith að opinbera sér vilja Guðs varðandi sig sjálfan. Joseph vissi það ekki, en William hafði fimm persónulegar spurningar sem hann vonaði að Drottinn svaraði með spámanni sínum. Við vitum ekki hverjar spurningar Williams voru, en opinberunin sem ætluð var honum, sem nú er Kenning og sáttmálar 66, svaraði öllum spurningum Williams, „svo hann varð fyllilega ánægður“ („William McLellin’s Five Questions,“ í Revelations in Context,138).

Þegar þið lesið kafla 66, íhugið þá hvað Drottinn vissi um William McLellin og áhyggjur og ásetning hjarta hans. Hvernig hefur Drottinn sýnt ykkur að hann þekkir ykkur? Ef þið hafið hlotið patríarkablessun, gætuð þið ígrundað hana. Hvað hjálpar heilagur andi ykkur að skilja um vilja Guðs fyrir ykkur, er þið gerið svo?

Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 03

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 64:7–10

Jesús Kristur vill að ég fyrirgefi öllum.

Ábending: Er þið kennið börnum ykkar um boðorð Drottins að „[fyrirgefa] öllum,“ gætuð þið viljað útskýra að það að fyrirgefa þýðir ekki að leyfa fólki að skaða okkur. Hvetjið þau til að segja fullorðnum aðila sem þau treysta ef einhver meiðir þau eða snertir þau á óviðeigandi hátt.

  • Eftir lestur Kenningar og sáttmála 64:10 með börnum ykkar, ræðið þá við þau um merkingu þess að fyrirgefa einhverjum. Þið gætuð miðlað einföldum dæmum. Kannski gætu þau farið í hlutverkaleik með þessi dæmi til að æfa að fyrirgefa.

  • Þið gætuð beðið börn ykkar að æfa sig í því hvernig þau myndu kenna einhverjum – eins og yngra systkini – um að fyrirgefa öðrum. Hjálpið þeim að finna setningar í Kenningu og sáttmálum 64:7–10 sem þau gætu notað er þau kenna.

  • Syngið söng um fyrirgefningu,eins og „Hjálpa mér faðir“ (Barnasöngbókin, 52). Hvað kennir þessi söngur um að fyrirgefa öðrum?

Kenning og sáttmálar 64:33

„Hið mikla verk“ Guðs er byggt á „hinu smáa.“

  • Þið gætuð sýnt börnum ykkar einhverja hluti sem eru settir saman af smærri hlutum, eins og púsluspil eða mottu. Þið gætuð síðan lesið saman í Kenningu og sáttmálum 64:33. Hvert er „hið mikla verk“ Guðs? Hvað eru hinir „[smáu)“ hlutir sem getum gert til hjálpar?

Kenning og sáttmálar 64:34

Ég get fylgt Jesú í hjarta mínu og huga.

  • Er þið lesið í Kenningu og sáttmálum 64:34 fyrir börn ykkar, þá getið þið bent á hjarta ykkar og höfuð er þið lesið „hjarta“ og „huga“ og boðið börnunum að gera það með ykkur. Hvernig getum við gefið frelsaranum hjörtu okkar (þrár) og huga (hugsanir)?

Leggið áherslu á fordæmi Jesú Krists. Íhugið hvernig þið getið lagt áherslu á fordæmi frelsarans þegar þið lærið eða kennið. Þegar þið kennið til dæmis um Kenningu og sáttmála 64:34, þá gætuð þið talað við börn ykkar um það hvernig frelsarinn gaf föður sínum á himnum hjarta sitt (þrár) og huga (hugsanir). (Sjá Kenna að hætti frelsarans6.)

Kenning og sáttmálar 66

Drottinn veit hver ég er og elskar mig.

  • Hjálpið börnum ykkar að skilja að William E. McLellin hafði fimm spurningar fyrir Drottin. Joseph Smith meðtók svör við þessum spurningum þó að hann vissi ekki hverjar spurningar Williams væru. Segið börnum ykkar frá því þegar Drottinn sýndi ykkur það sem hann vildi að þið gerðuð og talið um þær blessanir sem komu af því að fylgja leiðsögn hans. Þið gætuð þá lesið saman Kenningu og sáttmála 66:4 og boðið börnum ykkar að leita tækifæra til að skilja hvað það er sem Drottinn vill að þau geri.

    síðari koma frelsarans

    Hluti af Síðari koman, eftir Kevin Keele.

Kenning og sáttmálar 65

Ég get hjálpað við að búa heiminn undir að taka á móti Jesú Kristi.

  • Þegar börn ykkar skoða mynd af síðari komu frelsarans, biðjið þau þá að lýsa því sem þau sjá eða því sem þau vita um þennan viðburð. Þið gætuð einnig gefið börnum ykkar orð eða orðtök um síðari komuna til að leita að í Kenningu og sáttmálum 65. Hverju kenna þessi orð eða orðtök okkur? Hvernig getum við búið okkur undir endurkomu frelsarans?

Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

frelsarinn fyrirgefur konu

Fyrirgefning, eftir Greg Olsen.

verkefnasíða fyrir börn