Kom, fylg mér 2024
22.–28. júlí: „Gróðursetja orðið í hjörtum yðar.“ Alma 32–35


„22.–28. júlí: ‚Gróðursetja orðið í hjörtum yðar.‘ Alma 32–35,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„22.–28. júlí. Alma 32–35,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
sáðkorn í barnshönd

22.–28. júlí: „Gróðursetja orðið í hjörtum yðar“

Alma 32–35

Hvað Sóramítana varðaði, þá fólst bæn í því að standa í allra augnsýn og endurtaka hégómleg, sjálfselskuleg orð. Sóramítana skorti trú á Jesú Krist – þeir afneituðu jafnvel tilvist hans – og ofsóttu hina fátæku (sjá Alma 31:9–25). Andstætt því kenndu Alma og Amúlek einarðlega að bænin hefði meira að gera með það sem ætti sér stað í hjartanu heldur en á opinberum vettvangi. Ef við sýndum ekki samúð með nauðstöddum, væri bæn okkar „til einskis og gjörir … ekkert gagn“ (Alma 34:28). Mest um vert er að við biðjumst fyrir vegna þess að við trúum á Jesú Krist, sem býður frelsun með fórn sem er „algjör og eilíf fórn“ (Alma 34:10). Slík trú, útskýrði Alma, verður til af auðmýkt og „löngun til að trúa“ (Alma 32:27). Með tímanum og stöðugri næringu, fer orð Guðs að skjóta rótum í hjörtum okkar, þar til það „verður að tré, sem vex upp til ævarandi lífs“ (Alma 32:41).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 32:17–43

Ég iðka trú á Jesú Krist með því að gróðursetja og næra orð hans í hjarta mínu.

Þegar þið lesið Alma 32:17–43, gætið þá að orðum og orðtökum sem hjálpa ykkur að skilja hvernig iðka á trú á Jesú Krist. Hvað lærið þið um það hvað er trú og hvað ekki?

Önnur leið til að læra Alma 32 er að teikna myndir sem sýna mismunandi vöxt sáðkorns. Merkið síðan hverja mynd með orðum í Alma 32:28–43, sem hjálpa ykkur að skilja hvernig gróðursetja og næra má orð Guðs í hjarta ykkar.

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Kristur er risinn; trú á hann mun færa fjöll úr stað,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

Alma 32:26–43

Ég get vitað fyrir mig sjálfa/n.

Hvað Sóramítana varðaði, sem voru enn ekki vissir um vitnisburð Alma um Krist, lagði Alma til að þeir gerðu „tilraun“ (sjá Alma 32:27). Tilraunir krefjast löngunar, forvitni, aðgerða og að hið minnsta lítillar trúar – og þær geta leitt til dásamlegra uppgötvana! Hugsið um tilraunir sem þið hafið séð eða tekið þátt í. Hvers konar tilraun getur leitt til trúar á Jesú Krist, samkvæmt Alma 32:26–36?

Hvernig hafið þið gert „tilraun“ með orð Guðs og komist að því að „orðið sé gott“? (Alma 32:28).

Alma 33:2–11; 34:17–29

Ég get tilbeðið Guð í bæn, alltaf og alls staðar.

Leiðsögn Alma og Amúleks um tilbeiðslu og bænir áttu að leiðrétta ákveðinn misskilning meðal Sóramítanna. Íhugið að skrá hann (sjá Alma 31:13–23). Þar við hlið gætuð þið skráð sannleika um bænina sem finna má í Alma 33:2–11 og 34:17–29. Hvernig hefur það sem þið lærið af þessum versum áhrif á bænir ykkar og tilbeiðslu?

Þið gætuð líka fundið svör í orðum sálms um bæn, eins og „Ó, blessuð sértu bænastund“ (Sálmar, nr. 44).

Alma 34:9–16

Ljósmynd
seminary icon
Ég þarfnast Jesú Krists og friðþægingar hans.

Gætið að því hversu oft Alma notaði orðin algjör og eilíf til að lýsa friðþægingarfórn frelsarans í Alma 34:9–14. Hvers vegna er mikilvægt að vita að friðþæging frelsarans sé algjör og eilíf? Gætið að orðum og orðtökum í þessum versum sem líka greina frá friðþægingu frelsarans: Hebreabréfið 10:10; 2. Nefí 9:21; Mósía 3:13.

Þótt við vitum að kraftur Jesú til að frelsa sé óendanlegur og eilífur, gætum við stundum efast um að hann eigi við um okkur sjálf – eða einhvern sem hefur syndgað gegn okkur. Öldungur David A. Bednar talaði eitt sinn um þá sem „virðast trúa á frelsarann en trúa ekki að lofaðar blessanir hans séu þeim fáanlegar“ („Ef þér hafið þekkt mig,“ aðalráðstefna, október 2016). Hvað gæti komið í veg fyrir að við tökum fyllilega á móti krafti frelsarans? Hugleiðið hvernig þið getið vitað að friðþæging Jesú Krists sé algjör og eilíf.

Til að hugleiða hversu mikið þið þurfið á friðþægingu frelsarans að halda, gæti það hjálpað að hugsa um eitthvað sem þið þarfnist á hverjum degi. Spyrjið ykkur sjálf: „Hvernig væri líf mitt án þessa?“ Þegar þið síðan lærið Alma 34:9–16, hugleiðið þá hvernig líf ykkar væri án Jesú Krists. Þið gætuð fundið annan skilning í 2. Nefí 9:7–9. Hvernig mynduð þið draga saman Alma 34:9–10 í eina setningu?

Sjá einnig Michael John U. Teh, „Persónulegur frelsari okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2021; Gospel Topics, „Atonement of Jesus Christ,“ Gospel Library; „Reclaimed“ (myndband), Gospel Library.

Alma 34:30–41

„Nú er tíminn og dagur hjálpræðis ykkar.“

Ímyndið ykkur að þið hyggist taka þátt í maraþoni eða spila á tónleikum. Hvað myndi gerast ef þið biðuð með að æfa ykkur fram að atburðardegi? Hvernig tengist þetta dæmi aðvörunum Amúleks í Alma 34:32–35? Hvaða hætta felst í því að fresta því að iðrast og breytast?

Vers 31 hefur líka að geyma boðskap fyrir þá sem gætu haft áhyggjur af því að hafa þegar frestað þessu of lengi og að of seint sé að iðrast. Hvern mynduð þið segja þann boðskap vera?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 32:1–16

Drottinn getur kennt mér þegar ég vel að sýna auðmýkt.

  • Alma og Amúlek náðu árangri við að kenna Sóramítunum sem voru auðmjúkir. Hvað merkir að vera auðmjúkur? Hjálpið börnum ykkar að finna skilgreininguna á auðmýkt í Leiðarvísi að ritningunum. Hvaða aðrar vísbendingar um merkingu þessara orða getum við fundið í Alma 32:13–16? Bjóðið börnum ykkar að ljúka við setningu eins og þessa: „Ég sýni auðmýkt þegar ég .“

Alma 32:28–43

Vitnisburður minn um Jesú Krist vex þegar ég næri hann.

  • Sáðkorn, tré og ávöxtur eru kunnir hlutir sem geta hjálpað börnum ykkar að skilja flóknar reglur eins og trú og vitnisburð. Látið börn ykkar halda á sáðkorni meðan þau lesa Alma 32:28. Þið gætuð síðan beðið þau að hjálpa ykkur að hugsa um það hvernig vöxtur vitnisburðar um Jesú Krist sé eins og að gróðursetja og næra sáðkorn (sjá „kafla 29: Alma kennir um trú og orð Guðs,“ Sögur úr Mormónsbók, 81). Þið gætuð ef til vill gróðursett sáðkornið ykkar og rætt hvað þarf til að sáðkorn – eða vitnisburður – geti vaxið.

  • Mynd af tré fylgir þessum lexíudrögum; þið gætuð notað hana til að útskýra orð Alma í Alma 32:28–43. Þið gætuð líka þess í stað farið í göngutúr og fundið plöntur á mismunandi vaxtarstigum og lesið vers í Alma 32 þar sem vexti plöntu er líkt við trú okkar. Börn ykkur gætu líka þess í stað teiknað tré á töfluna og bætt við laufblaði eða ávexti í hvert sinn sem þau hugsa um eitthvað sem þau gætu gert til að stuðla að vexti vitnisburðar síns um Jesú Krist.

  • Þið gætuð leyft börnum ykkar að reyna að troða fræi (sem táknar orð Guðs) ofan í stein (sem táknar drambsamt hjarta) og ofan í mjúkan jarðveg (sem táknar auðmjúkt hjarta). Lesið saman Alma 32:27–28. Ræðið merkingu þess að gefa orði Guðs „rúm“ (vers 27) í hjörtum okkar.

Teikna myndir. Sumum gengur betur að læra þegar þeir teikna myndir af námsefninu. Börn ykkar gætu notið þess að teikna sáðkorn sem verður að tré meðan þau læra Alma 32.

Alma 33:2–11; 34:17–27

Ég get beðið til himnesks föður alltaf og um allt.

  • Hjálpið börnum ykkar að finna orðtök sem lýsa þeim stöðum sem við getum beðist fyrir á (í Alma 33:4–11) og það sem við getum beðist fyrir um (í Alma 34:17–27). Þau gætu ef til vill teiknað myndir af sér sjálfum að biðjast fyrir á þessum stöðum. Miðlið hvert öðru upplifunum þegar himneskur faðir bænheyrði ykkur. Þið gætuð líka sungið söng um bæn, eins og „Trú“ (Barnasöngbókin, 50).

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
ávöxtur á tré

„Vegna kostgæfni ykkar, trúar ykkar og þolinmæði við að næra orðið … sjá, þá munuð þið senn uppskera ávöxt þess, sem er mjög dýrmætur“ (Alma 32:42).