Kom, fylg mér 2024
1.–7. júlí: „Ég mun gjöra yður að verkfæri.“ Alma 17–22


„1.–7. júlí: ‚Ég mun gjöra yður að verkfæri.‘ Alma 17–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„1.–7. júlí. Alma 17–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Ammon talar við Lamoní konung

Ammon og Lamoní konungur, eftir Scott M. Snow

1.–7. júlí: „Ég mun gjöra yður að verkfæri“

Alma 17–22

Hugsið um allar hugsanlegar ástæður sem fólk gæti gefið fyrir því að miðla ekki fagnaðarerindinu: „Ég veit ekki nógu mikið“ eða „ég er ekki viss um að þau hafi áhuga“ eða kannski „ég óttast að mér verði hafnað.“ Ef til vill hafið þið stundum hugsað eitthvað álíka. Nefítarnir höfðu aðra ástæðu fyrir því að miðla Lamanítum ekki fagnaðarerindinu: Þeim var lýst sem „[villtri þjóð], sem var full af hörku og grimmd, þjóð, sem naut þess að myrða Nefíta“ (Alma 17:14; sjá einnig Alma 26:23–25). Synir Mósía höfðu þó jafnvel enn ríkari ástæðu fyrir því að finnast þeir verða að miðla Lamanítunum fagnaðarerindinu: „Þeir þráðu, að hverri skepnu yrði boðuð sáluhjálp, því að þeir máttu ekki til þess hugsa, að nokkur mannssál færist“ (Mósía 28:3). Þessi elska sem innblés Ammon og bræður hans, getur líka innblásið ykkur til að miðla fjölskyldu ykkar, vinum og kunningjum fagnaðarerindinu – jafnvel þeim sem eru ólíklegir til að meðtaka það.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 17:1–4

Einföld og stöðug hollustuverk við Krist hjálpa mér að taka á móti krafti hans.

Hvað lærið þið af Alma 17:1–4 um það hvernig þið viðhaldið vitnisburði ykkar um og sterkri trú á Jesú Krist? Hvað gerðu synir Mósía og hvernig blessaði Drottinn þá?

Þegar þið lesið um upplifanir sona Mósía í Alma 17–22, gætið þá að því hvernig andlegur undirbúningur þeirra hafði áhrif á þjónustu þeirra meðal Lamanítanna (sjá t.d. Alma 18:10–18, 34–36; 20:2–5; 22:12–16). Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að fylgja fordæmi þeirra?

Alma 17:6–12; 19:16–36

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég get verið verkfæri í höndum Guðs.

Þótt frásagnirnar um trúskiptin sem við lesum um í ritningunum feli oft í sér dramatíska viðburði, þá er kjarninn sá að þar eru einstaklingar sem höfðu hugrekki til að mæla fram og miðla trú sinni á Jesú Krist. Hugsið um þetta er þið lesið um Abis og syni Mósía í þessari viku.

Hver haldið þið að merking þess sé að leggja sig fram við að skilja Guðs orð með hjartanu? Það gæti verið gagnlegt að hugsa um verkfæri eða áhöld sem þið kunnið að nota í daglegu lífi. Gætið að því í Alma 17:6–12 sem synir Mósía gerðu, svo þeir gætu verið verkfæri í höndum Guðs. Hvernig getið þið orðið öflugri verkfæri við að hjálpa öðrum að koma til Krists?

Hvað vekur áhuga ykkar varðandi Abis í Alma 19:16–36? Hvað lærið þið af henni um að hjálpa öðrum að styrkja trú á Jesú Krist? Dæmi: Hvað finnst ykkur að gæti hjálpað þeim sem þið elskið að „trúa á kraft Guðs“? (Alma 19:17).

Þið gætuð líka borið upplifun Abis saman við reglurnar sem öldungur Dieter F. Uchtdorf kenndi í „Trúboðsstarf: Miðla af hjartans list“ (aðalráðstefna, apríl 2019). Hvernig var Abis lifandi dæmi um hinar „fimm einföldu ábendingar“ öldungs Uchtdorfs? Reynið að skrifa niður eitthvað af því sem þið gætuð sagt um Jesú Krist. Dæmi: „Mér finnst Jesús Kristur …“ eða „frelsarinn hjálpar mér að …“

Sjá einnig Gospel Topics, „Ministering as the Savior Does,“ Gospel Library; „Brightly Beams Our Father’s Mercy,“ Hymns, nr. 335; „Come and See,“ „Come and Help,“ „Come and Belong“ (myndbönd), Gospel Library.

Hafið sýnikennslu. Í hvert sinn sem fólk getur séð eða snert eitthvað sem tengist því sem það er að læra, mun það líklega muna það lengur. Ef þið eruð t.d. að kenna um Alma 17:11, skuluð þið íhuga að sýna hljóðfæri eða skriffæri til að hvetja til umræðu um að vera verkfæri í höndum Guðs.

Alma 17–19

Þegar við sýnum öðrum elsku getum við hjálpað þeim að meðtaka fagnaðarerindi Jesú Krists.

Leitið að versum í Alma 17–19 sem sýna hvernig elska Ammons til Lamanítanna varð hvati að því að miðla fagnaðarerindi Jesú Krists. Hvaða annan sannleika um að miðla fagnaðarerindinu lærið þið af fordæmi hans?

Sjá einnig „Ammon Serves and Teaches King Lamoni“ (myndband), Gospel Library.

Ljósmynd
Ammon bjargar sauðum konungs

Minerva K. Teichert (1888–1976), Ammon bjargar hjörðum konungs, 1949–1951, olía á masonítplötu, 35 15/16 × 48 tommur. Listasafn Brigham Young-háskóla, 1969.

Alma 19:36

Drottinn mun hjálpa mér að iðrast.

Eftir að hafa sagt frá afturhvarfi Lamonís og þjóðar hans, dró Mormón frásögnina saman með greinargerð um Jesú Krist. Hvað kennir Alma 19:36 ykkur um eiginleika Drottins? Hvað annað lærið þið af frásögninni í Alma 19:16–36 um hann? Hvenær hafið þið fundið arm Drottins útréttan til ykkar?

Alma 20:23; 22:15–18

Það er hverrar fórnar virði að þekkja Guð.

Berið saman það sem faðir Lamonís var fús til að gefa frá sér til að bjarga lífi sínu (sjá Alma 20:23) og það sem hann var síðar fús til að gefa frá sér til að hljóta gleði fagnaðarerindisins og þekkja Guð (sjá Alma 22:15, 18). Hugleiðið hverju þið gætuð fúslega fórnað til að þekkja Guð betur.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 17:2–3

Vitnisburður minn um Jesú Krist vex þegar ég les ritningarnar, bið og fasta.

  • Hvernig getur fordæmi sona Mósía hjálpað börnum ykkar að efla vitnisburð sinn um Jesú Krist? Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að finna það sem synir Mósía gerðu til að byggja upp sinn andlega styrk í Alma 17:2–3. Þau gætu síðan teiknað myndir eða fundið hluti sem tákna þessa hluti. Hjálpið þeim að skipuleggja hvað þau munu gera til að styrkja vitnisburð sinn um frelsarann.

Alma 17–19

Ég get miðlað öðrum fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Til að læra um að vera verkfæri í höndum Guðs, eins og synir Mósía voru, gætuð þið og börn ykkar skoðað verkfæri eða áhald og rætt um notagildi þess. Síðan gætuð þið lesið Alma 17:11 og rætt merkingu þess að vera verkfæri himnesks föður við að hjálpa fólki að læra um Jesú Krist.

  • Á verkefnasíðu þessarar viku eru myndir sem tákna sannleikann sem Ammon kenndi Lamoní konungi. Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að finna þennan sannleika í Alma 18:24–40. Börn ykkar gætu látist vera trúboðar og sagt frá því sem þau vita um þennan sannleika.

  • Eftir að þið hafið lesið um Abis með börnum ykkar (sjá Alma 19:16–20, 28–29), gætu þau látist vera Abis með því að hlaupa á stað, banka á hurðir og segja frá því sem gerðist í Alma 19:1–17. Hvernig getum við verið eins og Abis og miðlað því sem við vitum um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans? Börn ykkar gætu teiknað myndir af þeim sjálfum að miðla einhverjum fagnaðarerindinu eða sungið saman söng um að miðla fagnaðarerindinu, t.d. „Kölluð til að þjóna“ (Sálmar, 103).

Alma 17:21–25; 20:8–27; 22:1–3

Ég get hjálpað öðrum að koma til Krists með því að sýna þeim elsku mína.

  • Í fyrstu hertu Lamoní konungur og faðir hans hjarta sitt gagnvart fagnaðarerindinu. Síðar mýktust þeir í hjarta og trúðu á Jesú Krist. Hvernig átti það sér stað? Hjálpið börnum ykkar að koma fram með svör við þessari spurningu er þið rifjið upp með þeim upplifun Ammons. Þau gætu leikið „kafla 23: Ammon: Mikill þjónn“ og „kafla 24: Ammon hittir föður Lamonís konungs“ (Sögur úr Mormónsbók, 64–68, 69–70). Ef til vill gætu börn ykkar þess í stað teiknað myndir af ólíkum hlutum frásagnarinnar og notað þær til að segja söguna. Hvað gerði Ammon til að hjálpa Lamoní og föður hans að ljúka upp hjarta sínu fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists? (sjá Alma 17:21–25; 20:8–27; 22:1–3).

  • Þið og börn ykkar gætuð ef til vill hugsað um einhvern sem þyrfti að vita um Jesú Krist. Hjálpið þeim að hugsa um það hvernig þau geti verið góðar fyrirmyndir og sýnt þeim einstaklingi elsku, eins og Ammon gerði við Lamoní og föður hans.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
myndskreyting af Abis

Myndskreyting af Abis, eftir Dilleen Marsh