2018
Bæn: Lykill að vitnisburði og endurreisn
April 2018


Bæn: Lykill að vitnisburði og endurreisn

Úr aðalráðstefnuræðu október 2003.

Fylgið fordæmi Josephs Smith og hætti endurreisnarinnar. Takið ritningarnar í hönd. Krjúpið og biðjist fyrir. Biðjið í trú. Hlustið á heilagan anda.

Ljósmynd
clasped hands

Ljósmynd frá Getty Images

Við kirkjuleiðtogarnir erum oft spurðir: „Hvernig hlýt ég vitnisburð um hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists?“

Að öðlast vitnisburð og snúast til trúar byrjar með námi og bæn, síðan að lifa eftir fagnaðarerindinu með þolinmæði og þrautseigju, og bjóða og bíða eftir andanum. Líf Josephs Smith og háttur endurreisnarinnar er gott dæmi um þetta. Er [ég miðla] … boðskap endurreisnarinnar, skuluð þið leita að því sem leiðir til vitnisburðar. …

Mikill glundroði

Joseph Smith fæddist 23. desember 1805 í Sharon, Vermont. Hann fæddist inn í fjölskyldu sem baðst fyrir og las Biblíuna. Ungur fékk hann áhuga á trúmálum og uppgötvaði “mikinn glundroða” varðandi kenningar Krists, þar sem “prestur deildi við prest og trúskiptingur við trúskipting“ (Joseph Smith—Saga 1:6).

Glundroðinn … hófst mörgum öldum áður með því sem nefnt hefur verið fráhvarfið mikla. Páll postuli sagði, að dagur Krists kæmi ekki „nema fráhvarfið komi fyrst“ (2 Þess 2:3).

Nokkrum áratugum eftir upprisu Krists voru postular hans drepnir, kenningum hans spillt og prestdæmið tekið af jörðu. Páll, sem sá okkar tíma, spáði því hinsvegar að „er fylling tímans kæmi [myndi Guð] safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi“ (Efe 1:10). Hann myndi enn á ný endurreisa hina sönnu kirkju Krists á jörðu. …

Joseph finnur svar

Þegar Joseph … var 14 ára gamall lenti hann í „miðri orrahríð orða og deilna [um trúmál].“ Oft spurði hann sjálfan sig: „Hafi einhver [þessara kirkna] rétt fyrir sér, hver er það þá og hvernig get ég vitað það?“ (Joseph Smith—Saga 1:10).

Joseph sneri sér að Biblíunni í leit að svari. „Ef einhvern yðar brestur visku,“ las hann í Jakobsbréfinu, „þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast“ (Jakbr 1:5).

Ljósmynd
joseph praying

Úr Þrá hjarta míns II, eftir Walter Rane

Joseph fylgdi ábendingum Jakobs, fór út í trjálund einn í grennd við heimili sitt og baðst fyrir. Er hann ákallaði Guð „sá hann ljósstólpa yfir höfði sér“ og „tvær verur“ birtust. „Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni [Joseph] og sagði, um leið og hún benti á hina: Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“ (Joseph Smith—Saga 1:16–17).

Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, töluðu við Joseph. Þeir svöruðu spurningu hans. Þeir sögðu honum að hin sanna kirkja Krists hefði glatast á jörðu. Joseph komst að því að þessir meðlimir Guðdómsins voru aðskildar verur. Þeir þekktu hann með nafni og voru fúsir til að svara bænum hans. Himnarnir lukust upp, nótt fráhvarfsins var liðin og ljós fagnaðarerindisins tók að skína.

Líkt og Joseph leitum við mörg að ljósi sannleikans. … Líkt og Joseph verðum við að leita í ritningunum, biðja … [vera] auðmjúk og [læra] og iðka trú.

Moróní og gulltöflurnar

Næstu þrjú árin eftir Fyrstu sýnina [sagðist Joseph sig oft hafa misst kjarkinn vegna veikleika síns og ófullkomleika]. Hann missti hins vegar hvorki trúna né gleymdi mætti bænarinnar.

Þann 21. september 1823, þá sautján ára, kraup [Joseph] og bað „um fyrirgefningu á öllum syndum [sínum] … og [til að þekkja stöðu] sína gagnvart [Guði]“ (sjá Joseph Smith—Saga 1:29). Meðan hann baðst fyrir birtist ljós … og jókst „uns birtan var orðin þar meiri en um hábjartan dag“ (vers 30). Í því ljósi stóð maður klæddur kyrtli, „óviðjafnanlega hvítum“ (vers 31). Hann nefndi Joseph með nafni og kynnti sig sem Moróní. Hann sagði að „Guð ætlaði [Joseph] verk að vinna,“ og sagði honum frá fornri heimild sem „letruð væri á gulltöflur“ sem, eftir að hafa verið þýddar, yrði Mormónsbók. Bókin hefði að geyma fyllingu fagnaðarerindisins. (Sjá vers 33–34.) … Joseph var leiðbeint að … þessari heimild, sem grafin var … [í] nálægðri hæð sem nefnist Kúmóra.

Daginn eftir fann Joseph töflurnar, en á þeim tíma var honum ekki heimilt að birta þær. Moróní bauð Joseph að hitta sig þar á sama degi árlega næstu fjögur árin (sjá vers 52–53). Joseph hlýddi því. Á hverju ári fór hann til hæðarinnar þar sem Moróní gaf honum „upplýsingar“ (vers 54) varðandi endurreisnina á kirkju Krists. …

Joseph fékk töflurnar 22. september 1827, þá 21 árs. Hann hlaut einnig forn tæki til þýðingar, sem kölluð voru Úrím og Túmmím. Joseph notaði þessa þýðendur og hóf þýðingarverkið með hjálp heilags anda. …

Endurreisnin leidd fram

Tuttugu og þriggja ára vann Joseph við þýðingarnar á töflunum þegar hann og [ritari hans], Oliver [Cowdery], komu að grein um skírn til fyrirgefningar syndanna. … Þeir vildu vita meira. Joseph vissi hvað gera skildi.

Þann 15. maí 1829 fóru [Joseph og Oliver] út í skóg að spyrja Drottin. Meðan þeir báðust fyrir birtist Jóhannes skírari í „ljósskýi“ (Joseph Smith—Saga 1:68). Hann … var sá sem skírt hafði frelsarann [og] hafði nauðsynlega prestdæmislykla til að framkvæma þá helgiathöfn með valdi Guðs.

… Jóhannes … lagði hendur sínar á [höfuð Josephs og síðan Olivers] og veitti þeim [báðum] Aronsprestdæmið (sjá K&S 13; Joseph Smith—Saga 1:68–69). … Seint í maí eða snemma í júní 1829, veittu postularnir Pétur, Jakob og Jóhannes, Joseph og Oliver Melkísedeksprestdæmið, eða hið æðra.

Ljósmynd
conferring the Aaronic Priesthood

Endurreisn Melkísedeksprestdæmisins, eftir Walter Rane

Þýðingu Mormónsbókar lauk einnig í júní og bókin kom út innan við ári síðar, 26. mars, 1830. … Nokkrum dögum eftir það, þann 6. apríl, var kirkjan formlega stofnuð. … Eins og Páll hafði spáð, var hin forna kirkja Krists enn á ný stofnuð á jörðu.

Verki endurreisnarinnar var hins vegar ekki lokið. … [Kirtland musterið, fyrsta musterið sem byggt var á þessari ráðstöfun], var vígt … þann 27. mars 1836. Viku síðar, þann 3. apríl, var haldinn fundur þar. Eftir hátíðlega og hljóða bæn, … birtist Drottinn Jesús Kristur [Joseph og Oliver]. … Móse, Elísa og Elía birtust einnig [í Kirtland musterinu] og afhentu Joseph [prestdæmislyklana] (sjá K&S 110).

Ljósmynd
in the Kirtland Temple

Úr Jesús Kristur birtist spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery, eftir Walter Rane

Fyrirmynd til eftirbreytni fyrir okkur

Bræður og systur, sjáum við hvernig þessu var háttað? Undanfari allra meginatburða endurreisnarinnar – komu Morónís, útgáfu Mormónsbókar, endurreisnar prestdæmisins og komu Jesú Krists [í] hans helga musteri – var bænin. …

[Oft] hef ég fengið óhrekjanlegan vitnisburð anda Guðs, líkt og brenni í hjarta mér, um að endurreisn fagnaðarerindisins er sannleikur. … [Ef þið vitið þetta ekki fyrir ykkur sjálf], má ég þá benda ykkur á að taka boði Morónís í Mormonsbók: „Og þegar þér meðtakið þetta, þá hvet ég yður að spyrja Guð, hinn eilífa föður, í nafni Krists, hvort þetta er ekki sannleikur. Og ef þér spyrjið í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist, mun hann opinbera yður sannleiksgildi þess fyrir kraft heilags anda. Og fyrir kraft heilags anda getið þér fengið að vita sannleiksgildi allra hluta“ (Moró 10:4–5). …

… Fylgið fordæmi Josephs Smith og hætti endurreisnarinnar. Takið ritningarnar í hönd. Krjúpið og biðjist fyrir. Biðjið í trú. Hlustið á heilagan anda. … Í nafni Jesú Krists, lofa ég ykkur að „ef þið … biðjið til [himnesks föður] í trú og í vissu um bænheyrslu og haldið auk þess boðorð [Drottins] af kostgæfni, mun þetta vissulega kunngjört ykkur“ (1 Ne 15:11).