2018
Hamingja: Meira en hugarástand
April 2018


Hamingja: Meira en hugarástand

Ljósmynd
happy breakfast plate

Okkur er sagt að gleði sé tilgangur tilveru okkar (sjá 2 Ne 2:25). Afhverju virðist hamingjan þá stundum torskilin? Kannski vegna þess að við skiljum ekki hvað hamingja er … og hvað ekki.

Hvað er hamingja?

Á einfaldasta stigi er hamingja tímabundin hækkun á huglægu ástandi ykkar, á hærra stigi en venjulegt tilfinningalegt jafnvægi.1 Með öðrum orðum, þá er hún góð tilfinning.

Það eru margar leiðir til að vekja tilfinningaleg hughrif – grínast með vini, fara í skemmtilegan leik eða jafnvel borða ostakökusneið – en þau eru skammvin. Oft förum við frá einum gleðigjafa yfir í annan og reynum þannig að endurheimta slíka tilfinningalega hughrifssveiflu. Er þá ekki til varanleg hamingja?

Jú – en erfiðara er að höndla hana en við höldum og það er ástæða þess að við missum oft marks. Veröldin segir að innihaldsríkt líf þurfi að vera fyllt ævintýrum, að hver dagur þurfi að búa yfir stöðugum spennuunaði og ánægju. Sannleikurinn er þó sá að þið þurfið ekki spennuhughrif til að geta lifað „eftir leiðum hamingjunnar“ (2 Ne 5:27). Hin varanlega hamingja – sem við getum kallað sanna hamingju – er fremur rósemdarástand og stöðug vellíðan, heldur en augljós sæluvíma. Fjör og ánægja fjara út, en sönn hamingja er ekki skapsveifla – hún varir mikið lengur. Ef ánægjuupplifun ykkar er að vekja tilfinningar yfir jafnvægi, væri sönn hamingja eins og að hækka sjálft jafnvægisástandið.2

Þið gætuð talið að stöðug hamingja fælist í stöðugri velmegun og lausn frá sársauka og raunum. Rannsóknir sýna þó að hagstæðar aðstæður tryggja ekki hamingju og að hún þarf ekki að vera fjarri í óhagstæðum aðstæðum. Þessi í stað þá er eigið val einhver mesti áhrifavaldur hamingju ykkar.3 Öldungur Ulisses Soares, í forsætisráði hinna Sjötíu, sagði: „Hamingjan ákvarðast af venjum, breytni og hugsunum sem við getum rekið til fyrirfram ákveðins atferlis. Hamingja er meira en bara gott skap eða áhyggjulaust líf – hún er ákveðið viðhorf og lífsmáti sem við getum tamið okkur. Almennt er lundarfar vissulega erfða- og uppeldistengt, en persónulegt val okkar gegnir mikilvægu hlutverki. Í stuttu máli, þá „er hamingjan valkostur hvers og eins.“4

Hvernig getum við verið hamingjusöm?

Hvernig „veljum“ við þá að vera hamingjusöm? Hver er hin leynda uppskrift að ostaköku hamingjunnar? Líkt og öldungur Soares útskýrði, þá er sönn hamingja fólgin í „stöðugri vinnu fyrir einhverju mikilvægara í lífinu.“ Viktor Frankl, vel kunnur geðlæknir og eftirlifandi Helfararinnar, benti á að hamingjan væri „hliðarverkun persónulegrar trúmennsku við málstað sem er æðri manni sjálfum.“5

Hvaða málstaður gæti verið æðri en sá sem Guð lagði fyrir okkur? Við þurfum aðeins að einblína á áætlun himnesks föður í leit okkar að hamingju. Sú áætlun er jú ekki sögð vera „hamingjuáætlunin“ að ástæðulausu! (Alma 42:8, 16). Í ritningunum er ótal sinnum vitnað um að áætlun Guðs færi okkur hamingju (sjá 2 Ne 2:13; He 13:38). Þótt réttlátt líferni forði okkur ekki frá hverskyns harmi, þá gerir það að verkum að við verðum hæfari til að upplifa hamingju í þessu lífi, auk þess verður niðurstaða þess upphafning og eilíf gleði í komandi heimi.

Hamingja er líkt og trúin, hún getur veikst eða styrkst, allt eftir eigin breytni. Ef þið eltið ólar við stundlega ánægju, þá mun hamingja ykkar „berast fram og aftur af hverjum vindi“ (Efe 4:14). Ef þið keppið hinsvegar að því að lifa réttlátlega, þá munið þið þróa viðvarandi frið og lífshamingju sem standast mun alla storma. Þegar þið takið trú fram yfir skemmtanir, getið þið upplifað sanna gleði – gleði sem aðeins er hægt að upplifa með „sannri iðrun og sannri auðmýkt“ (Alma 27:18).

Heimildir

  1. Sjá Carolyn Gregoire, „This Is Scientific Proof That Happiness Is a Choice,“ HuffPost, 13. des. 2013, huffingtonpost.com/2013/12/09/scientific-proof-that-you_n_4384433.html.

  2. Sjá Alex Lickerman, „How to Reset Your Happiness Set Point,“ Pyschology Today, 21. apríl 2013, psychologytoday.com/blog/happiness-in-world/201304/how-reset-your-happiness-set-point.

  3. Sjá Michael Mendelsohn, „Positive Psychology: The Science of Happiness,“ ABC News, 11. jan 2008, abcnews.go.com/Health/story?id=4115033&page=1.

  4. Carolyn Gregoire, „This Is Scientific Proof That Happiness Is a Choice.“

  5. Viktor E. Frankl, Man’s Search for Meaning (1984), 17.