2018
Körfur og krukkur
April 2018


Við ræðustólinn

Körfur og krukkur

Ljósmynd
Sister Okazaki

Ljósmynd af systur Okazaki birt með leyfir Church History Library; aðrar myndir frá Getty Images

Ljósmynd
baskets and bottles of fruit

Guð hefur gefið okkur margar gjafir, mikinn fjölbreytileika og séreinkenni, en eitt er þó mikilvægast sem við vitum um hvert annað – að við erum öll börn hans.

Áskoranir okkar sem meðlimir kirkjunnar er að læra af hverju öðru, svo við getum elskað hvert annað og vaxið saman.

Kenningar fagnaðarerindisins eru ófrávíkjanlegar. Þær eru nauðsynlegar, en umbúðirnar eru valkvæðar. Með einföldu dæmi ætla ég að ræða um menningarlegar umbúðir í ljósi kenninga kirkjunnar. Hér er krukka af ferskjum frá Utah, sem húsmóðir í Utah útbjó til að metta fjölskyldu sína á snjóþungum vetri. Húsmæður á Havaí sjóða ekki niður ferskjur. Þær týna ferskjur sem duga í fáeina daga og geyma þær í körfu fyrir fjölskyldu sína, eins og þessari. Í körfunni eru mangó, bananar, ananas og melónur … sem pólýnesísk húsmóðir hefur týnt til að metta fjölskyldu sína, í loftslagi þar sem ávextir vaxa allt árið um kring.

Karfan og krukkan eru ólík geymsluílát, en innihaldið er það sama: Ávextir fyrir fjölskyldu. Er krukkan eitthvað betri en karfan eða öfugt? Nei, þær eru báðar réttmætar. Þær eru hentug geymsluílát, viðeigandi fyrir menningarlegar aðstæður og þarfir fólksins. Hvor fyrir sig er hentug fyrir innihaldið sem þær geyma, sem er ávöxtur.

Fyrir hvað stendur þá ávöxturinn? Páll segir: „Ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð [og] bindindi“ [Gal 5:22–23]. Í systralagi Líknarfélagsins, í bræðralagi prestdæmissveita, er við komum saman í lotningu til að meðtaka sakramentið, er það ávöxtur andans sem sameinar okkur í kærleika, gleði og friði, hvort sem Líknarfélagið er í Taipei eða á Tonga, hvort sem prestdæmissveitin er í Montana eða í Mexíkó og hvort sem sakramentissamkoman er á Fidjieyjum eða á Filippseyjum.

… Þegar ég var kölluð í aðalforsætisráð Líknarfélagsins, sagði [Gordon B.] Hinckley forseti við mig: „Þú gæðir aðalforsætisráðið einstökum eiginleika. Þú verður kunn sem fulltrúi þeirra sem eru handan landamæra Bandaríkjanna og Kanada. … Þau munu sjá þig sem fulltrúa fyrir einingu þeirra innan kirkjunnar.“ Hann veitti mér þá blessun að tunga mín yrði leyst er ég talaði til fólksins.4

… [Þegar ég talaði í öðrum löndum,] þá fann ég að andinn flutti orð mín í hjörtu fólksins og frá þeim upplifði ég „ávöxt andans,“ sem var kærleikur þeirra til mín og gleði þeirra og trú. Ég fann að andinn sameinaði okkur.

Bræður og systur, hvort sem ávextir ykkar eru ferskjur eða melónur, og hvort sem þið færið okkur þá í krukkum eða körfum, þá þökkum við ykkur fyrir að gefa þá í kærleika. Faðir á himnum, megum við vera eitt og megum við vera þín,5 er bæn mín í hinu helga nafni frelsara okkar, Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Chieko N. Okazaki, Lighten Up! (1993), 7.

  2. Sjá Okazaki, Lighten Up!, 48–50; Gregory A. Prince, „,There Is Always a Struggle‘: An Interview with Chieko N. Okazaki,“ Dialogue: A Journal of Mormon Thought 45, nr. 1 (Spring 2012): 114–115.

  3. „Obituary: Okazaki, Chieko,“ Deseret News, 7. ágúst 2011.

  4. Sjá Prince, „There Is Always a Struggle,“ 121. Gordon B. Hinckley var fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu þegar systir Okazaki var kölluð árið 1990.

  5. Sjá Kenning og sáttmálar 38:27.