2016
Lærið að spila sálm á 10 mínútum!
April 2016


Lærið að spila sálm á 10 mínútum!

Ljósmynd
learn to play a hymn 1
Ljósmynd
learn to play a hymn 2
Ljósmynd
learn to play a hymn 3

Hafi ykkur einhvern tíma langað að leika á píanó, en aldrei lært það, þá gefst ykkur nú tækfæri. Allt sem þið þurfið er hljómborð. Ef ekkert hljómborð er heima hjá ykkur, getið þið haft þessa grein með ykkur og farið þangað sem píanó eða hljómborð er að finna, til þess að byrja að læra.

Eftir þessa einföldu lexíu ættuð þið að geta spilað sálm. Í raun er það mögulegt að þið getið spilað sálm þessarar lexíu eftir 10 mínútur!

Tilbúin? Byrjum þá!

Setja sig í stöðu til að leika á píanóið

  1. Þegar þið hafið sest við píanóið með fingurna á nótnaborðinu, færið bekkinn þá þannig að olnbogarnir séu örlítið bognir.

  2. Sitjið á miðjum bekknum, fyrir framan miðju nótnaborðsins.

  3. Sitjið framarlega á bekknum, bein í baki og hallið örlítið fram.

  4. Látið fæturna nema við gólfið.

  5. Látið fara vel um ykkur og haldið góðri stöðu.

  6. Gætið þess að lýsingin sé nægileg, til að þið sjáið nóturnar og nótnaborðið.

  7. Standið upp. Látið hendur síga afslappaðar með hliðum. Skynjið hina eðlislægu stöðu lófanna, líkt og haldið sé á bolta. Setjist aftur, setjið fingurna á nótnaborðið og haldið sömu eðlislægu stöðu lófanna.

  8. Hafið lófana rétt ofan við nótnaborðið og látið fingurna snerta miðju hins stóra svæðis hvítu nótnanna. Hafið lófana ofan við nótnaborðið, en látið þá ekki hvíla á nótunum eða á viðnum neðan við nóturnar.

  9. Sláið á nótuna með svæðinu rétt neðan við fingurgómana. Hafið alla fingurna sveigða og lyftið þeim með fingurhnúunum. Þegar þið sláið á nóturnar, haldið þá sveigðri stöðu fingranna.

Spilað eftir fingranúmerum

Við gefum hverjum fingri númer, til að hjálpa ykkur að staðsetja réttan fingur á viðeigandi nótu. Fingranúmerin eru skráð við nóturnar á síðunni.

Setjið hönd ykkar ofan við einhverjar fimm nótur og hafið hvern fingur ofan við eina nótu. Æfið fingranúmerin með því að spila nóturnar með viðeigandi fingri, eins og sýnt er. Nótur með upplegg eru fyrir hægri hendina. Nótur með niðurlegg eru fyrir vinstri hendina.

Spila „Ég græna hæð í huga lít“

Setjið hendurnar á nótnaborðið eins og hér er sýnt.

Notið svörtu nóturnar, tvær eða þrjár saman, til að finna finna rétta stöðu.

Spilið sálminn með því að slá á fingranúmerin eins og sýnt er. Nótur með upplegg eru fyrir hægri hendi og nótur með niðurlegg eru fyrir vinstri hendi. Æfið sálminn þar til þið hafið náð tökum á honum. Farið eftir reglunum níu um góða fingrasetningu, sem hér eru skráðar.

Nú hafið þið kynnst píanóleik og lært einfaldan sálm. Ef þið viljið læra fleiri sálma, þurfið þið að læra grunvallarreglur um takt, hljóðfall og nótur.

Hér er svo það besta: Lexían sem þið lærðuð hér, er fyrsta lexían í píanónámshefti kirkjunnar, sem er fáanlegt á sex tungumálum á dreifingarstöðvum kirkjunnar.1 Leiðbeiningarnar eru auðveldar og leiðandi, svo þið getið lært einsömul eða með öðrum. Þið getið jafnvel fengið alla fjölskyldu ykkar til að taka þátt í píanónámi á fjölskyldukvöldi. Hægt er að ljúka lexíunum á aðeins sex vikum.

Fjöldi kannana sýnir að einkanám í píanóleik getur bætt einbeitingu nemenda, lærdómshæfni og rökhugsun.2

Með því að læra tónlist, þróum við hæfileikana sem Drottinn hefur gefið okkur, aukum þekkingu okkar og uppgötvum margt sem við getum gert til að nota kunnáttu okkar og hæfileika til að byggja upp ríki hans.

Heimildir

  1. Ef þið hyggist panta píanónámshefið, farið þá á store.lds.org.

  2. Finnið Laura Lewis Brown, „The Benefits of Music Education,“ pbs.org; Jessica Velasco, „How the Arts Can Help Students Excel,“ the Science of Learning Blog, 11. des. 2012, scilearn.com/blog/how-arts-help-students-excel; „Music Helps Children Learn Maths,“ The Telegraph, 22. mars 2012, telegraph.co.uk.