2025
Kom, fylg mér – Verkefni
Júlí 2025


Kom, fylg mérVerkefni

30. júní–6. júlí: Kenning og sáttmálar 71–75

Þjónustuhjörtu

Börn setja pappírshjörtu á hurð

Guð kallar biskupa og greinarforseta til að hjálpa fólkinu að þjóna hvert öðru í deildum þess eða greinum (sjá Kenning og sáttmálar 72:2). Klippið út pappírshjörtu og skrifið á hvert þeirra það sem ykkur finnst dásamlegt um biskup ykkar eða greinarforseta. Límið hjörtun á hurðina á skrifstofu hans eða heimili.

7.–13. júlí: Kenning og sáttmálar 76

Himnesk sól

Barn heldur á sól úr gulum pappír

Einn daginn getum við lifað í himneska ríkinu með himneskum föður, Jesú Kristi og fjölskyldum okkar (sjá Kenning og sáttmálar 76:62, 70, 92). Ritningarnar líkja himneska ríkinu við sólina. Notið pappírsdisk eða blað til að búa til sól. Klippið út pappírsþríhyrninga fyrir sólargeisla og límið þá á hringinn. Ræðið hvað þið getið gert núna til að búa ykkur undir að dvelja hjá himneskum föður og Jesú Kristi einhvern daginn.

14.–20. júlí: Kenning og sáttmálar 77–80

Dýraverkefni

Barn heldur upp fingrum til að gera kanínueyru

Jesús Kristur skapaði allar skepnur á jörðunni undir handleiðslu Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 77:2). Farið í dýraágiskunarleik! Ein manneskja þykist vera ákveðið dýr. Allir aðrir reyna að giska á hvaða dýr hún er. Þegar þið giskið rétt á það, segið þá eitthvað sem ykkur líkar við dýrið.

21.–27. júlí: Kenning og sáttmálar 81–83

Syngja og biðja

Börn syngja

Himneskur faðir heyrir ætíð bænir okkar (sjá Kenning og sáttmálar 81:3). Syngið „Bæn barns“ með fjölskyldu ykkar (Barnasöngbókin, 6). Byrjið lagið með aðeins einum einstaklingi. Fáið síðan alla aðra til að slást í hópinn, hægt og rólega. Eftir að þið hafið sungið saman, ræðið þá um það sem þið getið beðið fyrir sem fjölskylda.

PDF-síða

Ljósmyndir: Christina Smith