2022
Ljós og friður musterisins
Júlí/Ágúst 2022


Frá Æðsta forsætisráðinu

Ljós og friður musterisins

Tekið úr „Ég má til musterisins gá,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

Ljósmynd
President Eyring and his daughter outside temple

Að horfa á musteri eða mynd af musteri getur vakið þrá til að fara þangað einhvern tíma. Sá dagur mun koma þegar þið getið hlotið musterismeðmæli til að taka þátt í skírnum í musterinu. Þegar þið eruð skírð fyrir einhvern sem er dáinn, hjálpið þið frelsaranum í því helga verki hans að blessa barn himnesks föður.

Fyrir mörgum árum fór ég í musterið með dóttur minni. Hún var síðust til að láta skírast þann dag. Musterisþjónn spurði dóttur mína hvort hún gæti dvalið lengur til að láta skírast fyrir alla hvers nöfn voru tilbúin þann dag. Hún sagði já.

Ég fylgdist með dóttur minni stíga ofan í skírnarfontinn. Skírnirnar hófust. Vatnið streymdi um andlit hennar í hvert sinn sem hún kom upp úr vatninu. Aftur og aftur var hún spurð: „Getur þú gert meira?“ Í hvert sinn sagði hún já ákveðinni röddu. Hún fór ekki fyrr en síðasti einstaklingurinn á listanum hafði skírst í nafni Jesú Krists.

Ég man enn eftir tilfinningu ljóss og friðar, þegar við gengum saman frá musterinu. Á þennan hátt lyftir og breytir musterisþjónusta okkur.

Ljós musteris

Ljósmynd
temple pictures to cut out

Komið þessum myndum fyrir á heimili ykkar til að minna ykkur á að þið getið farið í musterið einhvern daginn.

Myndskreyting eftir David Habben