2022
Eftirlætis lag Fatimu
Júlí/Ágúst 2022


Eftirlætis lag Fatimu

Ljósmynd
girl and mom walking together in Guatemala

Fatima valhoppaði eftir götunni. Hún var á gangi heim frá skóla með mömmu. Hún sönglaði meðan hún hoppaði.

„Fröken Lopez bað okkur að læra söng,“ sagði Fatima. „Geturðu kennt mér einn?“

Mamma brosti. „Auðvitað!“

Þegar þær mamma og Fatima komu heim sungu þær lög saman. Þær sungu mörg lög. Þær höfðu þó ekki sungið eftirlætis lagið hennar.

„Get ég sungið Barnafélagslag?“ spurði Fatima.

„Auðvitað,“ sagði mamma.

Fatima söng: „Fjölskyldur geta átt eilífð saman.“ Hún æfði texta lagsins með mömmu. Hún söng hann síðan einsömul. Hún söng hann þar til hún hafði lært allan textann.

Í skólanum var Fatima spennt yfir að miðla bekknum sínum söngnum.

„Vill einhver syngja sönginn sinn fyrir hina?“ spurði fröken Lopez.

Fatima rétti upp hönd. „Ég vil gera það!“

Hún stóð upp og brosti. „Fjölskyldu mína hér á jörð ég hjarta kæra á,“ söng hún.

Fatima fann gleði í því að syngja. Hún mundi eftir öllum textanum! Allir í bekknum klöppuðu fyrir henni.

Ljósmynd
girl singing to classmates

Eftir skóla kom mamma til að ná í Fatimu. Fröken Lopez ræddi við mömmu.

„Hún söng fallegt lag. Hún virtist alveg óhrædd.“

Fatima brosti. Mamma brosti líka.

„Við syngjum falleg lög í hverri viku í kirkju!“ sagði Fatima.

„Þú getur komið með okkur hvenær sem þú vilt,“ sagði mamma.

Fröken Lopez brosti. „Þakka þér fyrir.“

Fatima söng á leiðinni heim með mömmu. Henni fannst gaman að syngja fyrir bekkinn sinn. Það vakti henni gleði að syngja.

Myndskreyting eftir Alessia Girasole