2022
Musterisferð
Júlí/Ágúst 2022


Muster‑isferð

Ljósmynd
temple with palm trees outside

Hvernig er musterið að innanverðu? Skoðið Ríó de Janeiro musterið í Brasilíu að innanverðu til að komast að því. Musterið er heilagur staður þar sem fólk tekur á móti helgiathöfnum (helgiathafnir eru athafnir sem framkvæmdar eru með prestdæmisvaldi, eins og skírn).

Meðmælaborðið

Ljósmynd
check-in desk with painting of Jesus on wall

Þegar þið komið í musterið, mun sjálfboðaliði taka á móti ykkur. Ef þið eruð þar til að láta skírast og staðfestast fyrir aðra, munið þið sýna pappírsmusterismeðmæli. Þau sýna að þið eruð undir það búin að fara í musterið. Þið getið fengið musterismeðmæli hjá biskupi ykkar eða greinarforseta á 12 ára aldursári ykkar.

Skírnarsvæðið

Ljósmynd
baptistry inside temple

Í musterinu getum við látið skírast fyrir áa okkar og aðra sem dáið hafa án þess að hafa skírst. Þið getið líka verið staðfest fyrir þá, svo þeir geti hlotið gjöf heilags anda.

Helgiathafnaherbergi

Ljósmynd
room with chairs and curtain

Hér munið þið læra meira um áætlun himnesks föður um hamingju og tilgang hans fyrir okkur á jörðinni. Einhvern tíma getið þið farið þangað til að gera sérstaka sáttmála við hann eða gefið honum loforð.

Himneska herbergið

Ljósmynd
beautiful room with chandelier and tall windows

Þetta fallega og friðsæla herbergi er staður til að biðja og íhuga það sem mestu skiptir í lífi ykkar. Það minnir okkur á hvernig himnesk heimkynni okkar gætu verið.

Innsiglunarherbergið

Ljósmynd
beautiful room with mirrors, chairs, and an altar to kneel at

Í þessu herbergi geta eiginmaður og eiginkona verið eilíflega gift. Þetta er kallað innsiglun. Par krýpur við altarið til innsiglunar. Börn geta líka verið innsigluð foreldrum sínum hér, ef þau eru ættleidd eða fædd áður en fjölskylda þeirra var innsigluð.

Ljósmynd
Page from the July/August 2022 Friend Magazine.