2022
Eldiviðarkeppni
Júlí/Ágúst 2022


Eldiviðarkeppni

Spámaðurinn sagði að við ættum að vinna stöðugt að viðbúnaði.

Ljósmynd
boy holding firewood

Fætur Lukes þrömmuðu á jörðinni. Hann leit aftur fyrir sig. Robert, bróðir hans, hafði náð honum!

„Klukk! Þú ert hann!“ sagði Robert.

Luke flissaði. Hann tók að elta eldri systur sína, Mili.

Eftir leikinn settust allir niður til að hvílast.

„Hvað leik getum við nú farið í?“ spurði Mili.

Luke gladdist yfir því að eiga systkini til að leika sér við. Kóvid-19 hafði þó breytt miklu. Þau gátu ekki farið á mannmarga staði. Stundum var þeim jafnvel ekki leyft að vera úti.

Luke reyndi að hugsa um leik sem þau gætu farið í. Hann minntist þá leiks sem hann hafði heyrt um í Barnafélaginu.

„Mér finnst að við ættum að gera eitthvað sem tengist viðbúnaði,“ sagði Luke.

„Hvað áttu við?“ spurði Mili.

Luke virti fyrir sér gúavatrén umhverfis húsið þeirra. „Spámaðurinn sagði að við ættum að vinna stöðugt að viðbúnaði. Við gætum kannski safnað eldiviði í dag. Við getum gert úr því leik og komist að því hver getur safnað mestu!“

Ljósmynd
boy and girl running and holding firewood

Luke og systkini hans hlupu að trjánum við húsið þeirra. Luke tíndi upp sprek í fangið og hljóp tilbaka til að stafla viðnum upp í kofann. Þegar systkini hans komu þangað hjálpaði hann þeim að stafla upp viðnum þeirra. Þau hlupu fram og til baka þar þau höfðu safnað saman stórum stafla.

„Þetta er nóg til eldunar í heila viku!“ sagði Mili.

„Þetta var skemmtilegt,“ sagði Robert. „Mér finnst gaman að vinna að viðbúnaði!“

„Mér líka,“ sagði Luke. Hann langaði að gera eitthvað annað til viðbúnaðar.

Þessu næst gróðursettu bróðir hans og systir bele (grænt grænmeti) í garðinn þeirra. Luke klippti leggi eldri plantna svo þau gætu gróðursett þá og fengið meiri uppskeru.

Afi þeirra og amma og foreldrar þeirra komu út meðan þau unnu af kappi.

„Settuð þið sjálf grænmetið niður? spurði afi.

„Já,“ svaraði Luke. „Við söfnuðum líka eldiviði!“

„Takk fyrir,“ sagði pabbi. „Ég hafði svo mikið að gera í dag. Ég hefði ekki getað gert það sjálfur.“

Um kvöldið sat Luke inni með fjölskyldu sinni. Þau heyrðu tilkynningu í útvarpinu um að allir yrðu að vera innandyra í fjóra daga til að koma í veg fyrir útbreiðslu Kóvid-19. Engum var leyft að fara út af heimili sínu.

„Það er gott að við söfnuðum eldiviði í dag. Við gátum ekki vitað af þessu,“ sagði Mila.

Luke brosti. Það gladdi hann að þau hefðu fylgt boði spámannsins um viðbúnað.

Myndskreyting eftir Shawna J. C. Tenney