2022
Hjólahrekkurinn
Mars/apríl 2022


Hjólahrekkurinn

Vinir hans sögðu að þetta yrði fyndið. Honum fannst það samt ekki rétt.

Ljósmynd
three boys sitting by bikes at a park

Sam hjólaði eins hratt og hann gat upp hæðina. Hann hallaði sér fram á við. Vindurinn blés í gegnum hár hans. Vinur hans, Liam, hjólaði við hlið hans.

„Ertu að verða þreyttur?“ sagði Liam.

„Alls ekki!“ sagði Sam.

Vinur þeirra, Erik, var þegar kominn í almenningsgarðinn efst á hæðinni.

Komm schon! Flýtið ykkur!“ hrópaði hann.

Sam og Liam komust á topp hæðarinnar. Drengirnir lögðu hjólum sínum og settust undir tré.

Liam tók upp steinvölu og henti henni. „Mér leiðist.“ Það voru ekki margir staðir til að fara á í þorpinu þeirra í Sviss.

„Mér líka,“ sagði Eric. Hann rótaði í moldinni með spítu.

„Við gætum haldið áfram að hjóla,“ sagði Sam.

Liam gretti sig. „Það er það eina sem við gerum.“

„Gerum eitthvað fyndið!“ sagði Eric. Hann stökk á fætur og gekk að hjólagrindinni, þar sem mörgum hjólum hafði verið lagt. Sam og Liam eltu hann.

Sam var með hnút í maganum. Stundum fannst honum það sem Eric og Liam gerðu ekki fyndið. Eric og Liam fannst gaman að stríða öðrum krökkum og segja ljóta hluti í kennslustund. Kannski yrði það öðruvísi núna.

Það voru hvort sem er ekki margir strákar í bekk Sams. Hverjir yrðu vinir hans, ef hann væri ekki vinur Erics og Liams?

„Tökum allar ventilhetturnar af dekkjunum,“ hvíslaði Eric. „Við getum falið þær við tréð.“ Hann kraup niður við skínandi rautt hjól og skrúfaði litlu ventilhettuna af öðru dekkinu.

Liam hló. „Já! Það verður svo fyndið“

Sam andvarpaði. Neibb. Þetta skipti var ekkert öðruvísi. „Ég veit ekki,“ sagði hann. „Kannski ættum við bara að fara.“

Eric hnippti í handlegg Sam. „Æ, láttu ekki svona!“ sagði hann. „Það er enginn að horfa á hvort sem er.“

„Þetta eru bara litlir hlutir,“ sagði Liam. „Það tekur enginn eftir því að þetta sé horfið.“

Sam reyndi að hunsa óþægindatilfinninguna í maganum. Það myndi ekki eyðileggja hjólin að taka hetturnar af. Hann yppti öxlum og kinkaði kolli.

Drengirnir þrír tóku allar ventilhetturnar af hjóladekkjunum og hlupu aftur að trénu. Þeir földu hetturnar undir steini og settust til að horfa á hjólin. Liam og Eric hlóu.

Fljótlega kom maður, opnaði lásinn á hjólinu og hjólaði burtu.

„Sjáðu? Hann tók ekki einu sinni eftir því,“ sagði Liam.

Ég gerði það hinsvegar, hugsaði Sam.

Það sem eftir lifði dags, gat Sam ekki hætt að hugsa um ventilhetturnar. Hann óskaði þess að geta skilað þeim, en átti ekki möguleika á að finna eigendur hjólanna. Hann kraup og sagði himneskum föður frá.

„Mér líður hræðilega,“ sagði Sam. „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei gert þetta. Viltu fyrirgefa mér, himneski faðir.“

Næsta dag hjóluðu Sam og vinir hans aftur í garðinn.

Aftur sagði Eric, „Tökum hetturnar aftur af!“

Aftur samþykkti Liam það.

Sam minntist bænar sinnar. Í þetta sinn var hann örlítið hugrakkari.

„Ég held að við ættum ekki að gera það,“ sagði hann.

„Hvers vegna ekki?“ sagði Liam og gretti sig. „Það tók enginn einu sinni eftir þessu í gær.“

„Ég myndi ekki vilja að einhver væri að fikta í hjólinu mínu,“ sagði Sam. Áður en að annar hvor drengjanna gæti svarað, stökk hann á hjólið sitt. „Keppi við ykkur að bakaríinu!“ hrópaði hann. Því næst hjólaði hann eins hratt og hann gat.

Eric og Liam gripu hjólin sín líka.

„Ekki réttlátt! Þú náðir forskoti,“ kallaði Liam.

Sam brosti er vinir hans hjóluðu á eftir honum. Hann hvíslaði takk til himnesks föður. Honum leið miklu betur.

Myndskreyting eftir Shane Clester