2022
Sigrast á vanda
Mars/apríl 2022


Frá Æðsta forsætisráðinu

Sigrast á vanda

Ljósmynd
Elder Oaks as a young boy looking sad at school

Mesta áskorun mín var þegar ég var barn og faðir minn dó. Ég var sjö ára gamall.

Ég átti dásamlega móður og gæskuríka ömmu og afa. Ég grét hins vegar mörgum tárum. Í skólanum gerðu skólafélagar mínir gys að mér, því ég gat ekki stafað né reiknað mjög vel. Sumir eldri krakkanna lögðu mig í einelti í skólabílnum. Ég óskaði þess að ég hefði hæfileika eins og aðrir sem voru góðir íþróttamenn eða söngvarar.

Eftir smá tíma fór mér að líða betur. Fjölskylda mín elskaði mig og hjálpaði. Ég hélt áfram að leggja hart að mér og fór smátt og smátt að ganga betur í skólanum. Ég fann einnig ýmislegt sem ég var góður í. Ég lagði mig fram við að verða betri í þessum hlutum. Himneskur faðir hjálpaði mér.

Ljósmynd
Elder Oaks as a young man in a graduation cap

Þegar við verðum eldri eigum við öll við vandamál að stríða. Sum okkar stríða við veikindi eða fötlun. Aðrir eru fátækir og geta ekki fengið góða læknisþjónustu eða menntun. Enn aðrir takast á við illa meðferð vegna eigin húðlitar eða uppruna.

Hvernig getið þið sigrast á vanda ykkar?

  • Treystið á himneskan föður. Við gætum tekist á við vonbrigði, en við verðum að treysta á hann. Hann elskar börn sín og hefur lofað að blessa okkur.

  • Haldið áfram að reyna. Drottinn hefur kennt okkur að við höfum öll mismunandi gjafir. Við getum uppgötvað okkar eigin gjafir. Síðan getum við notað þær til að bæta líf okkar og þjóna öðrum.

Sama hversu dimmt verður eftir sólsetrið, þá verður alltaf bjartara þegar sólin kemur upp. Það er satt varðandi líf okkar. Ef einn vegurinn er lokaður, þá getum við leitað að öðrum. Ef eitthvað virðist of erfitt, getum við haldið áfram og vaxið upp í það.

Ég lofa að himneskur faðir mun hjálpa ykkur að sigrast á vanda ykkar. Hann elskar ykkur og vill hjálpa ykkur að verða það sem hann vill að þið verðið.

Ég get sigrast á vanda

Ljósmynd
coloring page of girl hiking up mountain

Myndskreyting eftir Alyssa Petersen