2022
Hjálp og heilagur andi
Mars/apríl 2022


Hjálp og heilagur andi

Þið getið fundið fyrir heilögum anda, jafnvel áður en þið skírist.

Ljósmynd
a boy helping his dad at a fruit stand

Mateo og pabbi hans gengu saman að ávaxtabás fjölskyldunnar. Zeus, hundur Mateo, elti þá.

„Spurðirðu biskupinn um skírnina mína?“ spurði Mateo. Hann var orðinn átta ára en hafði ekki skírst út af heimsfaraldrinum.

„Hann sagði að þú myndir ekki geta skírst í þessum mánuði,“ sagði pabbi. „Kannski í næsta mánuði.“

„Allt í lagi“ Mateo ylgdi sig. Hann langaði mikið að skírast og meðtaka gjöf heilags anda. Það virtist samt eins og það myndi aldrei gerast!

Pabbi opnaði básinn. Mateo hjálpaði við að bera kassa af appelsínum, sítrónum, mangó og banönum. Hann hjálpaði svo við að raða þeim í hillurnar.

Mateo hélt áfram að hugsa um heilagan anda er þeir unnu. „Hvernig er upplifunin af heilögum anda?“ spurði hann.

„Heilagur andi huggar mig þegar ég er leiður,“ sagði pabbi. „Hann vekur líka góðar tilfinningar þegar ég hjálpa einhverjum.“

„Ég get ekki beðið eftir því að skírast svo að ég geti líka skynjað heilagan anda!“

„Þú getur fundið áhrif heilags anda áður en þú skírist og ert staðfestur,“ sagði pabbi. „Þú getur fundið fyrir hughreystingu hans núna. Eins og þegar þú biðst fyrir eða gerir eitthvað góðverk fyrir einhvern. Svo, eftir að þú ert staðfestur, geturðu alltaf haft heilagan anda með þér.“

Mateo hugleiddi þetta. Hafði hann skynjað heilagan anda áður?

Fljótlega höfðu þeir tæmt alla kassana. „Ertu reiðubúinn að hjálpa Sosa fjölskyldunni?“ spurði pabbi.

Mateo kinkaði kolli. Herra og frú Sosa áttu erfitt með gang. Mateo fór því á markaðinn fyrir þau. Stundum hjálpaði hann þeim líka við heimilisverkin.

Ljósmynd
boy helping take out trash

Mateo og Zeus gengu heim til Sosa hjónanna. Frú Sosa veifaði honum frá pallinum fyrir framan húsið. „Góðan daginn!“

„Þarftu á matvörum að halda í dag?“ spurði Mateo.

„Já. Ég þarf brauð, kartöflur og nautakjöt“ Frú Sosa taldi fram smápeninga. „Þetta ætti að duga.“

Mateo tók við peningnum. Hann sá ruslapoka við dyrnar. „Á ég að fara út með þetta fyrir þig?“ spurði hann.

„Já. Þakka þér fyrir,“ sagði frú Sosa.

Eftir að Mateo fór út með ruslið, kom hann með matinn tilbaka. Hann hugsaði um allt sem hann hafði gert um morguninn. Hann hafði hjálpað pabba í ávaxtabásnum. Hann hafði aðstoðað Sosa hjónin við að kaupa mat. Honum leið vel hið innra. Hann fann fyrir heilögum anda, alveg eins og pabbi hafði sagt!

Mateo vonaði að hann myndi ekki þurfa að bíða mjög lengi í viðbót eftir að fá að skírast. Hann langaði til að hafa heilagan anda með sér ávallt!

Myndskreyting eftir Carolinu Farías