Gamla testamentið 2022
11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25: „[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels“


„11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25: ‚[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
fólk yfirgefur borg í rústum

Flótti fanganna, eftir James Tissot og fleiri

11.–17. júlí

2. Konungabók 17–25

„[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels“

Þegar Jósía heyrði orðin úr lögbókinni brást hann við með trú. Hvernig getið þið brugðist við því sem þið lesið í 2. Konungabók 17–25 með trú?

Skráið hughrif ykkar

Þrátt fyrir áhrifamikla þjónustu spámannsins Elísa, hrakaði andlegu ástandi norðurríkis Ísraels. Ragnlátir konungar hvöttu til skurðgoðadýrkunar, stríð voru tíð og fráhvarf mikið. Svo fór að lokum að Assýríuveldið sigraði og tvístraði hinum tíu ættkvíslum Ísraels.

Á sama tíma gekk litlu betur hjá suðurríkinu, Júda; skurðgoðadýrkun var þar líka almenn. Mitt í allri þessari andlegu hrörnun er greint frá tveimur réttlátum konungum í ritningunum, sem um tíma snéru þjóð sinni aftur til Drottins. Annar þeirra var Hiskía. Á valdatíma hans sölsuðu Assýríumenn, sem nýlega höfðu sigrað norðurríkið, undir sig mikið af landinu í suðri. Hiskía og þjóð hans sýndu þó trú á Drottin, sem frelsaði Jerúsalem á undraverðan hátt. Síðar, eftir annan fráhvarfstíma, tók Jósía við stjórnartaumunum. Jósía var að nokkru innblásinn af hinni enduruppgötvuðu lögbók og kom á siðbót sem endurvakti trúarlíf margra meðal þjóðar hans.

Hvað lærum við af þessum tveimur jákvæðu þáttum á annars myrkum árum í sögu Júda? Þið gætuð meðal annars velt fyrir ykkur áhrifum trúar og orðs Guðs í lífi ykkar. Líkt og Ísrael og Júda, þá tökum við öll bæði góðar og slæmar ákvarðanir. Þegar við skynjum að þörf er á siðbót í lífi okkar, þá geta dæmin um Hiskía og Jósía hvatt okkur til að „[treysta] Drottni, Guði okkar“ (2. Konungabók 18:22).

Sjá einnig 2. Kroníkubók 29–35; „Ábendingar til að hafa hugfastar,“ hlutann „Býður þá Jesús [Ísrael öllum]: ‚Ó, komið nú heim.‘“

Ljósmynd
Learn More image
Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Konungabók 18–19

Ég get sýnt Drottni hollustu á krefjandi stundum.

Flest höfum við upplifað að reynt hefur á trú okkar. Hiskía og þjóð hans upplifðu það þegar her Assýríu réðst inn í Júda, eyðilagði margar borgir og stefndi til Jerúsalem. Þegar þið lesið 2. Konungabók 18–19, ímyndið ykkur þá að þið byggjuð í Jerúsalem á þessum tíma. Hvernig gæti ykkur t.d. hafa liðið við að heyra storkanir Assýríumanna, eins og skráð er í 2. Konungabók 18:28–37 og 19:10–13? Hvað lærum við af viðbrögðum Hiskía við þessu? (sjá 2. Konungabók 19:1–7, 14–19). Hvernig veitti Drottinn Hiskía stuðning? (sjá 2. Konungabók 19:35–37). Íhugið hvernig hann hefur veitt ykkur stuðning á erfiðum tímum?

Þið gætuð líka íhugað lýsinguna á Hiskía í 2. Konungabók 18:5–7. Hvað segja þessi vers um ástæðu þess að Hiskía tókst að sýna trú þegar áskoranir komu upp? Hvernig getið þið fylgt fordæmi hans?

Sjá einnig 3. Nefí 3–4; D. Todd Christofferson, „Staðföst og óhagganleg í trú á Krist,“ aðalráðstefna, október 2018.

2. Konungabók 19:20–37

Allt er í höndum Drottins.

Sanheríb Assýríukonungur hafði góða ástæðu til að trúa að her hans gæti sigrað Jerúsalem. Assýría hafði sigrað margar þjóðir, Ísrael þar á meðal – af hverju ætti það að vera öðruvísi með Jerúsalem? (sjá 2. Konungabók 17; 18:33–34; 19:11–13). Drottinn hafði þó skilaboð fyrir Sanheríb, gefin með spámanninum, Jesaja, sem skráð eru í 2. Konungabók 19:20–34. Hvernig mynduð þið taka saman þessi skilaboð? Hvaða sannleika finnið þið í þessum versum, sem hjálpar ykkur að trúa á Drottin og áætlun hans?

Sjá einnig Helaman 12:4–23; Kenning og sáttmálar 101:16.

2. Konungabók 21–23

Ritningarnar geta snúið hjarta mínu til Drottins.

Hefur ykkur einhvern tíma fundist ykkur skorta eitthvað andlegt? Ef til vill hefur ykkur fundist að samband ykkar við Guð gæti verið mun nánara. Hvað hjálpaði ykkur að snúa aftur til hans? Íhugið þessar spurningar er þið lesið hvernig konungsríkið Júda varð fráhverft Drottni undir stjórn Manasse konungs (sjá 2. Konungabók 21) og hvernig Jósía konungur hjálpaði fólkinu að endurskuldbinda sig honum (sjá 2. Konungabók 22–23). Hvað innblés Jósía og þjóð hans? Þessi frásögn gæti innblásið ykkur til að endurskuldbinda ykkur að „fylgja Drottni … af öllu hjarta og allri sálu“ (2. Konungabók 23:3).

Þegar þið lesið þessa kapítula, íhugið þá að læra líka kafla 6 í Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball ([2006], 59–68), þar sem Kimball forseti segir frásögnina um Jósía konung vera „eina bestu frásögnina í öllum ritningunum“ (bls. 62). Af hverju skyldi Kimball forseta hafa fundist það? Hvað finnið þið í orðum Kimballs forseta, einkum í umsögn hans um Jósía konung, sem hvetur ykkur til að tileinka ykkur 2. Konungabók 22–23 í lífi ykkar?

Sjá einnig Alma 31:5; Takashi Wada, „Endurnærast af orði Krists,“ aðalráðstefna, apríl 2019; „Josiah and the Book of the Law [Jósía og lögbókin]” (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
fjölskylda lærir ritningarnar

Ritningarnar geta snúið hjarta okkar til Drottins.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

2. Konungabók 19:14–19.Hvað getum við lært af fordæmi Hiskía sem getur hjálpað okkur er við glímum við erfið vandamál eða höfum spurningar? Hvernig hefur Drottinn svarað bænum okkar um liðsinni? Ef til vill gæti hver fjölskyldumeðlimur búið til eitthvað til að hafa til sýnis á heimilinu, sem minnir þá á að snúa sér til Drottins.

2. Konungabók 22:3–7.Verkamönnunum sem greint er frá í 2. Konungabók 22:3–7 var treyst fyrir fénu sem notað var til að endurbyggja musterið, „því að þeir [báru] sjálfir ábyrgð á verki sínu” (vers 7). Eftir lestur þessara versa, gætuð þið beðið fjölskyldumeðlimi að nefna það sem þeim hefur verið treyst fyrir. Hvernig getum við verið traustsins verðug, líkt og verkamennirnir í þessum versum?

2. Konungabók 22:8–11, 19; 23:1–3.Hvað hrífur okkur varðandi það hvernig Jósía og þjóð hans brugðust við orði Guðs? Hvernig bregðumst við við orði Guðs í ritningunum? Fjölskyldumeðlimir ykkar gætu miðlað ritningarversum eða sögum sem eykur þrá þeirra til að fylgja himneskum föður og Jesú Kristi.

2. Konungabók 23:25.Hvað finnst okkur áhugaverðast við lýsinguna á Jósía í þessum versum? Fjölskylda ykkar gæti teiknað á pappírshjörtu, það sem hún gæti gert í þessari viku til að snúa sér til Drottins af öllu hjarta.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Er í lífsins orðum leita“ (Sálmar, nr. 106)

Bæta persónulegt nám

Gætið að innblásnum orðum og orðtökum. Andinn gæti vakið athygli ykkar á ákveðnum orðum eða orðtökum við lesturinn. Þau gætu innblásið ykkur; þau gætu jafnvel virst skrifuð bara fyrir ykkur.

Ljósmynd
maður færir konungi bókrollu

Myndskreyting af skrifara að færa Jósía konungi ritningarbókrollu, eftir Robert T. Barrett