Gamla testamentið 2022
7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41: „Drottinn var með Jósef “


„7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41: ‚Drottinn var með Jósef,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Jósef frá Egyptalandi í fangelsi

Teikning af Jósef frá Egyptalandi í fangelsi, eftir Dilleen Marsh

7.–13. mars

1. Mósebók 37–41

„Drottinn var með Jósef“

Þegar þið lesið 1. Mósebók 37–41, biðjið þess þá að heilagur andi sýni ykkur hvernig ritningarversin eigi við um líf ykkar. Skráið allan skilning sem þið hljótið.

Skráið hughrif ykkar

Stundum gerast slæmir hlutir fyrir gott fólk. Lífið kennir okkur bersýnilega þá lexíu, það gerir einnig líf Jósefs, sonar Jakobs. Hann var erfingi þess sáttmála sem Guð hafði gert við afa hans og föður, en bræður hans lögðu hatur á hann og seldu hann í þrælkun. Þegar eiginkona Pótífars reyndi að fá hann til við sig, vildi hann ekki fórna ráðvendni sinni og honum var því varpað í fangelsi. Það virtist sem mótlætið yrði því meira sem hann var trúfastari. Mótlætið var samt ekki merki um vanþóknun Guðs. „Drottinn var með honum“ í gegnum þykkt og þunnt (1. Mósebók 39:3). Líf Jósefs var staðfesting þessa mikilvæga sannleika: Guð mun ekki yfirgefa okkur. Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi: .„Að fylgja frelsaranum mun ekki afmá alla ykkar erfiðleika. Það mun hins vegar fjarlægja hindranirnar milli ykkar og aðstoðarinnar sem himneskur faðir vill veita ykkur. Guð mun verða með ykkur“ („Löngunin að komast heim,“ aðalráðstefna, október 2017).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Mósebók 37:1–28; 39; 41:9–45

„Drottinn var með Jósef“ í mótlæti hans.

Gæfan virtist hvað eftir annað yfirgefa Jósef, en Drottinn gerði það aldrei. Þegar þið lesið sögu Jósefs, íhugið þá spurningar sem þessar: Hvað gerði Jósef til að halda sig nærri Drottni í erfiðleikum sínum? Hvernig var Drottinn „með honum“? (1. Mósebók 39:2–3, 21, 23).

Þið gætuð líka spurt ykkur sjálf svipaðra spurninga. Hvaða vísbendingar hafið þið séð um að Drottinn hafi ekki yfirgefið ykkur í erfiðleikum ykkar? Íhugið hvernig þið getið miðlað fjölskyldumeðlimum og komandi kynslóðum upplifunum ykkar (sjá 1. Nefí 5:14). Hvernig getið þið undirbúið ykkur núna til að vera áfram trúföst þegar þið standið frammi fyrir erfiðleikum í framtíðinni?

Sjá einnig Jóhannes 14:18; Rómverjabréfið 8:28; Alma 36:3; Kenningu og sáttmála 121:7–8; D. Todd Christofferson, „Gleði heilagra,“ aðalráðstefna, október 2019.

1. Mósebók 37:5–11; 40; 41:1–38

Ef ég sýni trúfesti, mun Drottinn leiða mig og veita mér innblástur.

Öldungur David A. Bednar kenndi: „Opinberun berst á mismunandi hátt, þar á meðal má nefna sem dæmi drauma, sýnir, samræður við himneska sendiboða og innblástur“ („Andi opinberunar,“ aðalráðstefna, apríl 2011). Drottinn notaði drauma til að opinbera Jósef, byrlara og bakara faraós, sannleikann, sem og faraó sjálfum. Drottinn opinberaði líka Jósef hvernig ætti að ráða draumana. Hvað getið þið lært um móttöku og skilning á opinberunum Drottins í 1. Mósebók 37:5–11; 40:5–8; 41:14–25, 37–38? Hvað getið þið lært af fordæmi Jósefs þegar erfitt er að skilja opinberun? (sjá 1. Mósebók 40:8; 41:16).

Ljósmynd
Jósef ræður drauma í fangelsi

Jósef ræður drauma byrlarans og bakarans, eftir François Gérard

Íhugið hvernig Drottinn opinberar ykkur vilja sinn. Hvað gerið þið til að framfylgja opinberun sem Drottinn hefur gefið ykkur? Hvernig leitið þið frekari leiðsagnar frá honum?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018; Michelle Craig, „Andleg hæfni,“ aðalráðstefna, október 2019.

1. Mósebók 38; 39:7–20

Með liðsinni Drottins get ég flúið freistingar.

Þegar ykkur er freistað getur fordæmi Jósefs veitt ykkur hvatningu og styrk. Þegar þið lesið um upplifun hans í 1. Mósebók 39, gætið þá að því sem Jósef gerði til standast freistinguna. Dæmi:

  • Hann „færðist undan“ þegar eiginkona Pótífars reyndi að fá hann til við sig (vers 8).

  • Hann varð þess áskynja að Guði og fleirum yrði misboðið ef hann syndgaði (vers 8–9).

  • Þrátt fyrir að freistingin héldi áfram „dag eftir dag þá lét hann ekki að vilja hennar“ (vers 10).

  • Hann „skildi skikkjuna eftir … og lagði á flótta út“ (vers 12).

Íhugið að gera áætlun um að standast freistingar, með fordæmi Jósefs í huga. Þið gætuð til dæmis hugsað um freistingu sem þið kljáist við, skrifað niður aðstæður sem ber að forðast og gera áætlun um að reiða ykkur á himneskan föður þegar freistingin gerir vart við sig (sjá 2. Nefí 4:18, 27–33).

Freisting:

Aðstæður sem ber að forðast:

Áætlun um viðbrögð:

Frásögnin af styrkleika Jósefs standandi frammi fyrir freistingum, kemur á eftir ólíkri frásögn af eldri bróður hans, Júda, sem er að finna í 1. Mósebók 38. Hvað kenna kapítular 37, 38 og 39 ykkur um skírlífi?

Sjá einnig 1. Korintubréf 10:13; 1. Nefí 15:23–24; 3. Nefí 18:17–18.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 37.Hvað hefðuð þið gert, ef þið hefðuð verið einn af bræðrum Jósefs, til að varast það að afbrýðissemi veiki ekki samband ykkar við hann? Hvernig hjálpaði það okkur ef við „[töluðum] vinsamlega“ við hvert annað? (vers 4).

1. Mósebók 39.Myndböndin „The Refiner’s Fire [Hreinsunareldurinn]“ og „After the storm [Eftir storminn]“ (ChurchofJesusChrist.org) segja frá upplifun fólks sem fann styrk í því að snúa sér til Drottins í erfiðleikum sínum. Þið gætuð horft á eitt þeirra og rætt hvað Jósef myndi segja ef hann gerði myndband um upplifun sína. Þið gætuð sungið saman „Mig langar að líkjast Jesú“ (Barnasöngbókin, 40) og leitað að ráðum sem fjölskylda ykkar gæti miðlað Jósef þegar hann tókst á við erfiðleika sína.

1. Mósebók 39:7–12.Lestur þessara versa býður upp á tækifæri til að ræða skírlífslögmálið sem fjölskylda. Hér eru nokkrar heimildir sem gætu hjálpað við umræðurnar: Jakob 2:28; Alma 39:3–9; „Kynferðislegur hreinleiki“ (í Til styrktar æskunni [2004], 26); „Sexual Intimacy Is Sacred and Beautiful [Kynferðisleg nánd er helg og fögur]“ (í Help for Parents [Til hjálpar foreldrum] [2019], AddressingPornography.ChurchofJesusChrist.org).

1. Mósebók 41:15–57.Hvað lærum við af þessum versum um hvernig Drottinn blessaði fólkið í Egyptalandi, fyrir tilstilli Jósefs. Hvað getum við lært um undirbúning fyrir neyðartilfelli framtíðarinnar? Ræðið hvað þið sem fjölskylda getið gert til að vera betur undirbúin. Skoðið Gospel Topics [Trúarefni] „Emergency Preparedness [Viðbúnaður í neyðartilfellum],“ topics.ChurchofJesusChrist.org, til að fá fleiri hugmyndir.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Jesús, ástkær vinur,“ Barnasöngbókin, 37.

Bæta persónulegt nám

Tileinkið ykkur ritningarnar. Íhugið við lesturinn hvernig sögur og kenningar ritninganna eiga við í lífi ykkar. Hvernig gæti trúfesti Jósefs í Egyptalandi hvatt ykkur til að vera trúföst Drottni, þrátt fyrir mótlæti?

Ljósmynd
Bræður Jósefs taka burtu kyrtil hans

Teikning af bræðrum Jósefs taka burtu kyrtil hans, eftir Sam Lawlor