Gamla testamentið 2022
Ábendingar til að hafa hugfastar: Ísraelsætt


„Ábendingar til að hafa hugfastar: Ísraelsætt,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„Ábendingar til að hafa hugfastar: Ísraelsætt,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
ábendingatákn

Ábendingar til að hafa hugfastar

Ísraelsætt

Einhvers staðar í óbyggðunum, austan við Kanaansland, beið Jakob og kveið þess að hitta tvíburabróður sinn, Esaú. Síðast þegar Jakob sá Esaú, fyrir um 20 árum, hótaði Esaú að ráða honum bana. Jakob hafði varið nóttinni við glímu í óbyggðunum, leitandi að blessun Guðs. Guð svaraði bænum Jakobs vegna trúar hans, þrautseigju og staðfestu. Nótt þessa var nafni Jakobs breytt í Ísrael, nafn sem merkir: „Sá sem þraukar með Guði“ (Genesis 32:28, neðanmálstilvísun b; sjá einnig 1. Mósebók 32:24–32).1

Ljósmynd
Jabbok-áin

Jakob hlaut nafnið Ísrael skammt frá Jabbok-ánni.

Hér kemur nafnið Ísrael fyrst fyrir í Biblíunni og er stöðugt endurtekið héðan í frá í bókinni og í allri sögunni. Nafnið fór fljótlega að vísa til meira en aðeins eins manns. Ísrael átti 12 syni og allir niðjar þeirra voru þekktir sem „Ísraelsætt,“ „ættkvíslir Ísraels,“ „Ísraelsmenn“ eða „Ísraelslýður.“

Í gegnum söguna hafa Ísraelsmenn lagt ríka áherslu á ættartengsl sín við einhverja hinna tólf ættkvísla Ísraels. Ætterni þeirra var mikilvægur hluti sáttmálsauðkennis þeirra. Páll postuli lýsti yfir að hann væri „af … ættkvísl Benjamíns“ (Rómverjabréfið 11:1). Ein ástæða þess að Lehí sendi syni sína til Jerúsalem til að endurheimta látúnstöflurnar, var sú að þær höfðu að geyma „ættartölu feðra [hans]“ (1. Nefí 5:14; sjá einnig 1. Nefí 3:3). Lehí komst að því að hann væri afkomandi Jósefs og skilningur niðja hans á tengingu þeirra við Ísraelsætt reyndist þeim mikilvæg á ókomnum árum (sjá Alma 26:36; 3. Nefí 20:25).

Í kirkjunni á okkar tíma gætuð þið heyrt um Ísrael í framsetningum eins og „samansöfnun Ísraels.“ Við syngjum „Nú Ísraels lausnari,“ „Vonin Síons“ og „Þér öldungar fólksins.“2 Í þessum sálmum tölum við eða syngjum ekki aðeins um hið forna ríki Ísrael eða þann lýð okkar tíma, sem við nefnum Ísrael. Við vísum fremur til þeirra sem safnast hafa saman í kirkju Jesú Krists frá þjóðum heims. Við vísum til þeirra sem þrauka með Guði, leita blessana hans einlæglega og sem með skírn hafa orðið sáttmálslýður hans.

Patríarkablessun ykkar kunngerir tengingu ykkar við eina af ættkvíslum Ísraels. Þetta eru meira en einungis áhugaverðar ættarsöguupplýsingar. Að tilheyra Ísraelsætt, þýðir að þið eigið sáttmálssamband við himneskan föður og Jesú Krist. Þetta þýðir að ykkur er ætlað að „[vera börnum Guðs] blessun,“ líkt og Abraham (1. Mósebók 12:2; Abraham 2:9–11). Það þýðir samkvæmt orðum Péturs „[að þið séuð] útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss“ (1 Pétursbréf 2:9). Það þýðir að þegar þið heiðrið sáttmála ykkar, eruð þið ein af þeim sem „þraukið með Guði.“

Heimildir

  1. Það eru til aðrar mögulegar merkingar á nafninu „Ísrael,“ svo sem „Guð ræður ríkjum“ eða „Guð berst eða þraukar.“

  2. Sálmar, nr. 26, 108 og 119.

Ljósmynd
Ættartré Jakobs

Teikning af ættartré Jakobs, eftir Keith L. Beavers