Nýja testamentið 2023
26. desember – 1. janúar. Við berum ábyrgð á eigin lærdómi


„26. desember – 1. janúar. „Við berum ábyrgð á eigin lærdómi,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„26. desember – 1. janúar. „Við berum ábyrgð á eigin lærdómi,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
fjölskylda horfir á ljósmyndaalbúm

26. desember – 1. janúar

Við berum ábyrgð á eigin lærdómi

Tilgangur ritninganna er að hjálpa ykkur að koma til Krists og styrkja trú ykkar á fagnaðarerindi hans enn meir. Námsefnið Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur getur hjálpað ykkur að skilja ritningarnar og finna þann andlega styrk í þeim sem þið og fjölskylda ykkar þarfnist. Í námsbekkjum ykkar í kirkjunni getið þið síðan miðlað skilningi ykkar og hvatt hina heilögu er þeir kappkosta að fylgja Kristi.

Skráið hughrif ykkar

„Hvers leitið þið?“ spurði Jesús lærisveina Jóhannesar skírara (Jóhannes 1:38). Þið gætuð spurt ykkur sjálf sömu spurningar – því það sem þið finnið í Nýja testamentinu á þessu ári, er að miklu leyti háð því að hverju þið leitið. „Leitið og þér munuð finna“ er loforð frelsarans (Matteus 7:7). Spyrjið því spurninganna sem í huga ykkar koma við lærdóminn og leitið svara af kostgæfni. Í Nýja testamentinu munið þið lesa um áhrifamiklar andlegar upplifanir lærisveina Jesú Krists. Sem trúfastir lærisveinar Krists, getið þið sjálf hlotið áhrifamiklar andlegar upplifanir, er þið takið á móti því boði frelsarans sem finna má víða í þessu helgiriti: Kom, fylg mér“ (sjá Lúkas 18:22).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Vilji ég sannlega læra af frelsaranum, verð ég að taka á móti boði hans: „Kom, fylg mér.“

Boð frelsarans: „Kom, fylg mér,“ er til allra – hvort sem við höfum nýlega farið inn á veg lærisveinsins eða gengið hann alla ævi. Þetta var boð hans til ríka, unga höfðingjans sem kappkostaði að halda boðorðin (sjá Matteus 19:16–22; Lúkas 18:18–23). Það sem ungi maðurinn komst að – og það sem við þurfum öll að læra – er að merking þess að vera lærisveinn er að helga himneskum föður og Jesú Kristi sál okkar óskipta. Við vöxum sem lærisveinar þegar við áttum okkur á hvað okkur er ábótavant, gerum breytingar og reynum betur að fylgja þeim.

Við lærum af frelsaranum þegar við leggjum okkur fram við að skilja það sem hann kenndi. Hvernig getið þið t.d. hlotið aukinn skilning á auðmýkt með því að læra eftirfarandi?

Ef þið viljið læra meira, reynið þá þetta verkefni með aðra trúarreglu, t.d. elsku eða fyrirgefningu.

Ég ber ábyrgð á eigin lærdómi.

Öldungur David A. Bednar kenndi: „Við ættum ekki að vænta þess að kirkjan, sem félagssamtök, kenni eða upplýsi okkur um allt sem við þurfum að vita og gera, til að verða sannir lærisveinar og standast trúfastlega allt til enda. Okkar persónulega ábyrgð er fremur að læra það sem við þurfum að læra, að lifa eins og við vitum að okkur ber að lifa og verða að því sem meistarinn óskar af okkur. Heimili okkar eru grundvallarumgjörð til að læra, lifa og verða” („Undir það búin að öðlast allt sem gagnlegt er,” aðalráðstefna, apríl 2019).

Hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin lærdómi? Leitið hugsanlegra svara í orðum öldungs Bednars og eftirfarandi ritningarversum: Jóhannes 7:17; Fyrra. Þessaloníkubréf 5:21; Jakobsbréfið 1:5–6, 22; 2:17; 1. Nefí 10:17–19; 2. Nefí 4:15; Alma 32:27; og Kenning og sáttmálar 18:18; 58:26–28; 88:118. Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að læra fagnaðarerindið af meiri kostgæfni?

Ég þarf að þekkja sannleikann af eigin raun.

Ef til vill þekkið þið fólk sem virðist aldrei glata trú sinni, hvað sem kann að gerast í lífi þess. Það gæti minnt ykkur á vitru meyjarnar fimm í dæmisögu frelsarans (sjá Matteus 25:1–13). Það sem ekki er víst að þið sjáið, er kostgæfni þeirra við að styrkja eigin vitnisburð um sannleikann.

Hvernig hljótum við og nærum eigin vitnisburð? Skráið eigin hugsanir og íhugið eftirfarandi ritningarvers: Lúkas 11:9–13; Jóhannes 5:39; 7:14–17; Postulasagan 17:10–12; 1. Korintubrérf 2:9–11; og Alma 5:45–46. (Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Vitnisburður,“ KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp.)

Ljósmynd
ung kona við stíg

Hver okkar verður að hljóta eigin vitnisburð.

Hvað ber mér að gera þegar ég hef spurningar?

Þegar þið leitið andlegrar þekkingar, munu spurningar koma í hugann. Eftirfarandi reglur geta hjálpað ykkur að leita svara við spurningum á þann hátt sem styrkir trú ykkar og vitnisburð:

  • Leitið skilnings frá Guði. Guð er uppspretta alls sannleika og hann opinberar sannleika gegnum heilagan anda, ritningarnar og spámenn sína og postula.

  • Starfið í trú. Ef svör berast ekki strax, treystið þá á að Drottinn muni veita ykkur svör á réttum tíma. Lifið eftir þeim sannleika sem þið þegar þekkið fram að því.

  • Hafið eilífa yfirsýn. Reynið að sjá hlutina eins og Drottinn sér þá, ekki eins og heimurinn sér þá. Íhugið spurningar ykkar í samhengi áætlunar himnesks föður.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 13:1–23.Þið gætuð lesið dæmisöguna um sáðmanninn, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að læra í Nýja testamentinu. Þið gætuð notið þess að fara út og leita að hinum ólíka jarðvegi sem lýst er í dæmisögunni. Hvernig getum við látið hjarta okkar verða „góða jörð,“ eins og Jesús lýsti? (Matteus 13:8).

Galatabréfið 5:22–23; Filippíbréfið 4:8.Russell M. Nelson forseti hefur boðið ykkur að „breyta heimili ykkar í griðarstað trúar“ og „endurhanna heimili ykkar í það að verða miðstöð trúarfræðslu“ Hann lofaði þeim sem það gerðu: „Börnykkar munu verða spennt yfir því að læra og lifa eftir kenningum frelsarans og áhrif andstæðingsins á líf ykkar og heimili ykkar munu minnka. Breytingarnar á fjölskyldum ykkar munu verða afgerandi og varanlegar” („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,” aðalráðstefna, október 2018).

Í upphafi nýs árs er tilvalið að hafa fjölskyldufund um að gera heimili ykkar að „griðarstað trúar“ og „miðstöð trúarfræðslu.“ Hvaða hugmyndir koma í huga ykkar um hvernig gera mætti þetta, er þið lesið Galatabréfið 5:22–23 og Filippíbréfið 4:8? Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir sett sér persónuleg og fjölskyldutengd markmið um að læra Nýja testamentið á þessu komandi ári. Hvað getum við gert til að minna okkur sjálf á markmið okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kenn mér hans ljósið,“ Barnasöngbókin, 70.

Bæta persónulegt nám

Leitið kenningar. Kenning er eilífur, óbreytanlegur sannleikur. Boyd K. Packer forseti sagði: „Sé sönn kenning skilin, breytir hún viðhorfi og breytni“ („Little Children,“ Ensign, nóv. 1986, 17). Þegar þið og fjölskylda ykkar lærið ritningarnar, leitið þá sannleika sem getur hjálpað ykkur að lifa meira eins og frelsainn gerði.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Ljós heimsins, eftir Brent Bourp