Nýja testamentið 2023
23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3: „Greiðið veg Drottins“


„23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3: ‚Greiðið veg Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jóhannes skírari skírir Jesú

Steindur glergluggi í Nauvoo musterinu í Illinois, eftir Tom Holdman

23.–29. janúar

Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3

„Greiðið veg Drottins“

Hefjið námið með því að lesa Matteus 3; Markús 1; og Lúkas 3. Þegar þið biðjið um heilagan anda ykkur til hjálpar við að skilja þessa kapítula, þá mun hann veita ykkur skilning sérstaklega ætlaðan ykkur. Skráið þessi hughrif og gerið áætlun um að breyta samkvæmt þeim.

Skráið hughrif ykkar

Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans geta breytt ykkur. Lúkas vitnaði í fornan spádóm Jesaja, þar sem áhrifum síðari komu frelsarans er lýst: „Öll gil skulu fyllast, öll fell og hálsar jafnast, bugður verða beinar og óvegir sléttar götur“ (Lúkas 3:5; sjá einnig Jesaja 40:4). Þetta er boðskapur ætlaður okkur öllum, líka þeim sem telja sig ekki geta breyst. Ef nokkuð jafn varanlegt og fjall getur jafnast út, þá getur Drottinn vissulega hjálpað okkur að gera bugður okkar beinar (sjá Lúkas 3:4–5). Þegar við tökum á móti boði Jóhannesar skírara um að iðrast og breytast, búum við huga okkar og hjarta undir að taka á móti Jesú Kristi, svo að við munum líka „sjá hjálpræði Guðs“ (Lúkas 3:6).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hver var Markús?

Meðal höfunda guðspjallanna, er Markús minnst þekktur. Við vitum að hann var trúboðsfélagi Páls, Péturs og nokkurra annarra trúboða. Margir fræðimenn Biblíunnar telja að Pétur hafi beðið Markús að rita atburðina í lífi frelsarans. Guðspjall Markúsar var líklega ritað á undan hinum þremur.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Markús.“

Matteus 3:1–12; Markús 1:1–8; Lúkas 3:2–18.

Iðrun er mikil breyting í huga og hjarta.

Verk Jóhannesar skírara var að búa hjörtu fólks undir að taka á móti frelsaranum og verða líkara honum. Hvernig gerði hann það? Hann lýsti yfir: „Takið sinnaskiptum“ (Matteus 3:2). Hann notaði samlíkingar eins og ávöxt og hveiti til að kenna um iðrun (sjá Lúkas 3:9, 17).

Hvaða aðrar samlíkingar finnið þið í frásögninni um þjónustu Jóhannesar skírara? (sjá Matteus 3:1–12; Markús 1:1–8; Lúkas 3:2–18). Íhugið að merkja við þær í ritningunum ykkar eða teikna myndir af þeim. Hvað kenna þessar samlíkingar um kenninguna og nauðsyn iðrunar?

Sönn iðrun er „andleg hugarfarsbreyting sem færir ferskt viðhorf gagnvart Guði, manni sjálfum og lífinu almennt. … [Hún merkir að] snúa huga og hjarta að Guði,“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Iðrast, iðrun“). Hvaða breytingar bauð Jóhannes skírari fólkinu að gera í Lúkas 3:7–14, til að búa sig undir að taka á móti Kristi? Hvernig getur þessi leiðsögn átt við um ykkur? Hvernig getið þið sýnt að þið hafið sannlega iðrast? (sjá Lúkas 3:8).

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Við getum gert betur og orðið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019; Dallin H. Oaks, „Hreinsuð með iðrun,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Matteus 3:7; Lúkas 3:7

Hverjir voru farísear og saddúkear?

Farísear voru meðlimir trúarhóps Gyðinga, sem stærðu sig af því að lifa eftir hverjum stafkrók í lögmáli Móse og ákvæðum þess. Saddúkear voru auðug stétt Gyðinga sem höfðu mikil trúarleg og samfélagsleg áhrif; þeir trúðu ekki á kenninguna um upprisu. Báðir þessir hópar höfðu horfið frá hinum upprunalega tilgangi lögmáls Guðs.

Sjá einnig Matteus 23:23–28; Leiðarvísir að ritningunum, „Farísear,“ „Saddúkear.“

Matteus 3:11, 13–17; Markús 1:9–11; Lúkas 3:15–16, 21–22

Jesús Kristur var skírður til að „fullnægja öllu réttlæti.“

Þegar þið skírðust fylgduðþið fordæmi frelsarans. Berið saman það sem þið lærðuð af frásögnunum um skírn frelsarans og það sem gerðist við ykkar eigin skírn.

Skírn frelsarans

Skírnin mín

Skírn frelsarans

Hver skírði Jesú og hvaða vald hafði hann?

Skírnin mín

Hver skírði mig og hvaða vald hafði hann?

Skírn frelsarans

Hvar var Jesús skírður?

Skírnin mín

Hvar var ég skírð/ur?

Skírn frelsarans

Hvernig var Jesús skírður?

Skírnin mín

Hvernig var ég skírð/ur?

Skírn frelsarans

Af hverju var Jesús skírður?

Skírnin mín

Af hverju var ég skírð/ur?

Skírn frelsarans

Hvernig syndi himneskur faðir að hann hafði velþóknun á Jesú?

Skírnin mín

Hvernig sýndi himneskur faðir velþóknun sína þegar ég skírðist? Hvernig hefur hann sýnt velþóknun sína frá skírn minni?

Sjá einnig 2. Nefí 31; Mósía 18:8–11; Kenning og sáttmálar 20:37, 68–74; „The Baptism of Jesus [Skírn Jesú]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 3:16–17; Markús 1:9–11; Lúkas 3:21–22

Meðlimir Guðdómsins eru þrjár aðskildar verur.

Í Biblíunni eru ótal staðfestingar á því að meðlimir Guðdómsins séu þrjár aðskildar verur. Frásagnirnar um skírn frelsarans eru eitt dæmi um það. Þegar þið lesið þær frásagnir, íhugið þá hvað þið lærið um Guðdóminn. Af hverju eru þessar kenningar ykkur mikilvægar?

Sjá einnig 1. Mósebók 1:26; Matteus 17:1–5; Jóhannes 17:1–3; Postulasagan 7:55–56; Kenning og sáttmálar 130:22.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 3.Jóhannes skírari hafði Aronsprestdæmið. Hvað getum við lært af fordæmi Jóhannesar um tilgang Aronsprestdæmisins? Hvaða blessanir hljótum við vegna Aronsprestdæmisins? Sé piltur í fjölskyldu ykkar, gætuð þið gefið ykkur tíma til að hjálpa honum að skilja hvernig við getum notað Aronsprestdæmið til að liðsinna öðrum. (Sjá einnig Kenning og sáttmálar 13:1; 20:46–60.)

Ljósmynd
ungur maður skírir annan

Þegar við skírumst erum við hreinsuð af synd.

Matteus 3:11–17; Markús 1:9–11; Lúkas 3:21–22.Hafa fjölskyldumeðlimir ykkar séð einhvern skírðan eða staðfestan sem meðlim kirkjunnar? Hver var upplifun fjölskyldumeðlima? Þið gætuð ef til vill útskýrt fyrir þeim táknræna merkingu skírnar og staðfestingar. Hvernig eru skírn og staðfesting eins og endurfæðing? Af hverju er okkur dýft algjörlega ofan í vatnið þegar við erum skírð? Af hverju klæðumst við hvítu þegar við erum skírð? Af hverju er gjöf heilags anda lýst sem“[skírn] með eldi“? (Kenning og sáttmálar 20:41; sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Skírn,“ „Heilagur andi“).

Matteus 3:17; Markús 1:11; Lúkas 3:22.Hvenær höfum við fundið velþóknun Guðs á okkur? Hvað getum við sem fjölskylda gert til að þóknast Guði?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Skírnin,“ Barnasöngbókin, 54.

Bæta persónulegt nám

Biðjið Drottin um aðstoð. Ritningarnar voru gefnar með opinberun og til að skilja þær rétt þurfum við persónulega opinberun. Drottinn hefur lofað: „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða“ (Matteus 7:7).

Ljósmynd
Jóhannes skírir Jesú

Jóhannes skírari skírir Jesú, eftir Greg K. Olsen