Nýja testamentið 2023
16.–22. janúar. Jóhannes 1: Við höfum fundið Messías


„16.–22. janúar. Jóhannes 1: Við höfum fundið Messías,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„16.–22. janúar. Jóhannes 1,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
kona miðlar fagnaðarerindinu í lestarstöð

16.–22. janúar

Jóhannes 1

Við höfum fundið Messías

Skráið andleg áhrif sem berast ykkur við lestur og ígrundun Jóhannes 1. Hvaða boðskap finnið þið sem munu verða fjölskyldu ykkar að mestu gagni? Hverju getið þið miðlað í námsbekkjum ykkar í kirkju?

Skráið hughrif ykkar

Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hvort þið hefðuð þekkt Jesú frá Nasaret sem son Guðs, ef þið hefðuð verið uppi á tíma jarðneskrar þjónustu hans? Trúfastir Ísraelsmenn, þar á meðal Andrés, Pétur, Filippus og Natanael, höfðu í áraraðir vænst og beðið fyrir komu hins fyrirheitna Messíasar. Hvernig vissu þeir að hann væri sá sem þeir höfðu leitað þegar þeir hittu hann? Á sama hátt og við öll komumst til þekkingar á frelsaranum – með því að taka á móti boðinu um að „[koma og sjá]“ fyrir okkur sjálf (Jóhannes 1:39). Við lesum um hann í ritningunum. Við hlýðum á kenningu hans. Við lærum um lífsmáta hans. Við finnum anda hans. Á þeirri leið munum við, eins og Natanael, uppgötva að frelsarinn þekkir og elskar okkur og vill búa okkur undir að taka á móti „[því] sem þessu er meira“ (Jóhannes 1:50).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hver var Jóhannes?

Jóhannes var lærisvein Jóhannesar skírara og varð síðar einn af fyrstu fylgjendum Jesú Krists og einn af postulunum tólf. Hann ritaði guðspjall Jóhannesar, nokkur bréf og Opinberunarbókina. Í guðspjalli sínu vísar hann til sjálfs síns sem þess lærisveins „sem [Jesús] elskaði“ og „[hins lærisveinsins]“ (Jóhannes 13:23; 20:3). Jóhannes var svo óðfús að prédika fagnaðarerindið að hann bað þess að fá að vera á jörðinni fram að síðari komu frelsarans, svo hann gæti leitt sálir til Krists (sjá Kenning og sáttmálar 7:1–6).

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Jóhannes Sebedeusson,“ „Guðspjöllin.“

Jóhannes 1:1–5

Jesús Kristur var „í upphafi hjá Guði.“

Jóhannes hóf guðspjall sitt á því að lýsa verki Krists áður en hann fæddist: „ Í upphafi var Orðið [Jesús Kristur] … hjá Guði.“ Hvað lærið þið af versum 1–5 um frelsarann og verk hans? Þið getið fundið gagnlegar útskýringar í Þýðing Josephs Smith, Jóhannes 1:1–5 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki á KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Af hverju er mikilvægt að vita um verk hans í fortilverunni nú er þið hefjið nám ykkar um líf frelsarans?

Sjá einnig Gospel Topics, „Jesus Christ Chosen as Savior [Jesús Kristur valinn sem frelsari],“ topics.ChurchofJesusChrist.org.

Jóhannes 1:1–18

Jesús Kristur er hið „sanna ljós,“ sonur Guðs.

Jóhannes var knúinn til að leita frelsarans, vegna vitnisburðar Jóhannesar skírara, sem lýsti yfir að hann var „sendur … til … að vitna um … hið sanna ljós“ (Jóhannes 1:8–9). Jóhannes bar líka sjálfur vitni um líf og hlutverk frelsarans.

Það gæti verið áhugavert að skrá sannleikann sem Jóhannes setti fram í upphafi vitnisburðar síns um Krist (vers 1–18; sjá einnig Þýðing Josephs Smith, Jóhannes 1:1–19 [Í Þýðing Josephs Smith Viðauki á KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp]). Af hverju haldið þið að Jóhannes hafi byrjað guðspjall sitt á þessum sannleika? Íhugið að skrá vitnisburð ykkar um Jesú Krist – hverju myndið þið vilja miðla? Hvaða upplifanir hafa hjálpað ykkur að þekkja frelsarann og fylgja honum? Hverjir gætu notið blessana af því að hlýða á vitnisburð ykkar?

Jóhannes 1:11–13

Jesús Kristur veitir okkur „rétt til að verða“ synir og dætur Guðs.

Þótt við séum öll andasynir og dætur Guðs föðurins, verðum við frábitin eða aðskilin honum þegar við syndgum. Jesús Kristur býður okkur leið til baka með friðþægingarfórn sinni. Íhugið hvað Jóhannes 1:11–13 kennir um að verða synir og dætur Guðs. Íhugið líka hvað ritningarnar kenna um hvernig við hljótum þessa gjöf: Rómverjabréfið 8:14–18; Mósía 5:7–9; Kenning og sáttmálar 25:1. Hver finnst ykkur vera merking þess að hafa „rétt til að verða“ synir og dætur Guðs?

Jóhannes 1:18

Faðirinn ber vitni um son sinn.

Jóhannes 1:18 staðhæfir að enginn hafi séð Guð. Í þýðingu Josephs Smith á þessu er útskýrt að „enginn maður hefur nokkurn tíma séð Guð, nema hann hafi borið vitni um soninn“ (sjá Jóhannes 1:19, neðanmálstilvísun c). Íhugið að rifja upp eftirfarandi atburði þar sem Guð faðirinn bar vitni um soninn: Matteus 3:17; 17:5; 3. Nefí 11:6–7; Joseph Smith – Saga 1:17.

Af hverju er það blessun að búa að þessum frásögnum? Hvað kenna þær um samband Jesú Krists við föður sinn?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Ljósmynd
stúlka les ritningarnar

Þegar við lesum ritningarnar, munum við hljóta innblástur varðandi eigið líf.

Jóhannes 1:4–10.Hvernig gætuð þið hjálpað fjölskyldu ykkar að sá fyrir sér það sem þau lesa um ljós í þessum versum? Þið gætuð látið fjölskyldumeðlimi skiptast á við að láta ljós skína í myrkri og sagt frá því hvernig frelsarinn er ljós í lífi þeirra. Þegar þið síðan lesið Jóhannes 1:4–10, gætu fjölskyldumeðlimir hlotið aukinn skilning á vitnisburði Jóhannesar um Jesú Krist, ljós heimsins.

Jóhannes 1:35–36.Af hverju gæti Jóhannes skírari hafa kallað Jesú „Guðs lamb“? Hvað lærið þið af yfirskrift ræðu öldungs Jeffreys R. Holland „Sjá, Guðslambið“ eða boðskap öldungs Gerrits W. Gong „Góður hirðir, lamb Guðs“? (aðalráðstefna, apríl 2019)

Jóhannes 1:35–46.Hvað leiddi af vitnisburði Jóhannesar? Hvað getur fjölskylda ykkar lært af fólkinu sem lýst er í þessum versum um hvernig miðla á fagnaðarerindinu? Sjá einnig myndbandið „Inviting Others to ‚Come and See‘“ [Bjóða öðrum að ‚koma og sjá‘] (ChurchofJesusChrist.org).

Jóhannes 1:45–51.Hvað gerði Natanael sem hjálpaði honum að öðlast vitnisburð um frelsarann? Biðjið fjölskyldumeðlimi að ræða hvernig þeir hlutu vitnisburði sína?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lýs milda ljós,“ Sálmar, nr. 30.

Bæta kennslu okkar

Hafið verklega kennslu. Biðjið fjölskyldumeðlimi að finna hluti sem þeir geta notað sér til hjálpar við að skilja reglurnar í þeim ritningarversum sem þið lesið saman sem fjölskylda. Þeir gætu t.d. notað kerti til að tákna ljós Krists (sjá Jóhannes 1:4).

Ljósmynd
Jesús skapar jörðina

Jehóva skapar jörðina, eftir Walter Rane