2022
Blessanir þess að læra í Gamla testamentinu
Janúar/Febrúar 2022


Kom, fylg mér

Blessanir þess að læra í Gamla testamentinu

Þegar við lesum kapítula og vers í þessari fornu bók ritninganna, þá eflumst við andlega.

Ljósmynd
Jesus Christ with stars in background

Loforð Nelsons forseta eru afgerandi og þau eru sönn.

Kristur og sköpunin, eftir Robert T. Barrett

Velkomin til náms á Gamla testamentinu árið 2022, með Kom, fylg mér sem leiðarvísi! Gamla testamentið er helgiritasafn sem hönd Guðs hefur geymt, til þess að við getum lesið og hugleitt það. Það getur verið okkur blessun og leiðarvísir á þessum síðari dögum.

Gamla testamentið sér okkur fyrir 3.500 ára yfirliti trúar og hollustu, frá u.þ.b. 4.000 f.Kr. til 500 f.Kr. Í Gamla testamentinu eru 39 bækur. 1. Mósebók nær yfir fjóra ráðstöfunartíma: Adam, Enok, Nói og Abraham. Bækurnar 38 sem eftir eru, 2. Mósebók til Malakí, eru helgaðar ráðstöfunartíma Móse.

Þegar við lesum Gamla testamentið, kynnumst við betur spámönnum þess og kenningum þeirra. Þeir kenndu fagnaðarerindi Jesú Krists. Þeir spáðu fyrir um og væntu komu Messíasar. Innblásnar kenningar þeirra hafa verið varðveittar fyrir okkar tíma.

Þegar við lesum kapítula og vers í Gamla testamentinu, þá eflumst við andlega. Heilagur andi mun beina athygli okkar að tilteknum ritningarversum sem munu styrkja okkur þegar við væntum síðari komu frelsarans.

Innblásin spurning

Ég vil deila sögu um það hvernig eitt vers úr Gamla testamentinu hefur haft áhrif á mig allt mitt líf.

Árið 1974 var ég 17 ára. Ég naut lífsins á þriðja ári í gagnfræðiskóla. Ég hlakkaði til að fara í trúboð. Í Ensign blaðinu í október 1974, las ég áhrifamikinn boðskap frá Spencer W. Kimball forseta (1895–1985) sem bar titilinn: „When the World Will Be Converted [Þegar heiminum verður snúið til trúar].“1 Ég hef oft lesið greinina frá þeim tíma. Enn þann dag í dag veitir hún mér innblástur.

Kimball forseti lagði fram heimslægt sjónarhorn yfir vöxt Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á þessum ráðstöfunartíma. Hann kenndi um það tækifæri og ábyrgð okkar að færa öllum heimi fagnaðarerindið. Kimball forseti vitnaði í vers í 1. Mósebók. Það veitti mér innblástur þá og hefur áfram gert það í lífi mínu: „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“ (1. Mósebók 18:14, sem er á námsáætlun fyrir febrúar).

Ljósmynd
Abraham praying

Abraham í Mamrelundi, eftir Grant Romney Clawson; ljósmynd af trúboðum frá Aliciu Cerva; ljósmynd af jörðinni frá Getty Images

Kimball forseti rifjaði upp söguna um Abraham og Söru. Sara hló að því loforði Drottins að hún og Abraham myndu eignast son. Þau höfðu ekki verið blessuð með börnum. Þau voru hvort um sig 90 og 100 ára. Þau voru komin langt fram yfir barnsburðaraldur.

„Drottinn sagði við Abraham: ‚Hví hló Sara … ?‘“

„Er Drottni nokkuð ómáttugt? Ég mun koma til þín aftur á sama misseri að ári og Sara hefur þá eignast son“ (1. Mósebók 18:13–14).

Abraham og Sara sýndu trú. Drottinn stóð við loforð sitt. Ísak fæddist. Abraham varð faðir margra þjóða.

Styrkur til að takast á við áskoranir

„Er Drottni nokkuð ómáttugt?“ Þetta vers í Gamla testamentinu hefur veitt mér styrk þegar ég tekst á við áskoranir eða áhyggjur lífsins:

  • Þegar ég var nýr í trúboði þyrmdi yfir mig. „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

  • Eftir trúboð mitt, þegar Anne Marie og ég íhuguðum hjónaband og vorum smeyk um það hvernig við skyldum greiða fyrir mat, leigu og skólagjöld. „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

  • Að eignast börn og átta sig á fjárhagslegu álagi lífsins sem nýgift hjón. „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

  • Takast á við áskoranir framhaldsnáms, vaxandi fjölskyldu og upphaf starfsferils. „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

  • Þegar ég var forseti Barcelona-trúboðsins á Spáni vísuðum Anne Marie og ég endurtekið til þessarar ritningargreinar, þegar við kenndum trúboðunum. „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“ Bréf okkar til trúboðanna innihéldu oftar en ekki tilvísun í: „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

Ritningarlegur grunnur

Ljósmynd
reproduction of stone tablets with Ten Commandments

Móse klýfur Rauðahafið, eftir Robert T. Barrett; Adam og Eva í garðinum, eftir Lowell Bruce Bennett; eftirmynd af steintöflum frá Getty Images; ljósmynd af San Diego-musterinu í Kaliforníu frá Monicu Georginu Alvarado Zarate

Þetta ritningarvers er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvetjandi vers sem finnast í Gamla testamentinu. Ég er viss um að mörg þeirra hafi nú þegar fyllt ykkur andagift. Þegar við lesum Gamla testamentið samviskusamlega og kostgæfið á þessu ári, mun heilagur andi beina athygli okkar að fleiri sérstökum ritningarversum, sem munu efla okkar trúarlega viðsnúning til Jesú Krists og fagnaðarerindis hans.

Gamla testamentið hefur að geyma kenningar og grundvallaratriði sem eru eilíflega mikilvæg. Það inniheldur spádóma sem eiga eftir að uppfyllast. Það kennir okkur hvaðan við komum. Það kennir okkur líka um sáttmála Abrahams, sem gildir enn þann dag í dag.

Gamla testamentið veitir grunn fyrir hinar ritningarnar okkar. Því betur sem við skiljum Gamla testamentið, því meiri skilning höfum við á hinum bókum ritninganna, vegna þess að kenningar þess birtast í hinum bókum ritninganna:

  • Í þjónustu sinni notaði frelsarinn ritningar úr Gamla testamentinu til kennslu.

  • Lehí og fjölskylda hans höfðu með í för látúnstöflurnar, sem höfðu að geyma ritningar úr Gamla testamentinu.

  • Nefí kenndi Jakobi með því að vitna í Jesaja úr Gamla testamentinu.

  • Jesús Kristur vitnaði í Jesaja og Malakí úr Gamla testamentinu, þegar hann vitjaði Nefítanna eftir upprisu sína.

Ljósmynd
beings appearing to Joseph Smith and Oliver Cowdery in Kirtland Temple

Sýn í Kirtland-musterinu, eftir Gary Smith; Síðari koman, eftir Harry Anderson

Spámenn og kenningar Gamla testamentisins eru einnig mikilvæg fyrir endurreisn fagnaðarerindisins á okkar tíma:

  • Þegar Moróní vitjaði Josephs Smith fyrst, vitnaði hann í Malakí.

  • Hin dýrmæta perla hefur að geyma bækur Móse og Abrahams.

  • Móse, Elías og Elía afhentu spámanninum Joseph Smith prestdæmislykla sína í Kirtland-musterinu.

Hver er tilgangurinn?

Þegar við lesum bækurnar í Gamla testamentinu ættum við að hafa í huga að þær voru valdar, rík áhersla var lögð á þær og þeim var raðað upp á ákveðinn hátt af guðfræðilegri ástæðu. Við getum spurt okkur, skiljanlega: „Hvers vegna eru þessar upplýsingar hafðar með og hvaða hlutverki gegna þær?“

Þótt Gamla testamentið sé torskilið á köflum, þá ættum við að muna að það er fjölskrúðugt og ekki ætti að horfa fram hjá því. Joseph Smith kenndi: „Vér trúum, að Biblían sé orð Guðs, að svo miklu leyti sem hún er rétt þýdd“ (Trúaratriðin 1:8). Við erum sannlega blessuð af því að nema orð Guðs!

Það gæti verið gagnlegt í námi okkar á Gamla testamentinu að leita umræðuefnis og aukins skilnings. Við ættum að leita að leiðum til að skilja betur að Guð Gamla testamentisins er líka Guð Nýja testamentisins. Jehóva er Jesús Kristur. Hvernig hjálpar nám á Gamla testamentinu okkur að þekkja frelsarann betur?

Fleiri mikilvæg umræðuefni sem ég finn í Gamla testamentinu eru m.a. sáttmálar, heilagleiki, lifandi spámenn, fórnir og hlýðni, trú og iðrun, að lofsyngja Drottin og alræðisvald Guðs.

Þegar við lærum, ættum við að muna að síðari daga opinberun veitir okkur heildstæðari skilning á Gamla testamentinu. Þökk sé nútíma opinberun vitum við t.d. að spámenn Gamla testamentisins höfðu Melkísedeksprestdæmið og að spámenn fyrri ráðstöfunartíma þekktu og kenndu fagnaðarerindi Jesú Krists.

Loforð spámanns

Á þessum ráðstöfunartíma erum við enn og aftur blessuð með vitneskjunni um að spámenn og postular veiti innblásnar kenningar og leiðsögn.

Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, kynnti upphaflega Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur á aðalráðstefnu í október 2018.2 Þetta úrræði hefur verið okkur öllum mikil blessun. Síðastliðin þrjú ár hafa veitt mér einhverjar djúpstæðustu og þýðingarmestu upplifanir ritningarnáms á ævi minni. Ég er viss um að sambærilegar blessanir bíði okkar á árinu 2022.

Russell M. Nelson forseti sagði okkur hljóta fjórar sértækar blessanir, þegar við gerum heimili okkar að griðarstað trúar og miðstöð trúarfræðslu.

  1. „Helgidagar ykkar … verða ykkur einstaklega ljúfir.“

  2. „Börn ykkar munu verða spennt yfir því að læra og lifa eftir kenningum frelsarans.“

  3. „Áhrif andstæðingsins á líf ykkar og heimili, munu minnka.

  4. „Breytingarnar á fjölskyldum ykkar munu verða afgerandi og varanlegar.“3

Loforð Nelsons forseta eru afgerandi og þau eru sönn. Þessar blessanir hafa orðið að veruleika og munu halda áfram á árinu 2022, er við lærum í og af Gamla testamentinu.

Heimildir

  1. Sjá Spencer W. Kimball, „When the World Will Be Converted,“ Ensign, október 1974, 2–14.

  2. Sjá Quentin L. Cook, „Aukinn og varanlegur viðsnúningur til himnesks föður og Drottins Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2018.

  3. Russell M. Nelson, „Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018.