2022
Hver var Enok?
Janúar/Febrúar 2022


Kom, fylg mér

Hver var Enok?

HDP Móse 6–7

Ljósmynd
Enoch’s family tree

Myndskreytingar eftir Denis Freitas

Þetta ættartré sýnir tvo menn sem heita Enok í ætt Adams og Evu. Enok, sonur Kains og barnabarn Adams (sjá HDP Móse 5) er annar en Enok, sonur Jareds, sem var sex ættliðum frá Adam og byggði borgina Síon (sjá HDP Móse 6–7).

Hvernig brást spámaðurinn Enok við köllun sinni?

Ljósmynd
image of the prophet Enoch

Þegar Enok var kallaður til að prédika iðrun, fannst honum hann vera vanmáttugur og tjáði Drottni að honum væri „tregt um mál“ (HDP Móse 6:31). Guð gaf Enok mátt og lofaði: „Ljúk upp munni þínum og hann skal fyllast, og ég mun gefa þér málið“ (HDP Móse 6:32). Margir höfðu trú á orðum hans og Enok stofnaði borgina Síon.

Öldungur David A. Bednar minntist fordæmis Enoks, þegar hann hughreysti þau okkar sem finna til vanmáttar, ójöfnuðar eða telja sig óhæf í nýja köllun eða til að sinna ábyrgð og sagði að „loforð Drottins til Enoks [eigi] jafnt við um okkur … nú á tímum“ („In the Strenght of the Lord [Með krafti Guðs],“ aðalráðstefna, október 2004).