2022
Vera á hamingjuveginum
Janúar/Febrúar 2022


Vera á hamingjuveginum

Við getum alið upp réttlát og vongóð börn hvar sem er í heiminum, ef þau hafa frelsarann að öruggum grundvelli.

Ljósmynd
African family praying

Ljósmynd frá Jim Lillywhite

Fyrir mörgum árum var nokkrum af yngri frændsystkinum mínum úthlutað að sinna þjónustuverkefni á býli afa okkar, Crozier Kimball. Þeim var lofað að sem laun skyldu þau fá dýrindis heimatilbúnu tertuna hennar ömmu Klöru.1

Þegar þau höfðu unnið verkið, gengu þau að eldhúsinu til að taka út launin. Afi hindraði þau þó í eldhúsdyrunum. Kathy Galloway, frænka mín, sem þá var u.þ.b. 14 ára gömul, minnist þess að hann hafi sest á píanóbekkinn og boðið frændsystkinunum að setjast á gólfið. Hann þakkaði þeim fyrir erfiðið og sagðist síðan vilja segja þeim nokkuð mikilvægt áður en þau borðuðu kökuna.

„Sá tími mun koma í lífi ykkar, að þið þurfið að þekkja og bregðast við því sem ég segi ykkur hér á eftir,“ sagði hann.

Hann útskýrði að afi sinn, Heber C. Kimball (1801–68) og fleiri brautryðjendur í ættinni, hefðu staðið andspænis erfiðum líkamlegum áskorunum. Afi sagði að brautryðjendurnir hafi fljótt lært að til þess að lifa af hafi þeir þurft að vinna saman, elska og þjóna hver öðrum.

„Þetta er ein mikilvægasta arfleifð þeirra fyrir ykkur!“ sagði hann um leið og tárin tóku að renna niður vanga hans.

„Í köllun minni sem patríarki og afi ykkar, þá þjáist hjarta mitt vegna ykkar … þegar ég hugsa til framtíðarinnar,“ sagði hann. „Þið munuð standa frammi fyrir tilfinningalegum og andlegum áskorunum sem flestir áa ykkar, sem voru brautryðjendur, hefðu aldrei getað gert sér í hugarlund.“

Hann bætti við: „Ekki nema yngri kynslóðir fylgi arfleifð brautryðjendanna um elsku og þjónustu, mun mörgum ykkar mistakast, vegna þess að þið getið ekki komist af einsömul.“

Síðan lauk Kimball afi máli sínu með persónulegum hætti: „Við þurfum hvert á öðru að halda. Auk þess að miðla hvert öðru vitnisburði okkar um fagnaðarerindið, er okkur skylt að elska og þjóna, styrkja og næra, styðja og annast hvert annað, … sérstaklega innan fjölskyldunnar. Munið það að á síðustu dögum gæti líf ykkar verið háð fúsleika ykkar til að vinna saman og elska og þjóna hvert öðru. Nú skulum við fara og borða köku!“

Við þörfnumst hvers annars

Ljósmynd
group of people in India

Ljósmynd frá Wendy Gibbs Keeler

Eins og hin veraldlega ólga sem umlykur okkur sýnir fram á og eins og Crozier Kimball afi sá fyrir, þá þörfnumst við hvers annars. Við þurfum kærleiksríkar fjölskyldur, þjónustufúsar sveitir og Líknarfélög og stuðningsríkar greinar, deildir og stikur.

Nelson forseti hefur sagt: „Guð vill að við vinnum saman og hjálpum hvert öðru. Þess vegna sendir hann okkur til jarðar sem fjölskyldur og skipuleggur deildir og stikur fyrir okkur. Þess vegna býður hann okkur að þjóna og liðsinna hvert öðru. Þess vegna býður hann okkur að lifa í heiminum en vera ekki af heiminum. Við fáum afrekað svo miklu meiru í sameiningu en einsömul.“2

Líf á öðru stigi er erfitt. Vegna falls Adams og Evu, stöndum við frammi fyrir þyrnum og þistlum, prófraunum og freistingum. Slíkar upplifanir eru hluti af sæluáætluninni, en við hjálpumst að við að standast storm lífsins.

Við höfum, rétt eins og Adam og Eva, sem voru „[látin] … fara úr aldingarðinum Eden“ (1. Mósebók 3:23), verið send út af heimili okkar í fortilverunni til þessarar föllnu jarðar. Líkt og Adam og Eva, fögnum við vitneskju okkar um áætlun Guðs fyrir börn hans:

„Og á þeim degi vegsamaði Adam Guð og fylltist og hóf að spá varðandi allar fjölskyldur jarðarinnar og sagði: Blessað sé nafn Guðs, því að vegna brots míns hafa augu mín lokist upp, og í þessu lífi mun ég gleði njóta, og í holdinu mun ég aftur sjá Guð.

Og Eva, eiginkona hans, heyrði allt þetta og gladdist og sagði: Ef ekki væri fyrir brot okkar, hefðum við aldrei eignast afkvæmi og aldrei þekkt gott frá illu, né gleði endurlausnar okkar og eilíft líf, sem Guð gefur öllum þeim, sem hlýðnast“ (HDP Móse 5:10–11; sjá einnig 2. Nefí 2:25).

„Hluti af guðlegum tilgangi hans“

Að gera „ódauðleika og eilíft líf“ að veruleika er „verk … og dýrð [föðurins]“ (HDP Móse 1:39). „Við erum,“ eins og Nelson forseti hefur kennt, „hluti af guðlegum tilgangi hans.“3

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin hafa lýst því yfir að við, sem andasynir og dætur í heimi fortilverunnar, „[þekktum] og [tilbáðum] … [Guð] … sem eilífan föður og [samþykktum] áætlun hans, en samkvæmt henni gátu börn hans hlotið efnislíkama og öðlast jarðneska reynslu til að feta í átt að fullkomnun og að lokum gera að veruleika guðleg örlög sín sem erfingjar eilífs lífs.“4 Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, kenndi nýlega: „Undir áætlun himnesks föður skapaði [Jesús Kristur] ‚himna og jörð‘ (Kenning og sáttmálar 14:9) svo að hvert okkar gæti hlotið þá jarðnesku reynslu sem nauðsynleg er til að leita eftir guðlegum örlögum okkar.“5

Ritningarnar og síðari daga spámenn útskýra hið nauðsynlega hlutverk sem líkamar okkar leika í áætlun Guðs. Örlög okkar eru þau að snúa aftur í návist hans í upprisnum, upphöfnum líkama og dvelja með fjölskyldum okkar að eilífu.

„Sambönd okkar við aðra, eigin hæfni til að þekkja og breyta samkvæmt sannleikanum og hlíta reglum og helgiathöfnum fagnaðarerindis Jesú Krists, verður sterkara og meira vegna efnislíkama okkar,“ sagði öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni. „Í skóla jarðlífsins upplifum við blíðu, góðvild, kærleika, hamingju, sorg, vonbrigði, sársauka og jafnvel erfiðleika líkamlegra annmarka, og það býr okkur undir eilífðina.“6

Kennið um Krist

Ljósmynd
a family sitting around a table

Á þessum efasemdar- og óvissutímum er þekking á sæluáætluninni nauðsynleg til að komast af andlega. Við getum þó ekki búist við því að heimurinn næri börn okkar með grundvallarreglum eilífrar gleði. Við, sem foreldrar, þurfum að kenna börnum okkar um guðlegan uppruna sinn og guðleg örlög.

Við byrjum á því að hjálpa þeim að þroska vitnisburð um Jesú Krist og friðþægingu hans, sem eru höfuðatriði í sáluhjálparáætluninni. Ég trúi því að við getum alið upp réttlát og vongóð börn hvar sem er í heiminum, ef þau hafa frelsarann að öruggum grundvelli.

Á kvöldstund fjölskyldunnar, í fjölskyldubæn og ritningarnámi, með fjölskylduviðburðum og hefðum og jafnvel þegar þarf að sýna aga, þá „tölum [vér] um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist, … svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2. Nefí 25:26).

Við hjálpum börnum okkar að skilja að í sáluhjálparáætluninni er iðrun „ævilangt námsefni“7 sem færir von og læknar, er hún léttir byrðar sálar okkar og veitir bjartari framtíð.

Þegar börn okkar þróa trú sína á friðþægingu Krists, munu þau skilja að ekki er allt glatað og að Drottinn bíður þeirra með opinn faðminn. Við hjálpum þeim að skilja að „hvaðeina sem [við þurfum] að skilja eftir til að fylgja veginum til [okkar] himnesku heimkynna, mun dag einn virðast sem alls engin fórn.“8

Safnið saman börnum Guðs

Við uppfyllum ekki guðleg örlög okkar einsömul. Sem Síðari daga heilagir, höfum við þá sérstöku skyldu að bjóða öðrum á leið okkar til himneskra heimkynna okkar. Heimurinn þarfnast Síðari daga heilagra sem eru reiðubúnir að láta ljós endurreisnarinnar skína með vitnisburði sínum, fordæmi og fúsleika til að miðla fagnaðarerindinu. Þegar við skínum, þá söfnum við saman.

„Þegar við tölum um samansöfnunina,“ sagði Nelson forseti, „erum við einfaldlega að staðhæfa þennan sannleika: Öll börn okkar himneska föður, beggja vegna hulunnar, verðskulda að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists. Þau ákveða sjálf hvort þau vilji vita meira.“9

Því, líkt og Crozier afi ráðlagði, miðlum við vitnisburði okkar um fagnaðarerindi Jesú Krists. Við elskum og þjónum, styrkjum og nærum, styðjum og önnumst okkar nánustu og samferðarfólk okkar.

Þegar við hjálpum öðrum eftir veginum að guðlegum örlögum þeirra, hjálpum við okkur sjálfum á þessum sama vegi „og tekið verður á móti [okkur] í ríki föðurins, og þaðan [förum við] aldrei framar, heldur [dveljum] eilíflega með Guði á himnum“ (3. Nefí 28:40).

Heimildir

  1. Eftir að fyrsta eiginkona Croziers Kimball afa lést, giftist hann Klöru, frænku fyrstu eiginkonu sinnar. Börnin kölluðu hana „Klöru frænku.“ Barnabörnin kölluðu hana „ömmu.“

  2. Russell M. Nelson, „Það sem við lærum og munum aldrei gleyma,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

  3. Russell M. Nelson, „Your Body: A Magnificent Gift to Cherish,“ Liahona, ágúst 2019, 50.

  4. „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.org.

  5. Dallin H. Oaks, „Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?“ aðalráðstefna, apríl 2021.

  6. David A. Bednar, „Vér trúum, að vér eigum að vera skírlíf,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

  7. Lynn G. Robbins, „Sjötíu sinnum sjö,“ aðalráðstefna, apríl 2018.

  8. José A. Teixeira, „Minnist leiðarinnar heim,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

  9. Russell M. Nelson, „Hope of Israel“ (heimslæg trúarsamkoma æskufólks, 3. júní 2018), HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org.