2014
Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Góði hirðirinn
febrúar 2014


Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2014

Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Góði hirðirinn

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Jesús Kristur, góði hirðirinn, kenndi:

„Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? …“

Hann sagði: „Fögnuður [verður] á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun“ (Lúk 15:4, 7).

Þegar skilningur okkar vaknar á því að Jesús Kristur er góði hirðirinn, mun þrá okkar aukast til að fylgja fordæmi hans og þjóna hinum nauðstöddu. Jesús sagði: „Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, … Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina“ (Jóh 10:14–15). Sökum friðþægingar Krists, mun engin okkar verða svo týnd að við fáum ekki fundið leiðina heim (sjá Lúk 15).

Thomas S. Monson forseti sagði: „Við berum ábyrgð á að annast hjörðina. … Megum við öll rísa upp til að þjóna.“1

Úr ritningunum

Sálm 23; Jes 40:11; Mósía 26:21

Úr sögu okkar

Elizabeth Ann Whitney, sem var á upphafsfundi Líknarfélagsins, sagði um trúskipti sín árið 1830: „Um leið og ég heyrði fagnaðarerindið, eins og öldungarnir prédikuðu það, vissi ég að þar fór rödd góða hirðisins.“2 Elizabeth fylgdi rödd góða hirðisins og var skírð og staðfest.

Við getum líka heyrt rödd góða hirðisins og sagt öðrum frá kenningum hans. Monson forseti sagði: „Við erum hendur Drottins hér á jörðunni, háð því boði að þjóna og lyfta börnum hans.“3

Á sama hátt og hirðir leitar hins týnda sauðs, geta foreldrar leitað barns sem farið hefur afvega. James E. Faust forseti (1920–2007), annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: „Við segjum við þá sorgmæddu foreldra sem hafa verið réttlátir, kostgæfnir og bænheitir í því að kenna óhlýðnum börnum sínum, að góði hirðirinn vakir yfir þeim. Guð þekkir og skilur miklu sorg ykkar. Það er von.“4

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, „Heavenly Homes, Forever Families,“ Líahóna, júní 2006, 70.

  2. Elizabeth Ann Whitney, í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 128.

  3. Thomas S. Monson, „What Have I Done for Someone Today?” Líahóna, nóv. 2009, 86.

  4. James E. Faust, „Dear Are the Sheep That Have Wandered,“ Líahóna, maí 2003, 68.

Hvað get ég gert?

  1. Hvernig færir það okkur frið að vita að frelsarinn er góði hirðirinn?

  2. Hvernig getum við þjónað þeim sem eru „týndir“ og ekki virkir í kirkjunni eða eru ekki okkar trúar?

  3. Hvernig getum við stutt foreldra barna sem hafa hætt að lifa eftir fagnaðarerindinu?