2014
Þjóna Drottni af kærleika
febrúar 2014


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, febrúar 2014

Þjóna Drottni af kærleika

Ljósmynd
Thomas S. Monson forseti

Drottinn Jesús Kristur kenndi: „Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins, mun bjarga því“ (Lúk 9:24).

Thomas S. Monson forseti sagði: „Ég trúi að frelsarinn sé að segja okkur, að ef við gleymum okkur ekki í þjónustu við aðra, verði tilgangur lífs okkar lítill. Þeir sem aðeins lifa fyrir sig sjálfa, munu að lokum skreppa saman og í óeiginlegri merkingu glata eigin lífi, en þeir sem gleyma sjálfum sér í þjónustu við aðra, munu vaxa og blómstra—og í raun bjarga lífi sínu.“1

Í eftirfarandi samantekt um þjónustu Monsons forseta, áminnir hann hina Síðari daga heilögu um að þeir séu hendur Drottins og að blessanir eilífðar bíða þeirra sem af trúmennsku þjóna öðrum.

Þjónusta í musterinu

„Mikilvæg þjónusta er veitt þegar við framkvæmum staðgengilshelgiathafnir fyrir þá sem hafa farið handan hulunnar. Í mörgum tilvikum þekkjum við ekki þá sem við framkvæmum verkið fyrir. Við væntum engra þakka, né heldur höfum við tryggingu fyrir því að þeir muni taka á móti því sem við bjóðum. Hvað sem því líður, þá þjónum við og í því ferli hljótum við það sem ekkert annað starf fær gefið: Við verðum bókstaflega frelsarar á Síonarfjalli. Eins og frelsarinn gaf líf sitt sem staðgengilsfórn fyrir okkur, þannig gerum við, í smáum mæli þó, hið sama þegar við framkvæmum staðgengilsverk fyrir þá sem hafa engin úrræði til að þróast áfram, nema eitthvað sé gert fyrir þau af okkur sem eru hér á jörðinni.“2

Við erum hendur Drottins

„Bræður mínir og systur, við erum umkringd þeim sem þarfnast umönnunar okkar eða hvatningar, stuðnings okkar, huggunar eða vinsemdar—hvort sem þeir eru fjölskyldumeðlimir, vinir, kunningjar eða ókunnugir. Við erum hendur Drottins hér á jörðunni, háð því boði að þjóna og lyfta börnum hans. Hann treystir á sérhvert okkar. …

Þessi þjónusta, sem við höfum öll verið kölluð til, er þjónusta Drottins Jesú Krists.“3

Þjóna í skugga frelsarans

„Í nýja heiminum sagði hinn upprisni Drottinn: ‚Þér vitið, hvað yður ber að gjöra í kirkju minni. Því að þau verk, sem þér hafið séð mig vinna, þau skuluð þér einnig vinna. Því að það, sem þér hafið séð mig gjöra, skuluð þér og gjöra.‘ [3 Ne 27:21].

Við blessum aðra með því að þjóna í skugga ‚Jesú frá Nasaret, … [sem] gekk um [og] gjörði gott‘ [Post 10:38]. Guð blessi okkur til að finna gleði í þjónustu himnesks föður, er við þjónum börnum hans á jörðu.“4

Þörfin á þjónustu

„Við þörfnumst þess að fá tækifæri til að þjóna. Vegna þeirra meðlima sem ekki eru lengur virkir eða sem halda sig til hlés og eru lítt virkir, getum við í bænaranda leitað einhverra leiða til að ná til þeirra. Að biðja þá að þjóna með einhverjum hætti getur einmitt verið sú hvatning sem þeir þarfnast til að verða fullvirkir. Þeir leiðtogar sem gætu hjálpað til við þetta eru stundum tregir til þess. Við verðum að hafa í huga að fólk getur breyst. Það getur gefið upp slæma siði. Það getur iðrast brota sinna. Karlmenn geta haft prestdæmið verðugir. Fólk getur þjónað Drottni af kostgæfni.“5

Gerum við allt sem við getum?

„Heimurinn þarf á okkar hjálp að halda. Gerum við allt sem við getum? Munum við eftir orðum Johns Taylor forseta: ‚Ef þið eflið ekki kallanir ykkar, mun Guð gera ykkur ábyrga fyrir þeim sem þið gætuð hafa frelsað hefðuð þið gert skyldu ykkar‘ [Teachings of Presidents of the Church: John Taylor (2001), 164]. Það eru fætur sem styrkja má, hendur sem grípa má, hugir sem hvetja má, hjörtu sem innblása má og sálir sem frelsa má. Blessanir eilífðar bíða ykkar. Þau forréttindi eru ykkar að vera ekki aðeins áheyrendur, heldur þátttakendur á sviði … þjónustu.“6

Heimildir

  1. „What Have I Done for Someone Today?” Líahóna, nóv. 2009, 85.

  2. „Until We Meet Again,“ Líahóna, maí 2009, 113–14.

  3. „What Have I Done for Someone Today?” 86, 87.

  4. „The Savior’s Call to Serve,” Líahóna, ágúst 2012, 5.

  5. „See Others as They May Become,” Líahóna, nóv. 2012, 68.

  6. „Willing and Worthy to Serve,” Líahóna, maí 2012, 69.

  7. Teaching, No Greater Call: A Resource Guide for Gospel Teaching (1999), 12

Hvernig kenna á boðskapinn

„Ef þið búið að kristilegum kærleika, verðið þið betur undir það búnir að kenna fagnaðarerindið. Þið verðið innblásnir til að hjálpa öðrum að þekkja frelsarann og fylgja honum.“7 Íhugið að biðja um aukinn kærleika til þeirra sem þið heimsækið. Þegar þið þróið með ykkur kristilegan kærleika til þeirra, verðið þið betur í stakk búnir til að veita innihaldsríka þjónustu, bæði Drottni og þeim sem þið kennið.

Prenta