2014
Þjónusta á sumri
febrúar 2014


æskufólk

Þjónusta á sumri

Höfundur býr í Virginíu, Bandaríkjunum

Eitt sinn varði ég heilu sumri í framandi landi og starfaði með börnum með sérþarfir. Þegar ég hitti börnin í fyrsta sinn var ég afar taugaóstyrk. Ég talaði ekki tungumál þeirra og reiddi mig á handleiðslu andans í samskiptum mínum við þau. Þegar ég tók að þekkja hvert barnanna, varð mér ljóst að tungumálið hindraði ekki kærleiksþelið. Ég lék við börnin, hló og föndraði með þeim og var eðlislægt að sýna þeim einlægan kærleika. Ég upplifði í litlum mæli kærleikann sem himneskur faðir ber til barna sinna og gleðin sem fyllti hjarta mitt var ólýsanleg.

Ætíð þegar ég þjóna öðrum, fyllist ég ekki aðeins kærleika til þeirra sem ég þjóna, heldur líka til himnesks föður. „Þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar“ (Mósía 2:17). Með þjónustu minni hef ég vegsamað Guð, hvort sem verkin eru umfangsmikil þjónustuverk eða einföld kærleiksverk (sjá Matt 5:16). Með því að þjóna öðrum, vonast ég til þess að fólk skynji kærleika minn til himnesks föður og ljós Krists sem logar innra með mér.

Prenta